Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður Skessuhorns: „Ég er með kollinn fullan af hugmyndum að fleiri bókum“ „Mig langaði einfaldlega til að gefa lesendum innsýn í bakgrunn og líf þessara manna sem voru á þýsku kafbátunum í seinni heims- styrjöldinni. Enginn herafli í þessu stríði galt annað eins afhroð mælt hlutfallslega í fjölda mannslífa. Af 40.900 mönnum sem sigldu á þýsku kafbátunum féllu 25.870 og 5.000 voru teknir til fanga. Þetta er mann- tjón upp á 76%. Alls tóku 830 þýsk- ir kafbátar þátt í stríðsátökum. Af þeim var 696 bátum grandað. Líf- ið um borð í kafbátunum var þannig bæði mjög hættulegt og erfitt,“ seg- ir Magnús Þór Hafsteinsson rithöf- undur og blaðamaður Skessuhorns. Sú þriðja á fjórum árum Fyrir þessi jól sendir Magnús Þór frá sér þriðju bókina á fjórum árum um sögu seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Fyrsta bókin Dauðinn í Dumbs- hafi – Íshafsskipalestirnar frá Hval- firði og sjóhernaður í Norður-Ís- hafi 1940-1943 var gefin út í árslok 2011. Ári síðar kom svo Návígi á Norðurslóðum – Íshafsskipalestirn- ar og ófriðurinn 1942 – 1945. Þess- ar bækur voru miklar að vöxtum, hvor um sig 500 síður með mikl- um texta þar sem margbrotin saga var sögð af því hvernig Ísland varð hluti af hernaðinum á norðurslóð- um í þessum mikla hildarleik. „Ég hef aldrei ætlað mér að fest- ast í sögu þessa stríðs. Þegar ég var að vinna rannsóknarvinnu í heim- ildum vegna skrifa á þessum bók- um sem komu út 2011 og 2012, þá fann ég bara svo mikið af áhuga- verðu efni sem aldrei hefur ver- ið sagt almennilega frá hér á landi. Með þessari nýju bók um þýska kaf- bátsforingjann Günther Prien er ég að vinna úr hluta af þessu. Sjálf- sagt hefði ég getað skrifað alla sögu þýsku kafbátanna í seinni heims- styrjöldinni en það hefði orðið risa- vaxið rit. Í staðinn fyrir að gera það tók ég út einn mann og varpa ljósi á þessa sögu í gegnum feril hans,“ segir Magnús. Léttari efnistök en áður „Ég hef líka breytt aðeins um efn- istök frá fyrri bókum mínum. Þessi er léttari, hún er ekki eins fræðileg og þung. Letrið er stærra, ég varð var við að sumum þótti hinar þung- ar í lestri. Það er skiljanlegt. Í þeim var ég einfaldlega að segja frá svo miklum og flóknum atburðum. Þetta verður einfaldara þegar maður breyt- ir fókusnum og fer niður í sögu ein- stakra persóna eins og ég geri nú. Það er líka mikið af ljósmyndum í þessari bók. Lesendur kunna að meta það.“ Magnús segist fyrst og fremst vera sögumaður. „Ég er að reyna að koma ákveðnum fróðleik á framfæri en jafnfram þannig að það sé læsi- legt og fólk hafi vonandi einhverja ánægju af. Ég reyni að hafa allt rétt eftir því sem kostur er og gef allt- af upp heimildir. Ég læt öðrum eft- ir að skrifa skáldskap, fólk finnur hann ekki í mínum bókum. Þetta eru allt raunverulegir atburðir sem gerðust. Áhugasamir geta svo not- að heimildaskrárnar til að leita frekar eftir því sem þeir kynnu að vilja skoða betur upp á eigin spýt- ur. Kunni maður að nota nútíma tækni svo sem á netinu þá er heim- ildakönnun mjög auðveld, miklu einfaldari en var fyrir aðeins örfá- um árum.