Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 69

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 69
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 109 Hormónameðferð kvenna í tilefni af umræðu um kosti og galla hormóna- meðferðar um miðjan júlí og aftur nú síðastliðnar vikur þykir rétt að benda á að síðustu tíu árin hefur orðið tvöföldun á notkun lyfja í þessum flokki. Niður- stöður úr stórri tvíblindaðri slembaðri rannsókn lágu fyrir í júlí 2002 og benda til þess að ákveðin hormóna- samsetning (samfelld samsett meðferð) geti verið vara- samari en áður var talið. Þetta leiddi til þess að 10. október síðastliðinn var sent dreifibréf með tilmælum frá landlækni til allra lækna (sjá nánar á www. landlaeknir.is) Þeim sem vilja lesa meira um efnið er einnig bent á frétt á vef landlæknis frá 15. júlí 2002. í línuritinu er gerð tilraun til að nálgast eitthvað hugmynd um hversu víðtæk hormónameðferð af þessu tagi er með því að umreikna dagskammtatölur yfir á konur eldri en 40 ára. Útkoman er sú að yfir 30% þeirra eru nú í hormónameðferð að staðaldri. Hugsanlega hefði verið réttara að rniða við 45 eða 50 ára aldur og verður hlutfallið þá enn hærra. Rauða línan táknar G03C östrógen, en þar eru á ferð 12 mis- munandi sérlyf sem innihalda estradíól með mark- aðsleyfi og eitt sem inniheldur estríól. Mest notuðu formin eru forðaplástrar og töflur. Brúna línan, G03D prógestógen, eru lyfin medroxýprógesterón, noretísterón og tíbólón. Aukningin þar síðustu árin er aðallega í lyfinu tíbólón. Bláa línan, G03F pró- gestógen og östrógen, eru samsetningarnar noretí- sterón/östrógen og kaflaskipt lyf með levónorgestrel/ östrógen og noretítsterón/östrógen. Eggert Sigfússon Höfundur er deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Ráölagðir dagskammtar Notkun hormónalyfja á 1000 konur 40 ára og eldri Læknablaðið 2002/88 861

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.