Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Auglýst eftir umsóknum í
Vaxtarsamning Vesturlands
Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar-
og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi.
Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir
flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar
um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið
vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is,
en frestur til að skila umsóknum er til 10. desember 2014.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Um miðjan nóvembermánuð kom
út matreiðslubókin „Pabbi, áttu
uppskrift?“ eftir Smára Hrafn Jóns-
son, matreiðslumeistara á Akranesi.
Smári starfaði sem kokkur í yfir
þrjátíu ár og hafði velt því fyrir sér í
nokkur ár að gefa út matreiðslubók.
Hann ákvað að láta loks slag standa.
„Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í
gegnum árin. Dætur mínar þrjár eru
allar fluttar að heiman og hringdu
oft í mig og báðu um uppskrift. Það-
an kemur titill bókarinnar,“ útskýrir
Smári í samtali við Skessuhorn. „Þær
hafa gefið mér hugmyndir um hvað
ungt fólk vill læra að elda og þannig
ákvað ég hverslags uppskriftir ættu
að vera í bókinni. Þær töluðu um að
það vantaði bók með uppskriftum af
venjulegum heimilismat. Það eru til
ógrynni af öðrum matreiðslubók-
um og eins er mikið af uppskriftum á
netinu. En okkur fannst í raun vanta
grunnupplýsingar og ég byggi bók-
ina svolítið á því.“
Notar ferskt hráefni
Bókin er ætluð byrjendum en einn-
ig þeim sem eru lengra komnir að
sögn Smára. „Hún er hugsuð þannig
að hún gagnist öllum. Uppskriftirn-
ar eru þversnið af því sem hefur ver-
ið vinsælast í gegnum tíðina á mínu
heimili. Þær eru einfaldar og ég nota
krydd sem ættu að vera til á flestum
heimilum. Þarna eru ekki uppskriftir
þar sem fólk þarf að kaupa eitt hrá-
efni sem það notar svo aldrei aftur,“
segir Smári sem sjálfur bjó til flest-
ar uppskriftirnar í bókinni. „Ef upp-
skriftin er ekki eftir mig, þá tek ég
fram frá hverjum hún kemur.“ Smári
leggur áherslu á að nota ferskt og
óunnið hráefni. „Allar uppskriftirnar
eru því úr fersku hráefni, fyrir utan
eina uppskrift sem varð að fá að vera
með,“ segir hann og vísar til einu
uppskriftarinnar í bókinni þar sem
notuð er unnin kjötvara.
Heilræði
og sparnaðarráð
Auk fjölbreyttra uppskrifta í mat-
reiðslubók Smára má einnig finna
ýmsar ráðleggingar og leiðbeining-
ar um matseld. Þá segir Smári frá
því hvernig nýta má afganga af mat.
„Ungt fólk í dag kann það ekki. Ég
útskýri því undir uppskriftunum
hvað má nýta afgangana í. Aftast í
bókinni eru svo ýmis heilræði og
sparnaðarráð. Smári leggur áherslu
á að miðla grunnþekkingu, sem síð-
an getur auðveldað fólki að fara út
í flóknari matseld. „Við vitum öll
að grunnþekking verður að vera til
staðar til að geta þróað sig áfram,“
segir hann. Engar myndir eru í bók-
inni, en það kemur ekki að sök. „Ef
ég hefði haft myndir, þá hefði bók-
in orðið dýrari. Ég vildi frekar hafa
bókina ódýrari til að fólk verði frek-
ar tilbúið til að kaupa hana. Ég gerði
svo sér síðu á Facebook fyrir bókina,
þar set ég inn myndir og sýni hvern-
ig má nota afganga.“
Fjölskylduverkefni
Auk matreiðslunnar hefur Smári
lengi fengist við myndlist. Hann
hefur haldið sýningar bæði á Akra-
nesi og í Reykjavík þar sem hann
hefur sýnt olíuverk sem hann hefur
málað. „Svo fyrir tveimur árum hélt
ég myndlistaruppboð á Kaffi Míl-
anó í Reykjavík, til styrktar Styrktar-
félagi krabbameinssjúkra barna. Þar
voru tvær myndir frá mér og svo leit-
aði ég til þekktra myndlistarmanna,
svo sem Bjarna Þórs, Tolla og Sjafn-
Gaf út matreiðslubók
sem gagnast öllum
ar Har. Síðan voru margar myndir
boðnar upp frá frístundamálurum úr
Litka Myndlistarfélagi,“ segir hann.
Smári segist enn vera að mála en
um þessar mundir á matreiðslubók-
in hug hans allan. Hann selur bók-
ina sjálfur og hefur haldið kynning-
ar í anddyrum stórmarkaða á Vestur-
landi. „Bókin er hálfgert fjölskyldu-
verkefni. Eiginkonan átti hugmynd-
ina að nafninu og dæturnar höfðu
áhrif á val uppskriftanna. Dóttir mín
Ragnheiður Smáradóttir tók mynd-
irnar og sá um alla hönnun og um-
brot. Við höfum svo verið að kynna
hana í matvöruverslunum, aðallega
á Akranesi.“ Bókin er notendavæn,
A5 gormabók sem er þægileg stærð.
Verðinu er stillt í hóf, 2.500 kr. ein-
takið og frí heimsending er á bók-
inni á Akranesi. Hægt er að nálgast
bókina á Facebook, á síðunni Smári
kokkur - pabbi átt þú uppskrift.
grþ
Forsíða bókarinnar.
Ljósm. Ragnheiður Smáradóttir.
Smári Hrafn Jónsson matreiðslu-
meistari á Akranesi gaf nýverið út
matreiðslubókina „Pabbi, átt þú
uppskrift“.
Ljósm. Ragnheiður Smáradóttir.
Körfuknattleiksfélag Akraness
Íþróttahúsið við Vesturgötu
Poweradebikarinn
16 liða úrslit
Sunnudaginn 7. desember kl. 16.00
ÍA - Hamar
Fjölmennum og hvetjum
ÍA til sigurs!
Störf á Akranesi
Vegna aukinna umsvifa hjá BM Vallá á Akranesi óskum við eftir að ráða starfsmenn til framtíðar-
starfa á starfsstöð okkar á Akranesi.
Hjá BM Vallá á Akranesi eru framleiddar Smellinn húseiningar og þar er steypa framleidd og seld.
Umsækjendur þurfa að vera eldri en 19 ára.
bmvalla.is
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2014.
Umsóknum skal skila á netfangið radningar@bmvalla.is
eða á skrifstofu BM Vallá á Akranesi.
Steypubílstjóri/lagermaður
Óskum eftir kraftmiklum, duglegum
og samviskusömum steypubílstjóra
og lagermanni til starfa við steypu-
stöð og húseiningaverksmiðju
fyrirtækisins á Akranesi.
Trésmiðir
Óskum eftir vandvirkum,
duglegum og samvisku-
sömum trésmiðum til
starfa í húseininga-
verksmiðju fyrirtækisins
á Akranesi.
Verkamenn
Óskum eftir kraftmiklum,
duglegum og samvisku-
sömum verkamönnum
til starfa í húseininga-
verksmiðju fyrirtækisins
á Akranesi.
Hæfniskröfur:
• Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
• Góð mannleg samskipti og þjónustulipurð
• Meiraprófsréttindi