Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Horror og húmor í Hjálmakletti
Á föstudagskvöldið frumsýndi leik-
félagið SV1 í Menntaskóla Borg-
arfjarðar söngleikinn Rocky Horr-
or í leikstjórn Bjartmars Þórðar-
sonar. Verkið þekkja flestir, það var
frumsýnt á sviði árið 1973 og sett
á hvíta tjaldið í samnefndri kvik-
mynd tveimur árum síðar. Höfund-
urinn er Richard O’Brien og verkið
er nokkurs konar gamanleikur og
hryllingur í senn. Kvikmyndin hefur
öðlast sess sem stefnumótandi verk
og vinsældir söngleiksins á sviði eru
óumdeildar. Höfundurinn teflir hér
fram tveimur venjulegum nýtrúlof-
uðum unglingum, þeim Brad og Ja-
net. Þau lenda í óhappi á nóvem-
berkvöldi, bíllinn bilar og þau þurfa
að komast í síma. Næsta byggða ból
er kastali þar sem Dr. Frank N Fur-
ter ræður húsum. Hann kemur frá
plánetunni Transilvaníu og vinnur
að dularfullri vísindatilraun. Ekki
geta andstæðurnar verið meiri á
milli háttvísa unga parsins og íbúa
kastalans. Skemmst er frá að segja
að Brad og Janet verða ekki söm
eftir þetta kvöld.
Með helstu hlutverk fara þau
Stefnir Ægir Stefánsson, Rúnar
Gíslason, Ellen Geirsdóttir, Mar-
grét Vera Mánadóttir, Ísfold Rán
Grétarsdóttir, Jóna Jenný Kjartans-
dóttir Waage, Baldur Snær Orra-
son, Ágúst Þorkelsson og Samúel
Halldórsson.
Undiritaðri reiknast til að þetta
sé sjötta leikverkið sem sett er upp
í MB og fjölbreytnin hefur ver-
ið mikil. Í Rocky Horror verður
að segja leikstjóranum það til mik-
ils hróss hvernig valið er í hlutverk-
in. Leikararnir passa einstaklega vel
við persónurnar og þær verða hver
og ein eftirminnileg og sterk. Að
öðrum ólöstuðum skal hér sérstak-
lega minnst á frammistöðu Stefn-
is Ægis Stefánssonar í hlutverki
Frank N Further, þar er bæði leikur
og söngur framúrskarandi. Stefni
tekst að ná fram djúpri túlkun á
þessari nautnasjúku ráðvilltu pers-
ónu, þar er bæði kímni og harmur
á ferðinni auk virðingar fyrir við-
fangsefninu. Almennt náðu leikar-
ar að glæða persónurnar lífi og lit-
um og halda hlutverkinu allan tím-
ann og firringin nær í gegn. Hreyf-
ingar voru vel æfðar og salurinn
vel nýttur. Leikhljóð og ýmsar aðr-
ar aðferðir eru notaðar til að leysa
flókið ferli í einfaldri sviðsmynd.
Sögumaðurinn var góður, hann er
lykilmaður í verkinu og mikilvægt
að það sem hann segir heyrist vel
út í salinn. Gervin og förðunin eru
vel unnin og framsögn yfirleitt góð
sem er undirstöðuatriði sterkrar
upplifunar í leikhúsi. Hlátursrok-
ur í salnum voru margar og glað-
ir áhorfendur gengu út í nóvember-
nóttina að lokinni sýningu.
Það má óska leikhópnum, Bjart-
mari leikstjóra og forsvarsmönnum
MB til hamingju með þessa litríku
uppfærslu sem á örugglega eftir að
draga að marga áhorfendur. Það er
bara vissara að yfirfara bílinn sinn
vel áður en lagt er af stað, það get-
ur orðið örlagaríkt ef hann bilar á
leiðinni í leikhúsið.
Guðrún Jónsdóttir.
Jólaútvarp Óðals fm 101,3
Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 8. – 12. desember frá kl. 10:00 - 23:00 alla daga. Eins og undanfarin
ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir
verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu.
Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu, metið til einkunnar.
Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” föstudaginn 12. des. kl. 13.00.
Von er á góðum gestum í hljóðstofu þar sem málin verða rædd.
Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveitarstjórn og bæjarstjóri.
Mánudagur 8. des.
