Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Stykkishólmur
áfram – Skaga-
menn næst
ÚTSVAR: Lið Stykkis-
hólms hafði betur gegn liði
Ísafjarðarbæjar í Útsvari
föstudagskvöldið 21. nóvem-
ber, með 56 stigum gegn 40.
Keppnin var jöfn og spenn-
andi framan af en lið Stykk-
ishólms sigldi fram úr í flok-
kaspurningunum og hélt
forystunni til enda. Í liði
Stykkishólms eru Anna Mel-
steð, Magnús A Sigurðsson
og Róbert Arnar Stefánsson.
Þetta er í fyrsta sinn Stykk-
ishólmur keppir í Útsvari og
stimplaði sig inn með sigri
gegn Ísafjarðarbæ sem oft
hefur staðið sig vel í keppn-
inni. Stykkishólmur er ann-
að liðið af Vesturlandi sem
kemst áfram í 16-liða úrslit.
Það gerði einnig lið Borgar-
byggðar fyrr í haust. Þá er
aðeins Akranes Vesturlands-
liða eftir að keppa í fyrstu
umferð. Sú viðureign verð-
ur næstkomandi föstudag, 5.
desember, þegar Skagamenn
mæta Seltjarnarnesi.
-þá
Golfmótið er
í júlí
AKRANES: Í frétt í síðasta
blaði um Íslandsmót í högg-
leik í golfi sem fram fer á
Garðavelli á Akranesi næsta
sumar, var röng dagsetn-
ing á mótinu. Mótið verð-
ur 23.-25. júlí en ekki í júní
eins og missagt var í frétt-
inni. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum um
leið og það er tilgreint að
næsta sumar verða ellefu ár
frá því að seinast fór fram á
Garðavelli stærsta golfmót-
ið sem Íslandsmótið í högg-
leik er. Það var sumarið 2004
en mótið næsta sumar verð-
ur haldið í tilefni 50 ára af-
mælis Golfklúbbsins Leynis
eins og fram kom í umræddri
frétt.
-þá
Aðventusamkomur og aðventustundir
eru haldnar víða þessa dagana, einkum
í kirkjunum og á leikskólunum. Vegna
veðurs var nokkrum aðventusamkom-
um frestað, sem vera áttu fyrsta sunnu-
dag í aðventu. Fólki er bent á að fylgj-
ast með tilkynningum um breytta
tímasetningu þeirra.
Næstu dagana er spáð umhleypingum
og yfirleitt fremur svölu veðri. Áttirnar
sveiflast frá sunnan og suðvestan yfir í
norðvestlægar- og norðanáttir. Sunn-
anáttunum fylgja rigning, slydda eða
él á sunnan- og vestanverðu landinu
og þá uppstyttur fyrir norðan og aust-
an og öfugt í norðanáttunum. Þessum
upphleypingum fylgir að hitinn sveifl-
ast frá tíu gráðu frosti upp í álíka hita-
tölur. Á laugardag er spáð suðvestan
éljagangi, en léttir til NA- og A-lands.
Frost víða 0 til 5 stig. Á sunnudag er út-
lit fyrir norðvestan- eða vestanátt með
éljum. Kalt í veðri og áfram verður svalt
eftir helgi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Er óskað mjúkra eða harðra
pakka?“ Flestir svarenda viðhafa eng-
ar óskir, eða 45%, „bæði“ völdu 25,74%,
„harðra pakka“ 16,34% og „mjúkra“
12,87%.
Í þessari viku er spurt:
Er nægjanlega spornað við fátækt
í landinu?
Í næstu viku fara jólasveinar að búa sig
undir annríkið sem framundan er. Vest-
lenskir jólasveinar eru þar engin und-
antekning. Skessuhorn sendir þeim
hlýjar kveðjur og stuðning um vel-
gengni.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
ÍSLENSK HÖNNUN
Í JÓLAPAKKANN MINN
V ö r u l í n a n F j ö l s k y l d a n m í n . Þ ý s k g æ ð a v a r a á g ó ð u v e r ð i .
H ö n n u ð a f I n g i b j ö r g u H ö n n u o g D a g n ý j u K r i s t j á n s d ó t t u r .
