Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 17

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 17
FRÆÐIGREINAR / BÓLUSETNING BARNA að bólusetning hófst 1989 (28). Bólusetning gegn lifrarbólgu B er sömuleiðis mikilvæg viðbót þar sem talið er að víða í Afríku beri meira en 8% íbúa veiruna. Bólusetning kemur hins vegar í veg fyrir að langvarandi sýking myndist í 95% tilfella (29). Hluti rannsóknarinnar fólst í því að skrá ástæður þess að barn var ekki bólusett. Niðurstöður þessa hluta ásamt viðtölum við heilbrigðisstarfsmenn gáfu ágæta mynd af þeim vandamálum sem íbúar svæð- isins glíma við. Eitt helsta vandamál sem foreldrar kvörtuðu um var samgönguvandi sem oft er tengdur lágri þekjun bólusetningar (13, 30). Vélknúin öku- tæki eru ekki aðgengileg almenningi og almenn- ingssamgöngur mjög takmarkaðar. Samgönguvandi kemur einnig niður á heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa til þessa ekki getað reitt sig á vélknúin ökutæki til þess að komast milli staða til að bólusetja. Það virðist einnig vera algengt vandamál að bóluefni er ekki til þegar foreldrar koma með börn sín til bólusetningar. Skortur á samskiptaleiðum eykur enn á þann vanda sem ibúar og heilbrigðisstarfs- menn búa við þar sem erfitt er að koma skilaboðum á milli staða um óvæntar uppákomur sem hamla skipulagðri starfsemi. Síðast en ekki síst er skortur á starfsfólki sem gerir starfsemina enn viðkvæmari fyrir áföllum. Markmið með rannsókn sem þessari er meðal annars að koma auga á það sem betur má fara og finna leiðir til úrbóta þar sem því verður við komið. Það er ánægjulegt að skýra frá því að í tengslum við rannsóknina var haldið námskeið með viðkom- andi heilbrigðisstarfsmönnum svæðisins þar sem meðal annars var farið yfir meðhöndlun og gjöf bóluefnis. Að auki hefur Þróunarsamvinnustofnun Islands bætt aðstöðu starfsmanna til samskipta og samgangna með því að búa heilsugæslustöðvarnar á svæðinu talstöðvum og fjölga mótorhjólum við heilsugæsluna í Monkey Bay úr einu í fimm. Bætir þetta vonandi þann árangur sem starfsmenn hafa náð á sviði bólusetningar sem og annarrar þjón- ustu, svo sem mæðra- og ungbarnaverndar. Það er mikið verk að vinna í Monkey Bay eins og víða í heimsálfunni á þessu sviði. Sú rannsókn sem hér er kynnt er einn liður í því starfi. Það er óskandi að mögulegt verði að fylgja þessu verkefni eftir af krafti, íbúum öllum til hagsbóta. Þakkir Þróunarsamvinnustofnun íslands, Sighvatur Björg- vinsson framkvæmdastjóri og starfsfólk fyrir frumkvæði að samstarfi við Háskóla íslands, fjármögnun, skipulagningu og stuðning meðan á rannsókn stóð. Háskóli íslands og Læknadeild HÍ, og þá sérstaklega Reynir Tómas Geirsson, fyrir að stuðla að samvinnu ÞSSÍ og HÍ. Haraldur Briem sóttvarnalæknir fyrir aðstoð við heimildaöflun. íbúar Monkey Bay og nágrennis fyrir þátttöku og ógleymanlegar móttökur. Jane Sumanje og fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn við heilsugæslu Monkey Bay héraðs fyrir aðstoð sína við fram- kvæmd rannsóknarinnar. Heimildir 1. Ndawala JS. Malawi Demographic and Health Survey 2000. Zomba, Malawi and Calverton, Maryland USA: National Statistics Office and ORC Macro; 2001. 2. Damisoni H, Bicego G. Malawi Demographic and Health Survey 2000. Zomba, Malawi and Calverton, Maryland USA: National Statistics Office and ORC Macro; 2001. 3. World Heaith Organization. Expanded Programme on Immunization. World Health Stat Q 1988; 41: 59-63. 