Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Fimleikafélag Akraness hefur sent fjölmenna hópa á fimleikamót að undanförnu. Helgina 22.-23. nóvember sl. fóru 44 frá FIMA á Íslandsmót i stökkfimi sem haldið var á Selfossi. Árangur Fima-fólks var glæsilegur; 18 gull, 14 silfur og 9 brons. Helgina áður var haldið haustmót i hópfimleikum í Kefla- vík og þangað fóru 64 þátttakendur frá FIMA til þátttöku í liðakeppni. Þar stóð Fima-fólk sig einnig vel en bestum árangri náðist í 4. flokki í b-deild þar sem lið Fima fékk bæði silfur og einnig náðist silfur í 2. flokki. Á myndinn er lið 4. flokks sem hlaut silfurverðlaun á haustmóti Fimleikasambands sem haldið var á Selfossi. Efsta röð frá vinstri: Am- íra Þöll, Ragna Sól, Unnur Ósk, Elsa Maren, Birgitta Ósk. Mið röð frá vinstri: Sara Mjöll, Rósa Kristín, Elvíra Agla, Katrín Fjóla, og Nína Dögg. Í fremsta röð eru Aletta Sif og Sigrún Dóra. Þjálfarar stúlkn- anna eru Stefanía og Elísabet. þá Krakkar frá Klifurfélagi Akra- ness voru á ferðinni um þarsíðustu helgi. Þá tóku sjö klifrarar á aldr- inum 8-13 ára þátt í öðru móti Ís- landsmeistara mótaraðarinnar, sem haldið var á vegum Klifurfélags Reykjavíkur í Klifurhúsinu. Krakk- arnir stóðu sig öll með prýði og fengu verðlaunapening fyrir þátt- töku. Þau Gyða, Hjalti Rafn, Sylvía og Ástrós Elísabet náðu öll stiga- markmiði í sínum aldursflokki. þá Snæfellskonur gáfu ekkert eftir í toppbaráttunni í Dominosdeild- inni í körfubolta í síðustu viku. Þær unnu Valsstúlkur í hörkuleik á Hlíðarenda á laugardaginn 88:79 og á miðvikudagskvöld unnu þær öruggan sigur á KR í Hólminum 74:48. Snæfell er nú á toppnum ásamt Keflavík með 18 stig eftir tíu umferðir. Þessi lið mætast einmitt í toppslag í Keflavík á miðvikudags- kvöldið, í kvöld. Valsstúlkur byrjuðu betur í leikn- um á Hlíðarenda og voru með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leik- hluta, 25:22. Áfram voru Valsstúlk- ur öllu kraftmeiri í öðrum leikhluta og komust m.a. í stöðuna 41:34. Snæfellskonur settu á sig rögg og tókst að laga stöðuna í 39:41 áður en blásið var til hálfleiks. Snæfells- konur komu ákveðnar til seinni hálfleiks og voru yfirleitt skref- inu á undan þótt munurinn væri aldrei mikill á liðunum. Snæfell hafði fimm stiga forystu fyrir loka- fjórðunginn þegar staðan var 62:57. Svipaður munur hélst á liðunum og þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum skoraði Berg- lind Gunnarsdóttir fyrir Snæfell og kom þeim í fimm stiga forystu. Val- ur fór í sókn og reyndi þriggja stiga skot sem geigaði og Snæfellingar brunuðu í sókn en misstu boltann. Kristen McCarthy vann boltann strax aftur fyrir Snæfell og í kjöl- farið var dæmd óíþróttamannslega villu á bandaríska leikmanninn í liði Vals. Snæfell fékk tvö vítaskot í kjöl- farið og svo boltann aftur. Kristen McCarthy skoraði úr báðum skot- unum og í sókninni sem fylgdi var aftur brotið á henni og skoraði hún aftur úr tveimur vítaskotum. Þarna með var Snæfell með unninn leik og vann góðan sigur 79:88. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 31 stig og 10 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 19 stig, þá Hildur Sigurðardóttir með 13 stig og tók 13 fráköst, Berg- lind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig, María Björnsdóttir 6, Helga Hjör- dís Björgvinsdóttir 5 og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3. þá Skagamenn fengu ungan og öflugan leikmann til viðbótar í leikmanna- hópinn þegar gengið var frá samn- ingum um helgina við Ásgeir Mar- teinsson sem lék með Fram í efstu deild síðasta sumar. Ásgeir er 20 ára sóknartengiliður og skoraði þrjú mörk í 13 leikjum fyrir Safamýrar- liðið. Ásgeir er uppalinn í HK og lék lykilhlutverk hjá félaginu þegar það sigraði í annarri deildinni 2013 undir stjórn núverandi þjálfara ÍA; Gunnlaugs Jónssonar. Þá skor- aði Ásgeir 10 mörk og lagði upp 8 mörk í 21 leik á sínu fyrsta heila tímabili í meistaraflokki. „Ég er afar ánægður með að hreppa Ásgeir. Hann er gríðarlega spennandi leikmaður með mikla hæfileika og kemur með ný vopn í sóknarleik liðsins. Hann getur leyst allar fjórar stöðurnar í sókninni og er einn af þeim leikmönnum sem gerir hið óvænta,” segir Gunnlaug- ur Jónsson þjálfari Skagamanna. þá Það var aðeins í fyrsta leik- hlutanum sem Ska l l ag r íms - menn stóðu Ís- landsmeistur- um KR