Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 7

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 7
RITSTJÓRNARGREINAR Öndunarmælingar í heilsugæslu — tækifæri og takmarkanir Almennt er viðurkennt að öndunarmælingar (e. spirometry) eigi að fara fram á heilsugæslu- stöðvum. Þar eru þær notaðar til greiningar og til að fylgjast með framvindu og meðferð sjúkdóma í öndunarfærum og lungum. Óeðlileg öndunar- mæling er merki um aukna áhættu á ótímabærum dauðsföllum ekki síður en hár blóðþrýstingur eða hækkað kólesteról. Öndunarmælingar hafa ekki náð eins mikilli útbreiðslu í heilsugæslu eins og blóðþrýstingsmælingar og hjartalínurit hafa gert. Segja má að öndunarmælingar hafi verið sveipaðar ákveðinni dulúð sem hafi haldið læknum frá því að framkvæma þær. í hverju er öndunarmæling fólgin? Hún mælir einfaldlega flæði lofts frá lungum sem eru að fullu útþanin. Þannig er öndunarmæling einföld og tekur innan við 10 mínútur í framkvæmd og er auðveld í túlkun (1). Hvaða tækifæri gefur öndunarmæling í heilsu- gæslu? Hægt er að nota hana til að greina orsakir mæði og er hún þar jafn mikilvæg og hjartalínu- rit er í orsakagreiningu brjóstverkja. Hægt er að greina langvinna lungnateppu á byrjunarstigi með öndunarmælingu og þannig forða einstaklingum frá því að sjúkdómurinn komist á hærra stig með skerðingu á lífsgæðum, ótímabærum dauðsföllum og miklum kostnaði fyrir samfélagið (2). Hægt er að nota þær til reykleysismeðferðar. Þannig hafa rannsóknir sýnt að fólk sem veit að gildi úr önd- unarmælingu eru farin að skerðast er líklegra til að hætta að reykja en þeir sem ekki hafa þessa vitneskju (3). Öndunarmælingar má nota til grein- ingar og eftirlits með mörgum lungnasjúkdómum. Fáum dettur í hug að gefa blóðþrýstingslækkandi lyf án blóðþrýstingsmælingar eða sykursýkilyf án blóðsykursmælinga en algengt er að gefa berkju- víkkandi og bólgueyðandi lungnalyf án öndunar- mælingar. Þá eru þær hluti af örorkumati fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómum. Einnig eru þær mikilvægar í greiningu atvinnusjúkdóma í önd- unarfærum (1). Hvaða takmarkanir eru á öndunarmælingum í heilsugæslu? Lengi vel voru öndunarmælar ekki til á mörgum heilsugæslustöðvum. Ur því hefur nú verið bætt (4). Á sumum stöðvum hafa önd- unarmælar verið illa staðsettir með takmörkuðum aðgangi. Engin ástæða er til að öndunarmælar séu hornreka á heilsugæslustöðvum. Allir vilja að sjúklingur geti komist í hjartalínurit strax ef hann er með brjóstverk. Sama ætti að gilda um önd- unarmæla. Læknum finnst öndunarmælingar taka of langan tíma og þeir geti ekki gefið sér tíma í þær. Þetta er ekki rétt því þær taka innan við 10 mínútur í framkvæmd og hægt er að þjálfa hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða í framkvæmd þeirra þannig að læknar þurfa ekki að framkvæma þær sjálfir. Sumum finnst úrlestur þeirra flókinn. Þetta er misskilningur því eingöngu þarf að hugsa um þrjár breytur þegar lesið er úr öndunarmælingu. Þær eru FVC (forced vital capacity), FEVl (forc- ed expiratory volume in 1 second) og FEVl/FVC hlutfallið (1). í greiningu er um þrjá möguleika að ræða: eðlilega mælingu, herpu (restriction) eða teppu (obstruction). Þannig er úrlestur þeirra einfaldur og mun auðveldari en til dæmis úrlestur hjartalínurits. Ekki er þörf fyrir að horfa á önnur gildi sem tölvustýrðir öndunarmælar gefa. Þannig er oft búið með hjálp tækninnar að gera önd- unarmæla flókna og fráhrindandi að óþörfu (1). Kennsla í öndunarmælingum hefur löngum verið minni í Læknadeild Háskóla Islands og hjá náms- læknum en til dæmis í blóðþrýstingsmælingum og hvað stjórnar blóðþrýstingi. Þetta er að breytast. Hjá Læknadeild er nú sambærilegur búnaður og til er á flestum heilsugæslustöðvum og einnig notar Landspítali samskonar öndunarmæla. Þá eru reglulega haldin námskeið í framkvæmd og túlkun öndunarmælinga af læknum og hjúkrunarfræð- ingum lungnadeildar Landspítala fyrir starfsfólk heilsugæslunnar. Ástæðulaust er fyrir heilsugæslulækna að not- færa sér ekki þau miklu tækifæri sem öndunarmæl- ar bjóða upp á í greiningu öndunarfærasjúkdóma. Þá er einnig ástæðulaust að láta takmarkanir sem oftast eru heimatilbúnar draga úr notkun þeirra. Heimildir 1. Petty TL. Benefits of and barriers to the widespread use of spirometry. Curr Opin Pulm Med 2005; 11:115-20. 2. Gorecka D, Bednarek M, Nowinski A, Puscinska E, Goljan- Geremek A, Zielinski. Diagnosis of airflow limitation com- bined with smoking cessation advise increases stop smoking rates. Chest 2003; 123:1916-23. 3. Zielinski J, Bevmarck M. Early detection in a high risk popula- tion using spirometry screening. Chest 2001; 119:731-6. 4. Guðmundsson G, Guðmundsson S. Frá landlæknisembættinu. Öndunarmælingar á heilsugæslustöðvum. Læknablaðið 2002; 88: 928. Gunnar Guðmundsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, lungna- og gjörgæslulækningum. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson Lungnadeild Landspítala E-7 Fossvogi, 108 Reykjavík sími 543-6876. ggudmund@landspitali. is Læknablaðið 2005/91 643

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.