Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Kvelur mengi, kæfir engi - kreppa að þrengir búandlýð Vísnahorn Alltaf er ég dálítið hrædd- ur um að gamlar vísur týnist með því fólki sem fellur frá. Eflaust segja einhverjir að það sé nú ekki mikill skaði en ég veit ekki hvort það er okkar að dæma um það. Reyna heldur að bjarga því sem bjargað verð- ur. Eftir Bertel Ó. Þorleifsson er þessi snyrti- lega hestavísa: Dundi grund og hló við hóf hópur sveina þeysti. Stundum undan skeifu skóf, skaust úr steinum neisti. Þegar Bertel andaðist var kveðið en ekki er vitað um höfund: Nú er svert um sinnisþing, sálar skertur auður. Nú er hert á Norðlending, nú er Bertel dauður. Helga Steinvör Baldvinsdóttir (f. 1858) í Víðidal fluttist i æsku til Ameríku, en saknaði ætíð bernskudalsins. Hún segir: Í bernsku skall á bylgja þung, sem breytti margra högum, og tók það flest, sem ást mín ung unni á fyrstu dögum. Margt orti Káinn gamli og flest gott. Þegar safnaðarmeðlimir skutu saman í reiðhest handa prestinum gerði Káinn nokkrar vísur og þar á meðal held ég þessa: Oss það herma helgar skrár, heim með burði lasna, fátækur og fótasár frelsarinn reið asna. Löngu síðar var Magnús Eyfjörð Einarsson rétt orðinn fyrir bíl á breiðstrætum Akureyrar- borgar og orti þá með tilvísun í vísu Káins: Eftir nítján alda stjá okkar breytt er högum: Bílum ríða allir á asnar nú á dögum. Margir eru stöðugt þeirrar skoðunar að all- ir sem eru ósammála þeim sjálfum séu bölvaðir asnar og yfirleitt hinir verstu menn í alla staði. Slíkum mönnum eru yfirleitt ekki vandaðar kveðjurnar og þar sem Sigurður gamli Breið- fjörð var ekki alltaf sammála öllum hinum fékk hann að kenna á illu umtali líkt og fleiri: Þú af beggja sögum sér ef saman berð það slaður nákvæmlega, að ég er ekkert nema maður. Sumarið 1940 var mikið rosasumar á Suð- urlandi og afskaplega erfitt að fást við heyskap. Hefði reyndar verið svo síðastliðið sumar líka ef átt hefði að nota þá tækni sem þá var til. Það sumar kvað Einar J Helgason í Holtakotum: Regnið æðir, rekkum blæðir, rýrna gæði töðunnar. Vatnið flæðir, voðinn hræðir, vosbúð mæðir stúlkurnar. Kvelur mengi, kæfir engi, kreppa að þrengir búandlýð. Skyldi lengi láðs um vengi leika á strengi þessi tíð. Rosinn þreytir lýðinn lands, lítil von hann batni. Ég óska honum til andskotans með öllu sínu vatni. Jón Ólafsson á Einifelli þótti á sinni tíð hörk- umaður til vinnu. Einu sinni sem vafalaust oft- ar stóð hann við slátt ásamt liðléttingi er Odd- ur hét og orti um þá félaga: Við Oddur báðir orfin skökum, er nú slegið í jötunmóð, sofandi dauðir sífelt vökum, sárt stynur undir gínarsfljóð. En hvað hún gömul þolir það þykir mér furða mikil að. Einhverju sinni bað Guðmundur Eggertsson í Sólheimatungu Jón á Einifelli að yrkja fyrir sig eftirmæli eftir hest og þar í er þetta erindi: Söðla naður sinnti ei glaum. sinna kvaða gætti: Varla staður teygði taum þó tungublað jeg vætti. Jón var uppi á þeim tíma þegar kenningarn- ar réðu öllu í kveðskap en hann hefur greini- lega verið prýðilega hagmæltur. Hagmælsk- an var líka víða iðkuð þó fleiri væru kallaðir en útvaldir þar sem víðar og yrkisefnin ekki allt- af stórbrotin. Eftirfarandi staka var kennd vel hagmæltri vinnukonu að Haga á Barðaströnd sem annaðhvort hefur haft þokkalega gott fæði eða fengið einhverjar innantökur: Þessi dagur þykir mér þrengja að heilsu minni. Á kamarinn ég komin er að kúka í fimmta sinni. Þegar menn komast á hin svokölluðu efri ár lenda menn stundum í einhverjum þunglynd- ishugsunum eða þá á raupsaldurinn. Það er oft þægilegt því fáir eru eftir til að reka ofan í menn það sem þeir vita betur. Hér koma tvær gamal- mennaþunglyndisvísur á