Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Á síðasta ári fagnaði Kór Stykkis- hólmskirkju 70 ára afmæli. Mun lengri saga er þó til um kórastarf í bænum sem annálaður er fyrir mik- ið tónlistarlíf. Kórinn sem gaf út vandaðan geisladisk á afmælisárinu hefur haft í nógu að snúast síðast- liðið ár og verður lítil breyting þar á komandi mánuði. Geisladiskur- inn fékk afbragðsviðtökur, en sér- lega var vandað til hans þar sem lagaval endurspeglar kórastarfið á starfstíma kórsins auk þess sem tónlist sem tengist Stykkishólmi og Breiðafirðinum skipar þar veg- legan sess. Bók með diskinum er á íslensku og ensku og prýða hana fallegar myndir úr nágrenni Stykk- ishólms eftir Eyþór Benedikts- son, sem m.a. myndar talsvert fyrir Skessuhorn. Skömmu fyrir geisla- diskaútgáfuna steig kórinn á svið í Hörpunni á Kóramóti Landssam- bands blandaðra kóra, eini kórinn af Vesturlandi. Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir í Stykkishólms- kirkju þ.m.t. jarðarfarir auk þess tónleikar eru minnst einu sinni á ári. Í haust voru haldnir tónleikar á Norðurljósahátíð Hólmara, sem er menningarhátíð Stykkishólms, haldin annað hvert ár. Kórinn flutti þar innlendar og erlendar perl- ur við undirleik hljómsveitar sem skipuð var Lázló Petö kórstjóra og organista, Hólmgeiri Þórsteinssyni á bassa, Hafþóri Guðmundssyni á slagverk, Símoni Karli Sigurðs- syni á klarinett og Martini Mark- voll á gítar. Einsöngvarar úr röð- um kórsins og gestasöngvarar stigu á stokk og var það mál manna að sérlega vel hafi tekist til. Á aðalfundi kórsins í október voru Agnar Jónasson, Anna Mel- steð, Ásgerður Pálsdóttir og Guð- björg Egilsdóttir kjörin í stjórn kórsins og er Anna formaður. Sú ákvörðun var tekin fyrir tveimur árum að heimsækja heima- land kórstjórans, Ungverjaland, en markvisst hefur verið unnið að því að fjármagna þá ferð í kórastarf- inu frá þeim tíma. En í vetur verð- ur lokahnykkurinn tekinn í þeirri vinnu og alltaf eru kórfélagar til í vinnu því þeir hafa tekið að sér hin ýmsu verkefni í haust. Anok marg- miðlun ehf í Stykkishólmi hann- aði umhverfisvænan jólapappír sem kórinn hefur einkasölurétt á og hefur hann rokið út. „Það voru svo sóprönur, öltur, tenórar og bassar sem bökuðu Sörur af miklum móð tvær helgar í nóvember og hafa viðbrögðin við því verkefni kom- ið skemmtilega á óvart. Strákarn- ir eru enda ansi handlagnir því þeir tóku einnig þátt í kertagerð, hefð- bundinna kerta og batterískerta, þar sem myndir af kirkjunni voru settar á kertin. Kertin hafa selst vel, sérstaklega þau sem bassarnir stóðu að framleiðslunni! Er þar mál manna að þar leynist nýir Georg Jensenar! Um síðustu helgi fór svo enn eitt verkefnið í gang þar sem hinir handlögnu kórfélagar tóku að sér að gera aðventuskreytingar, kransa, leiðisgreinar ofl. og fór sala vel af stað. Þetta verkefni er unnið í mjög góðu samstarfi við Skipavík, sem selur alls kyns efni til skreyt- inga. “ segir Anna Melsteð í sam- tali við Skessuhorn. „Já, en það er ekki allt búið enn, því kórfélagarnir og makar þeirra hafa svo marga og ólíka hæfileika og til að virkja þá er ýmislegt tínt til. N.k fimmtudags- kvöld verða kórfélagar á ferðinni í Norska