LIVING ICELAND www.livingiceland.is
SÖLUSTAÐ IR :
@home
S t i l l h o l t i 1 6 - 1 8 , A k r a n e s i
L andnámsse t u r Í s l a n d s
B r á k a r b r a u t 1 3 - 1 5 , B o r g a r n e s i
Gu l l a u g a
H a f n a r s t r æ t i 4 , Í s a f i r ð i
G j a f a k o r t G l ö s S e r v í e t t u r
Pétur Jóhanns-
son í Ólafsvík læt-
ur senn af störf-
um fyrir VÍS sök-
um aldurs. Tek-
ur Jóhann son-
ur hans við kefl-
inu í Snæfellsbæ
1. mars á næsta
ári. „Óverulegar
breytingar verða
á starfseminni sem áfram verður
til húsa að Ólafsbraut 34 og af-
greiðslutími frá 8:30-16:30 eftir
sem áður,“ segir í tilkynningu frá
VÍS.
„Það er ánægjulegt að Jóhann
hafi verið reiðubúinn að feta í fót-
spor föður síns. Hann hefur góðan
grunn til að gegna þessu hlutverki
og við hlökkum til samstarfsins.
Um leið þökkum við Pétri kær-
lega fyrir vel unnin störf undan-
farin 16 ár og óskum honum vel-
farnaðar,“ segir Jón Gunnlaugs-
son umdæmisstjóri VÍS á Vestur-
landi.
„Ég hef fengið nasaþefinn af
tryggingastarfseminni hjá pabba.
Stefnan er að halda áfram því
góða starfi sem unnið hefur verið
og reyna að gera enn betur,“ segir
Jóhann glaðbeittur og hlakkar til
að þjóna íbúum Snæfellsbæjar fyr-
ir hönd VÍS á nýju ári.
-fréttatilkynning
Í fjárlagafrumvarpinu eins og það
lítur út fyrir aðra umræðu á Alþingi
er bætt við peningum í ýmsa mála-
flokka. Þar á meðal 55 milljónum til
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri sem eyrnamerkt er rannsókna-
starfi. Sú fjárhæð er til viðbótar 17,9
milljónum í aukið rekstrarframlag
til skólans sem áður var fyrir í frum-
varpinu. „Þetta eru mjög ánægjuleg
tíðindi og vonandi marka þau upp-
hafið að því að Landbúnaðarhá-
skólinn er í sókn að nýju og byggt
verði á þeim góða grunni sem fyr-
ir er hjá skólanum. Mér finnst
þessi ákvörðun sýna að menn ætli
að standa vörð um Hvanneyri og
vekur vonandi áhuga fólks fyrir að
sækja um rektorsstöðuna sem aug-
lýst var fyrir skömmu,“ segir Björk
Bjarki Þorsteinsson sveitarstjórn-
armaður í Borgarbyggð. Bjarki er
fulltrúi sveitarfélagsins í hópi sem
hefur látið sig varða málefni Land-
búnaðarháskólans, en að þeim hópi
koma ýmsir hagsmunaaðilar svo
sem Bændasamtökin í landinu.
Björn Bjarki segist mjög ánægð-
ur með þá samstöðu sem ríkt hef-
ur meðal aðila í héraði og fleiri,
þar á meðal þingmanna kjördæm-
isins, um málefni Landbúnaðarhá-
skólans. Hún hafi greinilega skil-
að árangri. Hann segir vonandi að
augu ráðamanna þjóðarinnar hafi
líka að opnast fyrir því að efla skól-
ann frekar, meðal annars með sölu
jarða og eigna sem skólinn hefur
ekki lengur þörf fyrir. „Við bent-
um á það sem mögulega leið og nú
þegar menn eru að ræða um sölu
eigna hjá Ríkisútvarpinu og fleirum
úr eignasafni ríkisins, þá finnst okk-
ur koma til greina sala eigna Land-
búnaðarháskólans sem hann hefur
ekki þörf fyrir og ber kostnað af í
dag,“ segir Björn Bjarki.
Fagna auknu fjármagni
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar sl. mánudag var svohljóð-
andi ályktun samþykkt: „Sveitar-
stjórn Borgarbyggðar lýsir yfir
mikilli ánægju með þær tillögur
um aukin fjárframlög til Landbún-
aðarháskóla Íslands af hálfu ríkis-
valdsins sem kynntar hafa verið.
