Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Lokahóf útskriftarnema í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi var haldið síðastliðinn miðviku- dag. Nemendurnir mættu í skólann klæddir sem persónur úr Disney myndinni Hinir ótrúlegu (e. The incredibles). Útskriftarnemarnir hófu daginn á að bjóða starfsfólki skólans til morgunverðar klukk- an átta. Í síðasta tíma fyrir hádegi höfðu þeir svo skemmtun á sal skól- ans fyrir skólafélaga og starfsmenn og eftir hádegið fóru þeir í óvissu- ferð. Gleðskap dagsins lauk með dansleik nemendafélagsins í Gamla Kaupfélaginu. Meðfylgjandi myndir tók Linda Dröfn Jóhannesdóttir, kennari við FVA á lokahófinu. grþ Væntanlegir útskriftarnemar í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði brugðu á leik í skólanum síð- asta föstudagsmorgun. Þá fór fram dimmitering þegar ellefu köku- skrímsli eða „Cookie Monsters“ mættu á sal skólans, dreifðu kex- kökum og öðrum sætindum og héldu smá tölu þegar þau köstuðu kveðju á samnemendur sína, kenn- ara og aðra starfsmenn skólans. Vel var tekið undir með þeim í söng og lófaklappi og allt fór þetta afskap- lega vel fram. Að lokum var hópn- um svo boðið í vöfflur á kennara- stofunni eins og hefð er fyrir. tfk Á mánudagskvöld var ég á gangi um Reykholt í leit að myndefni. Út í kyrrðina barst ljúfur ómur frá kirkj- unni og gekk ég á hljóðið. Þar var söngfólk að æfa fyrir aðventutón- leika, sem verða miðvikudaginn 10. desember næstkomandi og gam- an var að sjá að þar hafa sameinast Reykholtskórinn og Kór Stafholts- kirkju. Stjórnendur og meðleikarar eru Viðar Guðmundsson og Jónína Erna Arnardóttir. Mikið þótti mér gaman að heyra fólkið syngja jólalögin og var ekki laust við að jólin bönkuðu uppá í huga mér. Ég minntist þess hvað það var yndislegt að fara til að- ventutónleika með börnin mín. Það varð í raun órjúfanlegur þátt- ur í undirbúningi jólanna. Er ég gekk upp götuna heim fór ég að hugsa um það hvernig best væri að hvetja alla foreldra til að láta ekki samkomu eins og aðventu- tónleika fram hjá sér fara. Hvernig væri unnt að tryggja það að öll börn upplifðu það og ættu síðan í huga sér sem einn af mikilvægustu at- burðum aðventunnar, að hafa notið fallegrar kvöldstundar í faðmi kirkj- unnar sinnar og við söng um fögn- uð jólanna. Sú minning er ég viss um að endist börnunum alla daga upp frá því. Mig langar því að hvetja alla for- eldra til að koma í Reykholtskirkju með börnum sínum miðvikudag- inn 10. desember kl. 20:30 og njóta kyrrðar og fagurs söngs og hug- leiða fögnuð þann sem er á næstu grösum. Þangað eiga að sjálfsögðu allir erindi. Megi kirkjan óma öll og öll- um og þökk sé því fólki er leggur á sig ómælda vinnu til að færa okk- ur þann óm. Reykholti, 2. desember 2014, Guðlaugur Óskarsson. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi var haldinn í bæjarþings- al Akraneskaupstaðar 18. nóvember sl. Fimm full- trúar ungs fólks á Akranesi tóku til máls og var kom- ið inn á ýmis mál, svo sem dagskrá Írskra daga, upp- setningu hreystibrautar og þrengsli í skólunum, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrst tók til máls Bryn- dís Rún Þórólfsdótt- ir fulltrúi Hvíta húss- ins. Hún lagði fram til- lögur að ýmsu sem bet- ur mætti fara og nefndi til dæmis að setja mætti upp fallegt skilti við innkeyrslu við bæinn og að fjölga mætti ruslatunnum í bænum. Þá fjallaði hún um að sníða mætti dag- skrá Írskra daga betur að þörfum ungmenna á aldrinum 14 - 18 ára. Einnig stakk hún upp á að betur væri hugsað um leikvelli og að íbú- ar í tilteknum hverfum gætu komið að endurgerð þeirra. Hreystibraut gæti haft góð áhrif Annar á mælendaskrá var Arnór Sig- urðsson, fulltrúi Arnardals. Hann benti á ýmislegt sem vel hefur verið gert og lýsti yfir ánægju með Akra- neshöllina og starfsemina í Þorpinu og Arnardal. Hans meginmál sner- ist hins vegar um hreystibraut. Hann nefndi að slík braut myndi bjóða upp á aukna og fjölbreyttari hreyf- ingu, hægt væri að nota hana við íþróttakennslu og tengja íþróttirn- ar meira við útikennslu. Sagði hann að