Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Vilja mynda samstarfsvettvang um Grundartangasvæðið Á föstudaginn síðasta var undirrit- uð viljayfirlýsing Faxaflóahafna og sveitarfélaga í grennd við Grundar- tangasvæðið um að stofna til víðtæks samstarf til framtíðar. Þetta samstarf mun lúta að umhverfismálum, mót- un framtíðarsýnar, upplýsinga um lýðfræði og aðrar tölfræðilegar upp- lýsingar, forgangsröðun á valkostum fyrir framleiðslu- og þjónustufyrir- tæki á svæðinu auk þess að veita upp- lýsingar um Grundartangasvæðið. Miðað er við að þetta samstarf verði ráðgefandi fyrir Hvalfjarðarsveit sem fer með skipulagsvald á Grund- artanga. Þar á meðal er forgangs- röðun um hvers konar starfsemi henti sem viðbót við þá sem þegar er fyrir á svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á umhverfisleg gildi. Samstarf- ið á einnig að kynna svæðið sem val- kost fyrir þá starfsemi sem aðilar telji heppilegt að fá þangað. Á að styrkja ímynd Grundartanga Aðilar að viljayfirlýsingunni sem undirrituð var af fulltrúum þeirra á föstudag eru Hvalfjarðarsveit, Akra- neskaupstaður, Reykjavíkurborg, Borgarbyggð, Skorradalshrepp- ur, Kjósarhreppur og Faxaflóahafn- ir. Til stendur að leita til fyrirtækja á Grundartanga, háskóla, framhalds- skóla og rannsóknastofnana um að leggja þessu samstarfi lið. „Þetta er auðvitað hluti af því verkefni að styrkja ímynd Grundartanga með því að búa til þennan samsarfsvett- vang. Sigursteinn Sigurðsson arki- tekt í Borgarnesi hefur undanfarið unnið að því að útbúa tillögur um græna iðngarða á Grundartanga. „Væntanlegur samstarfsvettvangur sem við myndum hér í dag fær þá vinnu í arf. Þetta er stór dagur, hér er búið að stíga fyrsta skrefið,“ sagði Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þegar viljayfirlýsingin hafði verið undirrituð í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarveitar. Vilja veita aðhald Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna benti á að samstarf væri í sjálfu sér þekkt hjá sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðar og við Reykja- vík þegar Grundartangi væri annars vegar. „Mér finnst hins vegar mjög ánægjulegt að fá Kjósarhrepp inn í þetta. Það hefur verið rætt á liðnum árum að reyna að koma á samstarfi og mjög ánægjulegt að það hefur tekist. Menn þurfa ekki alltaf endi- lega að vera sammála en það er mjög mikilvægt að fara heiðarlega í gegn- um umræðuna. Þetta er mjög farsælt skref sem hér er stigið.“ Guðmundur H. Davíðsson odd- viti Kjósarhrepps undirritaði viljayf- irlýsinguna fyrir hönd síns sveitarfé- lags. „Við komum ekki endilega inn í þetta sem „jábræður.“ Það er þó mik- ilvægt að vera með og reyna að hafa áhrif á hvað verið er að gera. Þessi þróun er jákvæð en þarf ekki að fela í sér meiri stóriðjustefnu. Við vilj- um standa vörð um lífrænan land- búnað í Kjósinni. Á sama tíma erum við meðvituð um að við getum ekki haldið uppi gagnrýni á mengun því þá erum við svolítið að skjóta okkur í fótinn og viðurkenna að vörur okk- ar séu ekki nægilega góðar. Nú er búið að kynna fyrir okkur hjá Kjós- arhreppi fyrirætlanir varðandi starf- semi í Hvammsvík. Þar er verið að horfa á uppbygginu á töluverðri ferðaþjónustu með vistvænni hótel- byggingu þar sem gestir stunda vist- væna útivist. Þeir aðilar velta fyrir sér hvernig framtíðin verði handan fjarðar á Grundartanga. Við gátum bara svarað því að þar sé fyrir hendi ákveðið skipulag en setjum ákveðna varnagla við það. Að sjálfsögðu mun- um við halda áfram að fylgjast með því hvað er að gerast þarna og halda mönnum á tánum. Við teljum það okkar hlutverk en fögnum jafnframt að vera í því samstarfi sem þessi vilja- yfirlýsing gefur til kynna.“ Meira traust en áður Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs Akraness ítrekaði að íbúar á Akranesi hafi sömu hagsmuni og íbúar Hval- fjarðarsveitar varðandi það að um- hverfismálin séu í lagi á Grundar- tanga. „Þessi samráðsvettvangur lof- ar mjög góðu. Það hefur verið tor- tryggni á milli aðila, kannski vegna þess að menn hafa ekki haft vettvang til að tala saman. Hið sama má segja um fyrirtækin sem eiga hagsmuni á svæðinu. Þau þurfa líka að hafa að- gang að svona vettvangi.“ Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness tók undir þetta. „Það var reynt mikið á síðasta kjörtímabili að koma á fót eins konar samvinnu- eða þróunarfélagi á milli Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaup- staðar. Því miður tókst það ekki. Nú upplifi ég hins vegar meira traust á milli sveitarfélaganna á þessu svæði heldur en ég hef gert til þessa á mín- um tíma sem bæjarstjóri Akraness.“ Væntingar bundnar við Grundartanga Við undirritun viljayfirlýsingarinn- ar var ljóst að miklar væntingar eru bundnar við frekari uppbyggingu á Hvalfjarðarsvæðinu. Þess má þegar sjá merki í aukinni bjartsýni norð- an fjarðar. Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar ítrekaði þetta. „Atvinnusvæðið kringum Grundartanga er orðið ansi stórt. Það teygir sig alla leið vestur á Snæfellsnes. Hjá okkur í Borgar- byggð er það orðið mjög mikilvægt. Í gær urðu þau tímamót hjá byggð- arráði Borgarbyggðar að við vorum að samþykkja úthlutanir á tveimur lóðum undir fjölbýlishús. Þetta hef- ur ekki gerst síðan 2008. Umræðan um frekari uppbyggingu á Grundar- tanga hefur skipt sköpum varðandi þetta. Við eigum að horfa björtum augum fram á við og gera það í sam- einingu.“ „Þetta er allt eitt atvinnusvæði og stefnir í jákvæða átt. Þessi vettvang- ur sem við erum að skapa núna get- ur orðið þungamiðja þess sem við erum að skapa inn í framtíðina. Það er af hinu góða að menn talist við og hafi samband hver við annan. Við í Skorradal viljum gjarnan taka þátt, fylgjast með og vita hvað er að ger- ast,“ sagði Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps. Hvalfjarðarsveit býður fram vinnuaðstöðu Björn Blöndal formaður borgar- ráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum skrifaði undir vilja- yfirlýsinguna fyrir hönd borgarinn- ar. „Það eru hagsmunir á Grundar- tanga sem skipta Reykjavíkurborg miklu máli. Það er dýrmætt að geta verið í sambandi við önnur sveitar- félög vegna þessa. Þarna fara saman hagsmunir okkar allra. Mér finnst mjög mikilvægt að umhverfismál- in verði sett í forgrunn á Grundar- tanga.“ Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar lýsti ánægju með viljayfirlýsinguna. „Við í Hval- fjarðarsveit fögnum þessu. Það er ánægjulegt að bæði Reykjavíkurborg og Kjósarhreppur skuli nú koma að þessum vettvangi. Þetta styrkir okk- ur í þeirri vinnu sem er framundan. Það er einhugur hjá okkur í Hval- fjarðarsveit að taka þátt í þessu af fullum þunga. Við erum reiðubúin að leggja fram starfsaðstöðu hér í stjórnsýsluhúsinu ef það yrði mögu- lega ráðinn starfsmaður fyrir þenn- an samstarfsvettvang um lengri eða skemmri tíma. Við viljum að- stoða við þetta á alla lund með þeirri stjórnsýslu sem hér er.“ Stefnt er að því að samstarfsvett- vangurinn hefji störf um áramót. mþh Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps flytur ávarp við undirritun viljayfir- lýsingarinnar. Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs Akraness hlýða á mál hans í bakgrunni. Kjörnir fulltrúar og embættismenn þeirra sveitarfélaga og samtaka sem komu að gerð viljayfirlýsingarinnar þegar hún var undirrituð í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðar- sveitar á föstudag. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkur, Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness skrifa undir viljayfirlýsinguna. Kristín Soffía Jónsdóttir formaður stjórnar Faxaflóahafna, Gísli Gíslason hafnar- stjóri, Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkur og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs Akraness. Hvalfjarðarsveit fer með skipulagsvaldið á Grundartanga. Hér eru þeir Daníel Ottesen sveitarstjórnarfulltrúi og Skúli Þórðarson sveitarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.