Mikilvægt er að tryggja rekstrar-
grundvöll skólans og efla enn frek-
ar faglegt starf hans sem átt hef-
ur undir högg að sækja vegna fjár-
skorts undanfarin ár. Landbúnað-
arháskólinn er mikilvæg mennta-
stofnun fyrir landið allt en ekki síð-
ur mikilvægur samfélaginu í Borg-
arbyggð þar sem fjöldi fólks býr
og starfar á Hvanneyri þar sem
að skólinn er og hefur verið kjöl-
festan í búsetunni. Sveitarstjórn
Borgarbyggðar lítur á þessa aukn-
ingu fjárframlaga sem mikilvægan
áfanga í að verja Landbúnaðarhá-
skólann sem sjálfstæða mennta-
stofnun og fagnar því sérstaklega
að stjórnvöld hafi sýnt málefnum
Landbúnaðarháskólans skilning
við núverandi aðstæður. Samstaða
heimamanna, Bændasamtaka Ís-
lands og þingmanna kjördæmisins
hefur verið til mikillar fyrirmyndar
í þessu máli og mun vara áfram til
eflingar skóla- og rannsóknarstarfs
á Hvanneyri. Það er von okkar að
hækkun á fjárveitingum til skólans
verði til þess að öflugir einstakling-
ar sækist eftir starfi rektors skólans
en það starf er laust til umsóknar
um þessar mundir.“ þá
Verulegar breytingar eru fyrir-
hugaðar í yfirstjórn Borgarbyggð-
ar. Spara þarf í rekstri sveitarsjóðs
m.a. til að uppfylla lagaskyldur
um samanlagða jákvæða rekstr-
arafkomu sveitarsjóðs á þriggja
ára tímabili. Meðal aðgerða sem
ákveðið hefur verið að ráðast í
er að störfum sviðsstjóra verð-
ur fækkað, uppsagnir verða inn-
an ráðhúss, tilfærslur á störfum
og víðtæk endurskipulagning. Að
sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur
sveitarstjóra hefur verið rætt við
starfsfólk til að boða þær breyt-
ingar sem fyrirhugaðar eru. Engar
uppsagnir starfsfólks voru um ný-
liðin mánaðamót en boðað að þær
verði í lok þessa mánaðar. Breyt-
ingar sem farið verður í fela m.a. í
sér að sviðsstjórum verður fækkað
úr fjórum í tvo, ráðnir verði nýir
sviðsstjórar yfir annarsvegar um-
hverfis- og skipulagssvið og hins-
vegar stjórnsýslu- og fjölskyldu-
svið. Auglýst verður í bæði störf-
in. Þá er einnig um að ræða end-
urskipulagningu og tilfærslur á
verkefnum til að auka skilvirkni
starfa. Megináherslan er að ná
fram markmiði um betri nýtingu
fjármuna. Ljóst er að a.m.k. fjórir
starfsmenn í ráðhúsi sveitarfélags-
ins missa vinnuna og einhverjir
færast í önnur verkefni.
Í bókun byggðarráðs frá fundi
þess í síðustu viku segir að sveitar-
stjóri hafi kynnt tillögur Garðars
Jónssonar hjá R3 Ráðgjöf um end-
urskoðun á stjórnskipulagi Borg-
arbyggðar þar sem gert er ráð fyrir
aukinni hagræðingu og skilvirkni.
Tillaga var gerð um breytingar á
störfum með umbótum á ábyrgð
og verkaskiptingu starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti tillögurn-
ar og fól Kolfinnu Jóhannesdóttur
sveitarstjóra að framfylgja þeim.
Sveitarstjóra var jafnframt falið að
boða til aukafundar í sveitarstjórn
og fór hann fram á mánudaginn.
Þar var afgreidd tillaga um endur-
skoðun á stjórnskipulagi.
mm
Breytingar hjá VÍS í Snæfellsbæ
Jóhann
Pétursson.
Gert ráð fyrir 55 milljóna króna
viðbót til LbhÍ á fjárlögum
Stefnt að sparnaði í yfirstjórn Borgarbyggðar