möguleikar nemenda í frímínút- um í Grundaskóla væru ekki miklir. „Það segir sig sjálft að hreystibraut á skólalóðina gæti klárlega leitt til meiri hreyfingar og aukinnar þátt- töku nemenda í frímínútum,“ sagði Arnór. Sínu máli til rökstuðnings nefndi hann meðal annars að hreyf- ing geti haft góð áhrif á námsárang- ur, að hún auki úthald og einbeitingu nemenda. Húsnæðisvandi skólanna Anna Mínerva Kristinsdóttir fulltrúi nemendaráðs Brekkubæjarskóla tók næst til máls. Hún gerði stöðu tónlistarkennara að umtalsefni og fjallaði um mikilvægi tónlistar. Auk þess hvatti hún bæjarstjórn til að hafa samráð við unga fólkið í bænum þegar ákvarðanir verða teknar um framtíð skólahúsnæðis á Akranesi. Fulltrúi nemendafélags Grunda- skóla var Katarína Stefánsdóttir. Hún gerði aðstæður nemenda í ung- lingadeild Grundaskóla að umtals- efni. Sagði hún að nemendur í ung- lingadeildinni hefðu engan samastað í frítíma sínum í skólanum og kom með hugmynd að lausn á aðstöðu- leysinu. „Það væri hægt að gera kennarastofu þar sem brauðsalan og geymsla nemendaráðs er. Í stað- inn fengjum við rýmið sem kennararnir eru með í dag. Með því að opna það rými væri hægt að gera nota- lega setustofu fyrir okk- ur þar sem við gætum haft það notalegt saman sem hópur,“ sagði hún. Að lok- um skoraði hún á bæjar- stjórnina að finna lausn á húsnæðisvandanum og þrengslum í skólunum. Ungmenni í öll ráð bæjarstjórnar Síðastur á mælendaskrá var Sindri Snær Alfreðsson sem talaði fyr- ir hönd Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Fjallaði hann um aðstæður til að stunda líkamsrækt og benti á að tækjabúnaður í æfingaað- stöðu að Jaðarsbökkum væri úr sér genginn. Þá fjallaði hann einnig um æfingaraðstöðuleysi fyrir hljómsveit- ir á Akranesi. Að lokum lagði Sindri fram tillögu um að fá eitt ungmenni í öll ráð bæjarstjórnar Akraneskaup- staðar. „Mér þykir það afar mikil- vægt þar sem ungmenni ættu nú að hafa einhverja rödd í ákvarðana- tökum bæjarstjórnar. Nú veit ég að á Seltjarnarnesi var þetta gert fyrir nokkrum árum og eru bæjarbúar þar mjög ánægðir með þá ákvörðun,“ sagði Sindri. Bæjarfulltrúar tóku vel í tillögur og hugmyndir frummæl- enda á fundinum. Þeir sem ávörp- uðu unglingana hrósuðu þeim fyrir framkomu og jákvæðni og tóku und- ir margar hugmyndanna. grþ/ Ljósm. Akranes.is Óformlegt Íslandsmót í rúllu- pylsugerð varð haldið í húsakynn- um ferðaþjónustunnar á Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvem- ber sl. Að sögn Valdísar Einars- dóttur, eins aðstandenda keppninn- ar, var að þessu sinni mætt með tíu voldugar pylsur til keppninnar. Að mati dómnefndar hrepptu tvö efstu verðlaunin í keppninni rúllupyls- ur frá hjónunum á Húsavík í Stein- grímsfirði, Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur. Í þriðja sæti varð rúllupylsa frá Ragnheiði Pálsdóttur frá Hvítadal í Saurbæ. Þetta er þriðja árið sem rúllu- pylsukeppnin er haldin. Hún var í Sauðfjársetrinu á Sævangi í fyrra og í Króksfjarðarnesi fyrsta árið. Valdís segir að núna í sé í athugun með að finna nýjan mótsstað fyrir keppnina á næsta ári. þá/ Ljósm. Dominique Plade. Pennagrein Kirkjan ómar öll – kirkjukórar sameinast Frá æfingu Reykholtskórsins og Kórs Stafholtskirkju sl. mánudagskvöld. Dimmiterað í FSN Að vanda var mikið fjör á dimission. Dimmiterað í fjöl- braut á Akranesi Útskriftarnemarnir voru klæddir sem persónur úr Disney myndinni Hinir ótrúlegu. Fulltrúar unga fólksins á bæjarstjórnarfundinum: Arnór Sigurðsson frá Arnardal, Sindri Snær Alfreðsson frá FVA, Anna Mínerva Kristinsdóttir frá Brekkubæjarskóla, Bryndís Rún Þórólfsdóttir frá Hvíta húsinu og Katarína Stefánsdóttir Grundaskóla. Róttækar hugmyndir komu fram á bæjarstjórnarfundi unga fólksins Rúllupylsurnar í keppninni voru fallegar og girnilegar. Voldugar rúllupylsur kepptu á Þurranesi Hafdís og Matthías frá Húsavík á Ströndum urðu í fyrsta og öðru sæti í rúllupylsukeppninni. Með þeim á myndinni er Halla Sigríður Steinólfsdóttir frá Ytri-Fagradal einn aðstandandi keppninnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.