“ Lumar á fleiri bókum Aðspurður segir Magnús að hann geti vel hugsað sér að skrifa fleiri bækur. „Það veltur þó á viðtökunum sem þær fá sem maður sendir frá sér. Þetta er geysilega mikil vinna, mað- ur er alltaf að. Ég er með kollinn fullan af hugmyndum og hef þeg- ar lagt drög að tveimur eða þremur bókum til viðbótar. Svo er að brjót- ast um hjá mér að ráðast í stórvirki sem mig óar hálfpartinn við að byrja á. Þó veit ég innst inni að ef ég held þessu áfram þá verður ekki hjá því komist að skrifa þá bók eða bækur. Fræðagrúsk og ritstörf er undarleg árátta sem þó er afskaplega gefandi. Það er mjög gaman að búa til bæk- ur og ég er afar þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem bæði Dauðinn í Dumbshafi og Návígi á norður- slóðum fengu á sínum tíma. Báðar voru prentaðar í nokkrum upplög- um og eru löngu uppseldar frá for- lagi og verslunum. Nú hef ég sleppt Tarfinum frá Skalpaflóa lausum og hann siglir sinn sjó. Sjáum til hvern- ig honum gengur,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson. mm Magnús Þór Hafsteinsson hefur áður sent frá sér bækurnar Dauðinn í Dumbshafi og Návígi á norðurslóðum. Báðar hlutu lof og góðar viðtökur lesenda. Nú segir hann grimmdarsögu kafbátahernaðarins í seinni heimsstyrjöld sem ekki hefur sést í ritum hér á landi. Bókin greinir frá sönnum atburðum. Hún er ríkulega myndskreytt. Tarfurinn frá Skalpaflóa Kafli úr sögu kafbátskappa í seinni heimsstyrjöldinni eftir Magnús Þór Hafsteinsson Hann var sonur fráskilinnar móð- ur og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóir stjórn- mála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar. Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dög- um stríðsins sökktu þeir orrustu- skipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Ro- yal Oak – sjálf Konungseikin. Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpa- flóa.” Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hval- fjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á sigl- ingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnar- lömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýska- landi voru þeir þjóðhetjur. Þeg- ar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slík- ar að Adolf Hitler bannaði fregn- ir af því. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni þar sem Prien og menn hans hafa komist inn á breska her- skipalægið á Skalpaflóa á Orkn- eyjum. Það er norðan við Pentil- inn svokallaða, siglingaleiðina um sundið norður af meginlandi Skot- lands sem flestir íslenskir sjómenn kannast við. Kafbáturinn U47 hefur að nýju komist í skotstöðu gegn orrustuskipinu Royal Oak eftir að fyrsta atlagan mistókst. Günther Prien og menn hans gera aðra árás: Á meðan áhöfn Royal Oak reyndi að komast að niðurstöðu um hvað hafði hent skip þeirra, héldu Prien og menn hans áfram ráðstöfunum til að skjóta fleiri tundurskeytum. Prien stóð á stjórnpalli og horfði enn gegnum sjónauka sinn í átt að bresku skipunum. Hann var bæði ráðvilltur og hissa. Skipherrann undraðist mjög að engin viðbrögð voru sjáanleg um borð í þeim eða í landi við því að tundurskeyti hefði hæft annað skipið. Hann hafði bú- ist við miklu uppnámi eftir spreng- inguna en allt var með kyrrum kjör- um. Engir varðbátar eða tundur- spillar sáust. Ekkert benti til að Breta grunaði að óvinakafbátur léki nú lausum hala inni á skipalæginu. Prien velti fyrir sér skamma stund hvort rétt væri að láta sig hverfa nú á meðan allt væri enn rólegt. Það var freistandi að nota tækifærið og fara aftur út sömu leið og þeir hefðu kom- ið. U47 hafði verið stefnt í áttina að Kirkjusundi