Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 12

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 12
RITSTJÓRNARGREINAR / HORMÓNAMEÐFERÐ annars staðar (6). í flestum löndum hafa ráðlegging- ar verið endurskoðaðar og mælt með að dregið verði úr langtímameðferð með hormónum. Mjög misjafnt er hve langt er gengið í þeirri endurskoðun, en flestir mæla með að SSHM eigi ekki að nota lengur en í fimm ár og þá með lægstu mögulegu skömmtum. WHI-rannsóknin skilur eftir margar spurningar um hormónameðferð sem gerir að verkurn að setja verð- ur vissa fyrirvara áður en dregnar verða of víðtækar ályktanir um alla hormónameðferð. Deila má um hvort samsetningin sem notuð var í HERS- og WHI- rannsóknunum sé verri eða skammtarnir hærri, en í samsvarandi hormónum sem notuð eru annars stað- ar, en allur slíkur samanburður er erfiður. í Evrópu og á Norðurlöndum er notað hreint estradíól í stað samtengdra estrógena og önnur prógestín en MPA. Bent hefur verið á að með samtengdum estrógenum (sem samanstanda að mestu af svokölluðum estrón- afbrigðum og allt að 200 öðrum hormónaafbrigðum) sé frekar um lyfjameðferð en uppbótarmeðferð að ræða þar eð engin kona þjáist af „Premarín“-skorti. Hugsanlegt er einnig að önnur form hormóna, eins og húðplástrar og hlaup eða forðatöflur, hafi önnur áhrif. Um þetta vantar upplýsingar og til að fá svör við því þyrfti nýjar stórar slembivalsrannsóknir sem ekki er vitað til að séu á dagskrá. Að áliti Valerie Beral og félaga sem skrifuðu nýlega yfirlitsgrein í Lancet (7) má þó ennþá styðjast við aðferðir faralds- fræðilegra rannsókna séu niðurstöður túlkaðar af varfærni. I því sambandi benda þau á að WHI-rann- sóknin staðfesti í stórum dráttum margt sem áður var komið fram í tilfellaviðmiða rannsóknum. A Islandi hefur aukning á notkun hormóna síð- ustu áratugi verið svipuð og í öðrum vestrænum löndum. Rannsókn sem gerð var á gögnum Leitar- stöðvar Krabbameinsfélags íslands leiddi í ljós að árið 1996 höfðu meira en helmingur allra kvenna eldri en 50 ára tekið tíðahvarfahormón. Flestar kvenn- anna tóku hormón í eitt til tvö ár en innan við þriðj- ungur þeirra sem höfðu byrjað (um 15% af öllum konum) tóku hormón lengur en fimm ár. Lengsta hormónatakan var hjá þeim konum sem tóku ein- göngu estrógen. Pað er því óvíst að margar íslenskar konur hafi tekið samsett hormón það lengi að skaði hafi hlotist af. Niðurstöður WHI-rannsóknarinnar voru afger- andi, en ekki má gleyma því að þær gefa eingöngu vísbendingu um áhrifin af ákveðinni estrógen- og prógestín-samsetningu sem gefin er samfellt. Pessi samsetning er ekki notuð á íslandi. Margir telja þó að gera verði ráð fyrir því að áhrifin séu svipuð af þeim samsettu hormónum sem hér eru notuð. Óvíst er hvort niðurstöðumar eigi við um kaflaskipta horm- ónameðferð og varla er tilefni til að breyta um með- ferð hjá þeim konum sem taka eingöngu estrógen. Leggja ber áherslu á að áhættuaukningin sem fannst í WHI-rannsókninni var lítil og því er ekki ástæða til að konur verði gripnar fáti og hætti skyndi- lega hormónameðferð sem gæti verið þeim gagnleg. Við þá endurskoðun sem gera þarf á hormónameð- ferð kvenna á breytingaskeiði er ennþá mikilvægara en áður að upplýsingar og ráðgjöf séu veitt þannig að ákvörðun um að hefja, hætta eða breyta meðferð séu byggðar á forsendum sem taka mið af einkennum og heilsufarssögu hverrar konu. Heimildir 1. Grodstein F, Stampfer MJ, Colditz GA, Willet WC, Manson JE, Joffe M, et al. Postmenopausal hormone therapy and mortality. N Engl J Med 1997; 336:1769-75. 2. Brinton LA, Schairer C. Postmenopausal hormone-replace- ment therapy - time for a reappraisal? N Engl J Med 1997; 336:1821-2. 3. Hulley S, Grady D, Bush T, Furberg C, Herrington D. Riggs B, et al. Randomized trial of estrogen plus progestin for secon- dary prevention of coronary heart disease in postmenopausal women. JAMA 1998; 280: 605-13. 4. Grady D, Herrington D, Bittner V, Blumenthal R, Davidson M, Hlatky M, et al. Cardiovascular disease outcomes during 6.8 years of hormone therapy. Heart and Estrogen/progestin Re- placement Study follow-up (HERS II). JAMA 2002; 288:49-57. 5. Writing Group for the Women's Health Initiative Investi- gators. Risks and Benefits of Estrogen plus Progestin in Healthy Postmenopausal Women. JAMA 2002; 288: 321-33. 6. Fletcher SW, Colditz GA. Failure of estrogen plus progestin therapy for prevention. JAMA 2002; 288: 366-8. 7. Beral V, Banks E, Reeves G. Evidence from randomised trials on the long-term effects of hormone replacement therapy. Lancet 2002; 360: 942-4. 804 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.