10:00 Ávarp útvarpsstjóra Þorgeir Þorsteinsson
10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur
12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Félagsstarfið 2014 Húsráð Óðals
14:00 Tónlist í gegnum tíðina Arna Jara, Bára og Inga Rósa
15:00 Tónlistin okkar Svava, Sólveig og Thelma
16:00 Enski boltinn Elvar og Guðjón Gíslason
17:00 Nemendafélag GBF Kleppjárnsreykjadeild
18:00 Tæknimenn sjá um jólatónlist
19:00 Tæknimenn sjá um jólatónlist
20:00 Súkkulaði Erla, Ása, Íris, Alexandra, Hrafnhildur og Margrét
21:00 Enginn vill missa af ´80´s tónlist Dagbjört, Steinunn og Guðrún
22:00 Lög sem gleymdust og áttu það skilið Alexandrea, Helga og Hafrún
23:00 Dagskrárlok
Þriðjudagur 9. des.
10:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur
12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn
14:00 Tölvuleikir Atli, Julian, Elvar, Viktor og Lára
15:00 Viðtöl tengd íþróttum Alexander G, Alexander V, Daníel og Hreiðar
16:00 Nemendafélag Laugargerðisskóla
17:00 Bubbi Morthens og Egó Ísólfur, Arnar Smári og Heimir Smári
18:00 Tæknimenn sjá um jólatónlist Tæknimenn
19:00 Tónlist unglinganna Dj óðals
20:00 Íþróttir Elís, Brynjar, Gunnar, Fannar, Óliver og Jóhanna
21:00 Viðtal við Viðar Sigurður, Hugi og Axel
22:00 Tónlist í áranna rás Snæþór Bjarki, Guðjón Helgi og Kristján
23:00 Dagskrárlok
Miðvikudagur 10. des.
10:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur
12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Létt jólatónlist
14:00 Jólaundirbúningur Bjarni, Sölvi, Ingvar og Sóley
15:00 Jólin í Póllandi Kuba
16:00 Tónlist úr Borgarfirði 1
17:00 Tónlist úr Borgarfirði 2
18:00 Nemendafélag GBF Varmalandsdeild
19:00 Tæknimenn sjá um jólatónlist
20:00 Sögur úr skólanum Leynifélagið
21:00 Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar
22:00 Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar
23:00 Dagskrárlok
Fimmtudagur 11. des.
10:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur
11:00 1. og 2. bekkur endurflu�r
12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn
14:00 Jól (í athugun) Arna Hrönn, Birta, Hugrún og Anton
15:00 Á rúntinum ári síðar Viðar, Þorgeir og Bjarni
16:00 Íslenski hesturinn Freyja og Rannveig
17:00 Þegar Trölli stal jólunum Aníta og Lára
18:00 Desperate housewifes Sigga og Gugga
19:00 Tæknimenn sjá um jólatónlist
20:00 Tölvunördarnir Þorkell, Gabríel og Hlynur
21:00 Rokk og jól / fyrir alla Siggi og Hlynur Björn
22:00 Finnland / Lettland / fyrir alla Þorgeir, Hafrún, Inga Lilja, Húni, Kristin Liga og Alexandrea
23:00 Dagskrárlok
Föstudagur 12. des.
10:00 3. og 4. bekkur endurflu�r
11:00 5. og 6. bekkur endurflu�r
12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Bæjarmálin í beinni Gestir í hljóðstofu í umsjón fréttastofu Óðals
14:00 Létt jólatónlist Tæknimenn
15:00 Uppskriftahorn bakarans
16:00 Bekkjarþáttur endurfluttur 7. bekkur
17:00 Jólatónlist Tæknimenn
18:00 Jólatónlist Tæknimenn
19:00 Hátíðarkvöldverður Tæknimenn
20:00 Viðtöl og verðlaunaafhending Tæknimenn
21:00 Jólaball Tæknimenn
22:00 Jólaball Tæknimenn
23:00 Dagskrárlok árið 2014 Tæknimenn
Auðvitað minnum við alla á okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar sem enginn má missa af.
Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum sem styrktu okkur með kaupum á
auglýsingu, án þeirra væri þetta ekki hægt.
Gleðileg jól
Einnig er jólaútvarpið á netinu slóðin er www.grunnborg.is
Hér er fagnað í frumsýningarlok. Ásdís Jónsdóttir færir leikstjóra blómvönd fyrir hönd hópsins.
Stjarna kvöldsins var Stefnir Ægir
Stefánsson í hlutverki Frank N Further.
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna