Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 15

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 15
FRÆÐIGREINAR / BÓLUSETNING BARNA fundið var upplýsingum um bólusetningar þess safnað. I flestum tilfellum varðveittu foreldrar bólusetningarkort barnanna og reyndist einfalt að skrá þessar upplýsingar. Þegar slíku var ekki til að dreifa var reynt að fá það fram með sögu hversu margar bólusetningar barnið hefði fengið. Einnig var metið hvort börnin hefðu fengið berkla- bólusetningu (BCG) með því að leita eftir örum á handleggjum þeirra (7). Leitað var eftir ástæðum þess ef bólusetningu vantaði þar sem það átti við. Upplýsingarnar voru skráðar á stöðluð eyðublöð WHO/EPI. Við rannsóknina aðstoðuðu túlkur og heilbrigðisstarfsmaður í viðkomandi þorpi. Upplýsingarnar voru færðar inn í tölvuforrit- ið COSAS (Coverage Survey Analysis System) hannað af WHO/EPI til tölfræðiúrvinnslu sam- bærilegra rannsókna og skipt í eftirfarandi flokka: • Þekjun bólusetningar, það er að segja heild- arþekjun miðað við upplýsingar af bólusetn- ingarkortum og sögu ásamt þekjun gildrar bólusetningar. • Mat á BCG bólusetningu. • Mat á DTP/OPV bólusetningu, það er að segja þekjun fyrstu, annarrar og þriðju bólu- setningar auk aldursdreifingar barna við bólusetningu og bils milli bóluselninga. • Mat á þekjun mislingabólusetningar auk ald- ursdreifingar. • Eign bólusetningarkorta. • Hver gaf bólusetninguna. Rannsóknin var samþykkt af heilbrigðisráðu- neyti og vísindanefnd Malaví. Rannsóknin var fjármögnuð af Þróunarsamvinnustofnun Islands. Niðurstöður Alls var rætt við foreldra 217 barna á aldrinum 12- 23 mánaða í 30 klösum á fyrrnefndu svæði. Mæður 188 barna héldu bólusetningakortum barna sinna til haga. Alls höfðu 215 börn fengið að minnsta kosti eina bólusetningu og höfðu mæður 27 barna því tapað kortum þeirra. Tvö börn höfðu ekki fengið neina bólusetningu. Hlutfall mæðra sem hélt kortum til haga var 87,4% (95% vikmörk: 83,0%- 91,8%) en heildarhlutfall bólusetningarkortaeignar var 86,6%. Umtalsverð dreifing var á aldri barna við fyrstu bólusetningu (niðurstöður ekki sýndar). Meginniðurstöður rannsóknarinnar má lesa úr mynd 2 og töflu I. A mynd 2 má sjá heildarþekjun bólusetningar á svæðinu ef miðað er við alla bólu- setningu án tillits til gildis hennar með tilliti til gefinna viðmiða. Ur töflu I má lesa heildarþekjun bólusetningar, þekjun gildrar bólusetningar miðað við gefin viðmið, og gildrar bólusetningar við 52 vikna aldur með tilliti til gefinna viðmiða. Hlutfall barna bólusett 100 BCG DTPl DTP2 DTP3 OPVl 0PV2 0PV3 Mislingar C] Upplýsingar af kortum | Upplýsingar fengnar meó sögu Umræða Þrátt fyrir margs konar framþróun í heiminum á síðustu öld og stóra sigra læknisfræðinnar er talið að í heiminum deyi enn um 10-11 milljón börn áður en þau ná fimm ára aldri. Langflest þessara dauðs- falla verða í hinum fátækari löndum heimsins (8). Koma má í veg fyrir tvo þriðju þessara dauðsfalla með einföldum aðgerðum, svo sem auknu hrein- læti, bættri næringu, sýklalyfjum og aukinni þekjun bólusetningar (9). Þó vandamálin séu vel skilgreind hefur staðið á umbótum. Þrátt fyrir aðgerðir gegn ungbarnadauða á níunda áratug síðustu aldar hefur miðað hægt að bæta lífslíkur barna í heiminum. A vissum svæðum, svo sem í Afríku sunnan Sahara, hefur jafnvel orðið afturför, og sem dæmi hefur þekjun bólusetningar farið minnkandi frá 1990 (10). Aðgerða er því þörf með samstilltu átaki stjórnvalda og samstarfsaðila í þessu löndum. Bent hefur verið á að fyrsta skrefið til umbóta sé að meta stöðuna á því svæði sem skal vinna á. Á þeim grunni má koma auga á leiðir til íhlutunar sem koma íbúum svæðisins til góða og byggja markvisst upp þjónustu við þá. Fyrir rannsóknina var talið að þekjun á svæðinu væri lág á landsmælikvarða (11). Voru þær upp- lýsingar byggðar á útreikningum sem gerðir eru til að meta hlutfall tiltekins aldurshóps sem fær bólusetningu. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að þekjun á svæðinu var almennt meiri en á lands- vísu miðað við tölur frá 2002 (12). Hátt hlutfall barna sem fær fyrstu bólusetningu gefur til kynna að aðgengi að bólusetningu á svæðinu sé almennt gott og almenningur þiggur þá þjónustu sem í boði er sem er einn af hornsteinum þess að mögulegt sé að halda uppi góðri þekjun (13). Aftur á móti eru mörg börn sem að fá ekki alla þá bólusetningu Mynd 2. Þekjun bólu- setningar miðað við bólu- setningarkort og sögu. Monkey Bay, Malaví 2003. BCG = berklar. DTP = barnaveiki, stíf- krampi, kíghósti. OPV = lömunarveiki. Læknablaðið 2005/91 651

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.