Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 16

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 16
FRÆÐIGREINAR / HENOCH-SCHÖNLEIN PURPURA Mynd 1. Aldursdreifing sjúklinga sem greindir voru með Henoch-Schönlein purpura á Landspílala 1984-2000. Mynd 2. Dreifing tilfella af Henoch-Schönlein purpura milli ára á Landspítala 1984- Henoch-Schönlein purpura getur komið fram vikum eða jafnvel mánuðum eftir íhverjum mánuði á fyrstu einkenni HSP og er eina einkennið sem getur Landspítala 1984-2000. orðið langvarandi ásamt hækkuðum blóðþrýstingi (2, 5-7). Nálægt því 30-50% sjúklinga hafa viðvarandi blóð- eða prótínmigu og um 1% fá endastigs nýrna- bilun (5,8,9). Orsakir HSP eru óþekktar þó sjálfnæmisviðbrögð Tafla 1. Einkenni síöustu daga fyrir innlögn hjá börn- um með Henoch-Schönlein ouroura. Einkenni önnur en bara útbrot - samtals 80,2% Hálssærindi/Hálsbólga/Kvef/Slappleiki 45,5% Kviðverkir/Niöurgangur/Uppköst 38,6% Liðverkir 8,9% eftir sýkingu séu likleg. Oft er saga um sýkingu í efri öndunarfærum (10). Tilgátur eru um að fleiri tilfelli af HSP komi fram á vetrar- og haustmánuðum sam- anborið við vor- og sumarmánuði (10,11) sem aftur má rekja til tengsla við smitsjúkdóma. Meinmyndun HSP er eingöngu þekkt að hluta til. Talið er að fléttur prótína úr ónæmiskerfinu hafi áhrif á framgang sjúkdómsins. Fléttur, aðallega myndaðir af fjölliða IgAl (polymeric IgAl), finnast í sýnum úr húð, meltingarvegi og gaukulháræðum (glomerular capillaries) (6). Margt er þó enn óskýrt varðandi sjúk- dóminn. Þekking á HSP á íslandi er af skornum skammti. Mikilvægt er að vita faraldsfræði sjúkdómsins hér í samanburði við önnur lönd og jafnframt að þekkja tíðni einstakra einkenna og fylgikvilla. M er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir mögulegum lang- tímaáhrifum HSP á sjúklingana, meðal annars með tilliti til nýrnasjúkdóms og hækkaðs blóðþrýstings síðar á ævinni eða á meðgöngu. I rannsókninni var einnig reynt að meta árstíðasveiflur á tíðni HSP og niðurstöðurnar skoðaðar með hliðsjón af tíðni þekktra sýkingavalda. Sjúklingar og aöferöir Til rannsóknar voru valdir sjúklingar, 16 ára og yngri, sem greinst höfðu með HSP og lágu á Barnaspítala Hringsins eða á barnadeild Landspítala Fossvogi (áður barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og barna- deild Landakots), á árunum 1984-2000. Rannsóknin var afturvirk og voru allar upplýsingar um sjúklinga fengnar úr sjúkraskrám en upplýsingar um faralds- fræði smitsjúkdóma frá embætti sóttvarnarlæknis. Aflað var upplýsinga um aldur sjúklinga við grein- ingu, kyn og í hvaða mánuði sjúkdómurinn greindist, sjúkdómseinkenni og mælinga- og rannsóknarniður- stöður. Við túlkun á niðurstöðum blóðrannsókna og þvagrannsókna var notast við viðmiðunargildi Land- spítala eða þekkta staðla fyrir börn (12). Við mat á blóðþrýstingsmælingum var notast við aldurstöðluð viðmið (12). Háþrýstingur var skilgreindur sem tvær eða fleiri mælingar sem voru meira en tveimur staðal- frávikum yfir meðaltali fyrir aldur og kyn. Nýrna- bólga var flokkuð með hefðbundnum hætti í eftirfar- andi flokka. Flokkur 1: Smásæ blóðmiga með lág- marks prótínmigu. Flokkur 2: Smásæ eða augsæ blóðmiga með mikilli prótínmigu. Flokkur 3: Brátt nýrnabólguheilkenni (nephritic syndrome). Flokkur 808 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.