á sporði þegar liðin mættust í Dom- inosdeildinni í Borgarnesi sl. f i m m t u d a g s - kvöld. KR-ing- ar leiddu aðeins með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en unnu síðan annan leikhluta með yfirburðum. Staðan í hálfleik var 64:37 og úrslit- in nánast ráðin í leiknum. Skalla- grímsmenn hresstust í þriðja leik- hluta en ekki nóg til að breyta stöð- unni verulega. KR-ingar voru síð- an öllu sterkari á lokakaflanum og unnu tiltölu- lega þægilegan sigur, 113:82. S i g t r y g g u r Arnar Björns- son var stiga- hæstur í liði S k a l l a g r í m s með 25 stig. Tracy Smith kom næstur með 20, Dav- íð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson 4 stig hvor og Davíð Guðmunds- son 3. Næsti leikur Skallagríms í Dom- inosdeildinni verður í Njarðvík nk. fimmtudagskvöld. þá Áhorfendur í íþrótta- húsinu í Stykkishólmi urðu vitni að háspennu- leik þegar ÍR-ingar komu í heimsókn sl. fimmtudagskvöld og mættu Snæfelli í Dominosdeild- inni. Snæfell sigraði í leiknum 98:95 í tvíframlengdum leik. Þótt leikur- inn væri í heild jafn voru samt svo- litlar sveiflur. Leikurinn fór rólega af stað og Snæfell leiddi 23:19 eft- ir fyrsta fjórðung. Snæfell jók síðan forskotið í byrjun annars leikhluta í tíu stig en gestirnir tóku sig á og Snæfell var einungis fjórum stigum yfir í hálfleik, 38:34. Gestirnir jöfn- uðu í byrjun þriðja leikhluta, Snæ- fell náði góðum kafla en ÍR svaraði í sömu mynt þannig að Snæfell var aðeins einu stigi yfir fyrir lokafjórð- ung venjulegs leiktíma. Yfir kom- ust ÍR-ingar í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 53:55 og fullkomnuðu síðan 13:0 kafla í stöðunni 53:58. Snæfell komst svo yfir 59:58 og við tók háspenna allt til enda venjulegs leiktíma sem endaði 77:77. Fram- lengja þurfti leikinn og áfram hélt sama baráttan. Hvort lið skoraði tíu stig í framlengingunni og fram- lengja þurfti því aftur. Þá virtust Snæfellingar eiga aðeins meira eftir á tanknum í langkeyrslunni og sigr- uðu eins og áður segir með þriggja stiga mun, 98:95. Hjá Snæfelli var Chris Woods með 35 stig og 23 fráköst, Aust- in M. Bracey 30 stig, Stefán Karel Torfason 14 stig og 9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8 stig, 12 frá- köst og 5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6 stig, Snjólfur Björnsson 4 og Jóhann Kristófer 1. Í næstu umferð Dominosdeild- ar fara Snæfellingar á Krókinn og mæta næstefsta liði deildarinnar Tindastóli á fimmtudagskvöld. þá ÍA tapaði 80:101 fyrir Hetti þegar liðin mætt- ust í 1. deildinni á Egils- stöðum sl. föstudags- kvöld. Hattarmenn höfðu undirtökin í leiknum frá upphafi, náðu ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta og voru sjö stigum yfir í hálfleik; 54:47. Heimamenn unnu þriðja leikhluta 24:12 og lögðu þar grunninn að öruggum sigri. Fannar Freyr Helgason var yfirburðamað- ur hjá Skagamönnum skoraði 36 stig, Jamarco Warren kom næstur með 24 stig, Áskell Jónsson skoraði 10 stig, Ómar Örn Helgason 6 og Erlendur Þór Ottesen 4. Staða ÍA hefur versnaði upp á síðkastið. Lið- ið er nú í 6. og þriðja neðsta sætinu í deildinni með 6 stig. Næsti deildarleikur ÍA verður gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 14. desember næstkomandi. þá Seinni umferðin í D-riðli meist- araflokks karla í Futsal fór fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar um helgina. Strákarnir í Víkingi héldu upptekknum hætti og unnu alla sína leiki eins og í fyrri umferð- inni. Skoruðu þeir 20 mörk í þrem- ur leikjum en fengu aðeins á sig eitt. Það er því Víkingur sem held- ur áfram upp úr riðlinum en með þeim í riðli voru Snæfell, Grundar- fjörður og Skallagrímur. þa Ásgeir við undirskrift ásamt Magnúsi Guðmundssyni stjórnarformannni KFÍA og Gunnlaugi Jónssyni þjálfara. Skagamenn fá ungan og öflugan leikmann Bandarísku leikmennirnir berjast um boltann í háloftunum. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Skallagrímur tapaði stórt Helga Hjördís Björgvinsdóttir Snæfelli í sókn í leiknum gegn Val. Ljósm. þe. Góð vika hjá Snæfellskonum Snæfell vann ÍR í tvíframlengdum leik Fimleikafólk frá Akranesi stendur sig vel Ánægðir klifurkrakkar að loknu skemmtilegu móti. Góð frammistaða klifurkrakka Staða Skagamanna versnar í körfuboltanum Víkingur með fullt hús stiga í Futsal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.