Læknablaðið - 15.09.2005, Side 14
FRÆÐIGREINAR / BÓLUSETNING BARNA
Mynd 1. Malaví og
Monkey Bay (31).
algengi HIV smits sé um 15% og meðallífslíkur í
landinu eru aðeins 38 ár (1, 2).
Þróunarsamvinnustofnun íslands (ÞSSÍ) hefur
verið að störfum í Malaví allt frá árinu 1989. Eitt
stærsta verkefni ÞSSÍ þar er uppbygging heilsu-
gæslu í og við Monkey Bay. Ákvörðun var tekin
um að byggja heilsugæslustöð í Monkey Bay árið
1999 og voru fyrstu byggingar hennar teknar í
notkun í júní 2002. Auk þess að bæta aðstöðu f
Monkey Bay hefur verkefnið miðað að því að
auka gæði heilbrigðisþjónustu á svæðinu í kringum
Monkey Bay. Auk heilsugæslunnar í Monkey Bay
eru á svæðinu fjórar aðrar heilsugæslustöðvar sem
reknar eru af ríki og kristilegum samtökum. Hefur
ÞSSÍ unnið markvisst að auknum samskiptum og
samvinnu allra aðila á svæðinu.
Til að meta árangur af starfi ÞSSÍ á svæðinu
framkvæmdi stofnunin könnun í samvinnu við
læknadeild Háskóla Islands á þekjun bólusetning-
ar barna á aldrinum 12-23 mánaða á svæði heilsu-
gæslu Monkey Bay.
Einstaklingar og aðferðir
Úrtak rannsóknarinnar voru 217 börn á aldrinum
12-23 mánaða á svæði heilsugæslustöðvarinnar í
Monkey Bay auk hinna fjögurra heilsugæslustöðva
sem tilheyra Monkey Bay héraði. Á svæðinu búa
um það bil 105 þúsund manns í 97 þorpum. Börn
á svæðinu eiga að fá bólusetningu gegn berklum
(BCG) við fæðingu, gegn barnaveiki, stífkrampa,
kíghósta (DTP) og lömunarveiki (OPV) við sex,
10 og 14 vikna aldur, og gegn mislingum við níu
mánaða aldur. Skömmu áður en rannsókn hófst
var einnig byrjað að bólusetja gegn Haemophilus
influenzae af sermisgerð b og lifrarbólgu B með
DTP (Tritanrix-HB/Hib).
Rannsóknin var gerð á tímabilinu frá 6. júní til
4. júlí 2003. Notast var við viðmið sem samþykkt
eru af alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)
og heilbrigðisráðuneyti Malaví, en þau eru:
• Lágmarksaldur fyrir bólusetningu gegn misl-
ingum: 39 vikur.
• Lágmarksaldur fyrir bólusetningu gegn
barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP):
sex vikur.
• Lágmarksaldur fyrir fyrstu bólusetningu
gegn lömunarveiki (OPV): sex vikur.
• Lágmarkstímabil milli bólusetninga með
DTP og OPV: fjórar vikur.
Aðferðin til þess að velja börn á svæðinu af
handahófi er stöðluð aðferð þróuð af alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni og EPI (Expanded
Programme on Immunization) og hefur verið í
notkun allt frá árinu 1978 við mat á þekjun bólu-
setningar víða um heim (3). Aðferðin hentar vel
við aðstæður þar sem ekki er hægt að byggja úrtak
á manntali eða öðrum gögnum um íbúafjölda.
Markmiðið er að meta þekjun bólusetningar á
tilteknu svæði á ódýran og einfaldan hátt með
skekkju sem er innan við 10% (með 95% vik-
mörkum) (4-6).
Fyrsta skref rannsóknarinnar var að velja 30
þorp eða klasa (cluster) af handahófi. Sökum
stærðar völdust þrír klasar í einu þorpi og urðu
því 28 þorp fyrir valinu. Þorpin voru misaðgengi-
leg og ekki ökufært til þeirra allra, en notast var
við báta og mótorhjól til þess að komast sem næst
þeim. Þegar komið var í þorpin var hús valið af
handahófi til að hefja leit að barni á þeim aldri sem
féll að viðmiðum rannsóknarinnar. Tvær meginað-
ferðir voru notaðar til þessa. Þegar fyrir lá nothæft
kort af svæðinu var húsum eða húsaþyrpingum
gefið númer sem síðan var valið af handahófi með
því að nota númer peningaseðils eða „random
number table“. Þá var haldið að því húsi og leitin
hafin. Ef ekki var barn á aldrinum 12-23 mánaða í
húsinu var stefnan tekin á það hús sem næst var og
svo koll af kolli. Önnur aðferð var að snúa flösku
í miðju þorpsins og velja götu eða gönguleið sem
flaskan benti á. Síðan var búið til kort af göngu-
leiðinni þar sem öll hús voru merkt inn á þar til
enda hennar var náð. Húsin voru síðan merkt með
númeri á kort og síðan valið af handahófi það hús
eins og áður sem fyrst var heimsótt.
Þegar barn í markhópi rannsóknarinnar var
650 Læknablaðið 2005/91