eftir að tundurskeytun- um var hleypt af. Þeir voru að hörfa frá vettvangi því áhöfnin bjóst við því að Bretar hæfu strax kafbátaleit. Þeir fengju því ekki annað tækifæri til að skjóta tundurskeytum. Þegar Prien varð ekki var við nein viðbrögð Breta, ýtti hann þeirri hugsun frá sér að draga kafbát sinn í hlé. Fyrst þeir væru komnir inn á sjálfan Skalpaflóa bæri þeim skylda til að reka smiðshöggið á það sem þeir hefðu þegar hafist handa við. Niðri í kafbátnum höfðu menn unn- ið hratt og fumlaust þrátt fyrir alla óvissuna sem ríkti uppi á stjórnpalli. Þaðan barst nú tilkynning um að ný tundurskeyti væru tilbúin í rörun- um. Ekkert væri því til fyrirstöðu að skjóta þeim. Prien tók ákvörðun. „Við snúum við. Stefna þrír–einn– fimm,“ sagði skipherrann stuttlega. Skipunin var framkvæmd án hiks. U47 beygði snöggt á stjórnborða og sneri við. Brátt var kafbáturinn kom- inn á norðvesturstefnu, aftur inn á skipalægið. Nú ætlaði Prien ekki að láta skeika að sköpuðu á neinn hátt. Hann var búinn að ákveða að ráðast í þessari atlögu eingöngu á það skip sem var nær og hann var viss um að væri Royal Oak. Kafbáturinn nálg- aðist orrustuskipið og þrjú tund- urskeyti voru tilbúin í stefni hans. Prien lét hleypa þeim öllum af í enn meira dauðafæri en þegar hann gerði fyrri atlöguna. Strax á eftir var kaf- bátnum snúið við á stefnu frá skot- markinu svo hann mætti leynast í rökkrinu. Þjóðverjarnir á stjórnpalli U47 horfðu á dökkan skugga þessa mikla herskips sem lá þarna 180 metra langt í öllu sínu veldi. Kaf- bátsmennirnir héldu nánast niðri í sér andanum á meðan tundurskeyt- in æddu að marki. Þeir mundu vel hvaða tortímingarmáttur bjó í þess- um vopnum frá því höfðu horft á eitt tundurskeyti nánast rífa Bosniu í tvennt á Biskajaflóa réttum fimm vikum fyrr. Þjóðverjarir þurftu ekki að bíða lengi. Ógurlegar spreng- ingar kváðu við þegar að minnsta kosti tvö tundurskeytanna hæfðu risann stjórnborðsmegin rétt fram- an við miðju. Annað þeirra sprakk undir fremra mastrinu og yfirbygg- ingunni á meðan hitt hæfði und- ir næst fremsta fallbyssuturninum framan við brú skipsins. Tundurskeytið, sem hæfði und- ir yfirbyggingunni, reif gat á einn af helstu olíutönkum Royal Oak. Svartolían streymdi út og breidd- ist yfir hafflötinn. Sjór fossaði inn í vélarrúm orrustuskipsins. Eld- haf kviknaði í skotfærageymslu. Sprenging þeytti braki hátt til lofts. Margir af þeim mönnum sem höfðu nú lagst aftur til svefns eft- ir að fyrsta tundurskeytið hafn- aði á stafni skipsins fórust á nokkr- um augnablikum í sprengingum og eldunum sem kviknuðu í kjöl- far þess að tundurskeytin hæfðu og rifu skipið á hol. Öllu rafmagni sló út í Royal Oak. Ljós slokknuðu og vígdrekinn myrkvaðist. Þar með varð hvorki hægt að koma skila- boðum um kallkerfi skipsins né senda ljósmerki í land. Risinn var lamaður. Konungseikin riðaði til falls. Þýski kafbátsskipherrann Günther Prien. Með því að segja sögu Priens og manna hans gefur Magnús Þór innsýn í líf og störf þýsku kafbátaáhafnanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kápa bókarinnar. Sýnishorn af henni má skoða á netinu (http://issuu.com/ magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2) Bækur Skagamannsins Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um sögu seinni heims- styrjaldar eru nú orðnar þrjár talsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.