Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 17. árg. 3. desember 2014 - kr. 600 í lausasölu
VELKOMIN Í SPARILAND
Bíbí, Blaki og Ari búa í Sparilandi, sem er
nýja krakkaþjónustan okkar.
Kíktu á arionbanki.is/Spariland og athugaðu
hvernig þú getur fengið sparibauk.
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Lúsina burt!
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Systurnar frá Einarsnesi
Laugardagur 6. desember kl. 21:00
Þín eigin þjóðsaga á Sögulofti
Miðvikudagur 10. des. kl. 17:30
Upplestur fyrir börn og fullorðna
Ókeypis aðgangur
Garðar Cortes & Robert Sund
Fimmtudagur 11. des. kl. 20:30
Kristjana og Svavar Knútur á Sögulofti
Fimmtudagur 18. des. kl. 20:00
KK & Ellen á Sögulofti
Föstudagur 19. des. kl. 20:30
Alla föstudaga í desember
Jólalegt hádegishlaðborð
Skata í hádegi á Þorláksmessu
Borðapantanir í síma 437-1600 og
landnam@landnam.is
Gleðilega aðventu !
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Skagamenn tendruðu ljósin á jólatré sínu á Akratorgi síðastliðinn laugardag. Prýðilegt veður og mikill mannfjöldi einkenndi samkomuna á nýuppgerðu torginu. Hér eru
börn í skólakór Grundaskóla að syngja undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Sjá nánar myndir frá samkomunni inni í blaðinu. Ljósm. mm.
Afgreiðslu skipulags frestað
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
frestaði á fundi sínum þriðjudag-
inn 25. nóvember sl. afgreiðslu
breytinga á deiliskipulagi aust-
ursvæðis við Grundartanga og
breyttri landnotkun. Skúli Þórð-
arson sveitarstjóri segir að málið
sé stórt og fulltrúar í sveitarstjórn
vilji skoða nokkur atriði betur áður
en til afgreiðslu á skipulaginu kem-
ur. Skúli sagði í samtali við Skessu-
horn að aukafundur sveitarstjórn-
ar út af skipulagsmálunum verði
á morgun, fimmtudag. Um er að
ræða skipulag vegna lands í Kata-
nesi þar sem áformað er að sólar-
kísilverksmiðja Silicor rísi. Fjór-
tán athugasemdirnar við skipulag-
ið bárust frá ellefu aðilum og voru
þær af ýmsum toga. Athugasemd-
irnar voru margar hverjar allviða-
miklar og komu fram í fundar-
boði tillögur um hvernig sveitar-
stjórn myndi svara þeim. Niður-
staða fundarins var sem sagt sú að
nokkur atriði þyrfti að skoða betur
og ætti framhaldið að skýrast eftir
fundinn á morgun. þá
Grundartangasvæðið, svæðið innan gulu línunnar, er umrætt svæði í Katanesi þar
sem áformað er að verksmiðja Silicor rísi.
Fyrstu fjölbýlishúsalóðunum
úthlutað eftir hrun
Byggðarráð Borgarbyggð-
ar samþykkti á fundi sín-
um á fimmtudag í síðustu
viku umsókn um úthlut-
un tveggja byggingalóða
fyrir fjölbýlishús í Borg-
arnesi. Lóðirnar eru aust-
ast í bænum, á Birkikletti 2
og Arnarkletti 28. Sú fyrr-
nefnda er 1.330 fermetrar
og þar er heimilt að reisa
allt að sex íbúða fjölbýli
sem alls yrði þá þrjár hæðir
með kjallara. Lóðin á Arn-
arkletti 28 er 1.553 fer-
metrar. Gert er ráð fyrir
að fjölbýlishúsið þar verði
svipað að stærð og á Birki-
kletti 2. Það er bygginga-
fyrirtækið SÓ húsbygging-
ar í Borgarbyggð sem hef-
ur fengið lóðunum úthlut-
að. Þetta eru fyrstu lóðaút-
hlutanir undir fjölbýlishús
í Borgarbyggð frá því fyrir
bankahrunið 2008.
mþh
Loftmynd sem sýnir staðsetningu nýrra bygg-
ingalóða austast í Borgarnesi. Lausar lóðir eru
sýndar með gulum lit.