óræðum aldri og óvíst hvort þær eru samstæðar: Ég vildi að ég væri nár, vafinn moldardyngju, hestar felldu af harmi tár, hundar yfir syngju. Kona hefur orðið: Vildi ég væri klakaköld komin í jörðu niður. Það verður ekki þetta kvöld, því er verr og miður. Ég er nú ekki svo langminnugur að ég muni hvaða ríkisstjórn sat að völdum þegar Stein- grímur Eyfjörð orti eftirfarandi. Kannske skipt- ir það ekki máli. Þessar ríkisstjórnir eru allar ómögulegar hvort sem er: Hafa kauðar hjörtu blauð, hræðir rauða fórnin. Situr í nauðum sífellt snauð Svartadauða – stjórnin. Sæmundur Ólafsson frá Einifelli, bróðir Jóns sem áður var á minnst, drukknaði sem ungur maður. Þá kvað Jón bróðir hans: Mig vill fergja mæða og slys, má því kergi bera, jeg er erginn innvortis, og eiri hvergi að vera. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Krossgáta Skessuhorns Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshaf- inn bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Fjörutíu lausnir bárust við krossgátu síðustu viku. Lausnin var: „Dægradvöl.“ Vinningshafi í krossgátu síðustu viku er Svandís Bára Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 4, Borgar- nesi. Orka Jukk Eld- stæ!i Tölur Reisn Samtök Brall Kann Sex Annir Áréttir Gæ!i Leit Er óviss Vit Skaf- inn Ras Bók Spann Fró! Átt Örn Tvíhlj. Merki 7 Nátt- u!u Ilmjurt 3 Ókunn Vesæl Inntak Röskur Póll 5 Hita- tæki Átt Skreyt- inn Slota Eins um N Villt Karl Vafstur Fri!ur Státin 1 Táta Linir Tipl 9 Hæla Korn Sinnnir "áttur B#li Taka Æ!ir Lyfti Dröfn Berja Rödd Tálbiti Sérhlj. Hljóp Rei! Fræga Atar Ugga Sjó!a Um- tala! "rek Ösla!i Skip- herra 8 Tóm Óhóf Styrkir Raust Flas Finna Hrun 4 Svi! Fjöldi Kva! "reyta Nudda Tölur Hlynna Toppinn Nærist Sælu- sta!ur 2 Hnöttur Dvelja Rof Áfelli 6 Tónn Kvakar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Sólarsport flytur á nýjan stað Aðeins ein umsókn barst í húsnæði fyrir líkamsræktarstöð sem Snæ- fellsbær auglýsti fyrir skömmu. Húsnæðið er þar sem áður var kennslurými í sundlaugarhúsinu. Þegar til kom var það aðeins Sólar- sport sem sóttist eftir aðstöðunni. Sólarsport er um þessar mundir að missa húsnæðið sem stöðin hef- ur haft við Ólafsbraut 55 frá því hún var opnuð árið 1997. Eigend- ur Sólarsports; Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm eru orðin roskin og hugðust selja stöðina og hætta starfsemi. Það var meðal annars af þeim ástæðum að óvíst var með framhald reksturs líkamsræktar- stöðvar í Ólafsvík sem bæjaryfir- völd ákváðu að leggja sitt af mörk- um við að greiða fyrir áframhald- andi rekstri líkamsræktarstöðvar. Með útvegun húsnæðis gegn sann- gjarnri leigu, eins og fram kom hjá Kristni Jónassyni bæjarstjóra í Snæfellsbæ í Skessuhorni fyrir skömmu. Gylfi Scheving sagði í samtali við Skessuhorn að ekki hafi tek- ist að selja Sólarsport og fyrirtæk- ið sent inn einu umsóknina um aðstöðuna í íþróttahúsinu. „Fólk virðist ekki vilja missa stöðina en enginn vill samt kaupa og taka við. Þannig að við verðum að halda áfram þótt við séum orðin fullorð- in og tímabært að yngra fólk taki við,“ segir Gylfi. Honum líst vel á að flytja í sundlaugarhúsið, þótt starfsemin muni þar taka einhverj- um breytingum frá því sem ver- ið hefur. Þar verði til dæmis ekki boðið upp á ljósaböð og gufubað- ið verði ekki til staðar, en hins veg- ar nærtæk öll sú aðstaða sem sund- laugin bjóði upp á. „Það er verið að standsetja húsnæðið núna og þetta verður flott hjá okkur. Við reiknum með að flytja tækin fyrir jólin eða í lok ársins og starfsem- in byrji þá fljótlega á nýjum stað,“ segir Gylfi Scheving. þá Gylfi Scheving í Sólarsporti. Myndin er úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.