húsinu, þar sem handverks- og matarmarkaður fer fram. Við höfum tekið þátt í þessum markaði nokkrum sinnum áður og alltaf jafn gaman, jafnvel hnoðað í lag á loft- inu í Norska húsinu sem iðar af lífi á aðventunni. “ segir Anna. Meðfram öllu þessu er æft stíft fyrir jólahá- tíðina og aðventutónleika kórsins sem haldnir verða laugardaginn 13. desember kl. 20. Þar verður hátíð- leikinn við völd, þegar kórfélagar sparibúast og flytja sína uppáhalds jóla- og aðventutónlist. Líkt og á Norðurljósatónleikunum í haust þá munu kórfélagar stíga fram og sýna á sér nýjar hliðar og fá til liðs við sig hljóðfæraleikara til að styðja við í flutningnum. Fréttatilk. Jólaljósin á Akratorgi voru tendruð síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Blíðskapar veður var á Akra- nesi þann dag og fjölmenntu Akur- nesingar á nýuppgert torgið. Skóla- kór Grundaskóla söng nokkur lög undir stjórn Valgerðar Jónsdótt- ur áður en kveikt var á ljósunum á trénu og Sigríður Indriðadóttir for- seti bæjarstjórnar Akraness flutti ávarp. Jólatréð var fengið úr reit sem kallast Selhagi í Álfhólsskógi við Fannahlíð. Fyrir um 22 árum plöntuðu Guðjón Guðmundsson frá Arkarlæk, Bjarni Þóroddsson frá Bekansstöðum og Oddur Sigurðs- son frá Litlu-Fellsöxl ásamt fleirum grenitrjám í þann reit og er jólatréð sem nú prýðir torgið eitt af þeim. Það voru þau Sóley Birta Gríms- dóttir 7 ára og Sindri Snær Ævars- son 9 ára sem kveiktu á jólatrénu í ár. Sóley er langafabarn Guðjóns Guðmundssonar frá Arkarlæk og Sindri er afabarn Guðjóns. Eftir að ljósin voru tendruð steig á svið Samúel Þorsteinsson og tók lagið með viðstöddum. Hann að- stoðaði síðan börnin við að kalla á jólasveinana sem kíktu við. Þeir slógu á létta strengi við mikla ánægju viðstaddra, sögðu frá ferð- um sínum og tóku nokkur jólalög með börnunum. Félagar úr Skátafé- lagi Akraness gáfu heitt kakó í boði Akraneskaupstaðar á meðan á dag- skránni stóð. Þá var haldinn jóla- markaður á 2. hæð Gamla Lands- bankahússins en þar var hægt að kaupa gjafavöru í formi handverks og matar. Á þriðju hæð var Sólveig Sigurðardóttir að selja málverk sín. Fyrstu trén voru sett niður við Fannahlíð fyrir 75 árum en það voru birkitré. Að meðaltali er plant- að um fjögur til fimmþúsund trjám á ári í skógræktina en flest hafa um tíuþúsund tré verið sett niður að sumri. Hægt verður að fara í skóg- ræktina við Fannahlíð 13. og 14. desember næstkomandi og kaupa jólatré og fá heitt súkkulaði. grþ /Ljósm. mm. Annasamur vetur hjá Kór Stykkishólmskirkju Jólasveinarnir tóku nokkur lög ásamt Samúel Þorsteinssyni. Jólaljósin tendruð á Akratorgi Fjöldi fólks safnaðist saman í veðurblíðunni á Akratorgi þegar jólaljósin voru tendruð síðastliðinn laugardag. Myndlistarkonan Sossa hélt sýningu og uppboð á myndum sínum á þriðju hæð Gamla Landsbankahússins. Hér er hún ásamt foreldrum sínum og tveimur systk- inum. Sóley Birta Grímsdóttir, Guðjón Guðmundsson frá Arkarlæk og Sindri Snær Ævars- son. Sóley og Sindri eru afa- og langafabörn Guðjóns. Haldinn var markaður í Gamla Landsbankahúsinu. Hér er Kristján Bjarnason að selja nafnmerktar lyklakippur sem hann framleiðir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.