4. Kok PW. Cluster sampling for immunization coverage. Soc Sci Med 1986; 22:781-3. 5. Hoshaw-Wooddard S. Description and comparison of the methods of cluster sampling and lot quality assurance sam- pling to assess immunization coverage. Geneva: World Health Organization; 2001. 6. Henderson R, Sundaresan T. Cluster sampling to assess immu- nization coverage: a review of experience with a simplified sampling method. Bull World Health Organ 1982; 60:253-60. 7. Floyd S, Ponnighaus JM, Bliss L, Warndorff DK, Kasunga A, Mogha P, et al. BCG scars in northem Malawi: sensitivity and repeatability of scar reading and factors affecting scar size. Int J Tuberc Lung Dis 2000; 4:1132-42. 8. Ðlack RE, Morris SS, Bryce J. Where and why are 10 million children dying each year? Lancet 2003; 361: 2226-34. 9. Jones G, Steketee RW, Black RE, Bhatta ZA, Morris SS, Bellagio Child Survival Study Group. How many child deaths can we prevent this year? Lancet 2003; 362: 65-71. 10. The Beílagio Study Group on Child Survival. Knowledge into action for child survival. Lancet 2003; 362:323-7. 11. Chola R. Zonal EPI immunization coverage. Working docu- ment. Monkey Bay: Monkey Bay Health Centre; 2003. 12. World Health Organization, UNICEF. Review of national immunization coverage - Malawi. Geneva: World Health Organization, UNICEF; 2002. 13. Streefland P, Chowdhury AMD, Ramoz-Jimenez P. Patterns of vaccination acceptance. Soc Sci Med 1999; 49:1705-16. 14. Duke T, Charles SM. Measles: not just another viral exanthem. Lancet 2003; 361:763-73. 15. Garly M-L, Martins CL, Bale C, Balde MA, Hedegaard KL, Gustafson P, et al. BCG scar and positive tuberculin reaction associated with reduced child mortality in West Africa: A non- specific beneficial effect of BCG? Vaccine 2003; 21:2782-90. 16. Britton WJ, Palendira U. Improving vaccines against tubercu- losis. Immunol Cell Biol 2003; 81:34-45. 17. Fordham von Reyn C, Vuolaa JM. New vaccines for the pre- vention of tuberculosis. Clin Infect Dis 2002; 35:465-74. 18. Mwinga A, Bernard Fourie P. Prospects for new tuberculosis treatment in Africa. Trop Med Int Health 2004; 9: 827-32. 19. World Health Organization. Assessment of neonatal tetanus elimination in Malawi. Weekly Epidemiological Record (WER) 2004; 79:1-12. 20. Vandelaer J, Birmingham M, Gasse F, Kurian M, Shaw C, Gamier G. Tetanus in developing countries: an update on the Maternal Neonatal Tetanus Elimination Initiative. Vaccine 2003; 21: 3442-5. 21. Centers for Disease Control and Prevention. Progress toward poliomyelitis eradication-Southem Africa, 2001-March 2003. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 2003; 52:521-4. 22. World Health Organization. Description of surveillance & monitoring of national immunization systems. In: Department of Immunization Vaccines and Biologicals Vaccine Assessment and Monitoring Team. (Cited 30. november 2004). www.who. int/vaccines-surveillance/ImMonitor.htm 23. Preziosi M-P, Halloran ME. Effects of pertussis vaccination on transmission: vaccine efficacy for infectiousness. Vaccine 2003; 21:1853-61. 24. Galazka AM, Robertson SE. Diphtheria: changing pattems in the developing world and the industrialized world. Eur J Epidemiol 1995; 11:107-17. 25. Fine PEM. Herd immunity: History, theory, practice. Epidem- iol Rev 1993; 15:265-301. Læknablaðið 2005/91 653

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.