Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 23

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 23
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ skráðar sérstaklega sem há-áhættu gildi þar sem búið er að sýna fram á að fylgikvillar á meðferð aukast verulega við það (13). Fylgikvillar með- ferðar, það er heilablæðingar, aðrar blæðingar sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús og blóðsegamynd- un, voru líka skráðir. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í SPSS 11.0.1. Table II. Percentage of patients under unsatisfactory control* and effects. serious adverse 2001 2003 Number of patients with <3 measurements/year 13 (38.2%) 6 (10.5%) ** Major complications lt lt * Defined as <3 INR measurements/year ** p=0.0017 t Ischaemic stroke, patient with unsatisfactory control. f Bleeding following major trauma, patient within target range at time of trauma. Niðurstöður Árið 2001 voru 34 sjúklingar á warfarínmeðferð sem stýrt var frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga en árið 2003 voru þeir orðnir 57. Upplýsingar um sjúklingana er að finna í töflu I. Miðgildi aldurs var 71,5 og 76 ár, karlar voru 64,7% og 66,7%, ábending blóðþynningar var gáttatif í 53% og 73% tilvika og INR-markgildi blóðþynningar var 2-3 í 74% og 86% tilvika. Enginn tölfræðilega marktæk- ur munur reyndist á þessum tveimur hópum. Af þeim sem voru á meðferð voru 13 sjúk- lingar (38,2%) undir ófullnægjandi eftirliti, það er með færri en þrjár mælingar á ári, árið 2001, en árið 2003 var sú tala komin niður í sex (10,5% p=0,0017), sjá töflu II. Árangur meðferðar- stjórnunar, tíðni og fjöldi mælinga, áhættugildi og skammtastærðir sjúklinga undir fullnægjandi eftir- liti er að finna í töflu III. Þeir sjúklingar sem voru undir fullnægjandi eftirliti voru innan markgilda samkvæmt aðferð Rosendaals 61,2% og 63,1% tímans. Fjöldi mælinga hjá hverjum sjúklingi á ári var að meðaltali sex árið 2001 en 12 árið 2003. Eitt tilvik blóðsegareks til heila var árið 2001 hjá sjúklingi sem var undir ófullnægjandi eftirliti og árið 2003 var eitt tilvik blæðingar sem krafðist inn- lagnar á sjúkrahús. Það var hjá sjúklingi sem hafði orðið fyrir slæmum áverka og var innan markgilda INR þegar áverkinn varð. Ályktanir Hlutfall tímans sem INR sjúklinganna var innan markgildis breyttist ekki marktækt við breyting- arnar sem voru gerðar á eftirlitinu. Það var hins vegar greinilegt að stór hluti sjúklinganna hafði komist upp með að mæta ekki í eftirlit þar sem tæplega 40% þeirra sem voru á langvarandi war- farínmeðferð mættu í INR-mælingu tvisvar eða sjaldnar á árinu 2001. Þetta hlutfall minnkaði verulega á árinu 2003 en þá voru það samt fleiri en 10% sem voru undir ófullnægjandi eftirliti. Þessi skilgreining á ófullnægjandi eftirliti er mjög hófleg og hjá sjúklingum sem hafa ekki verið með stöðug INR-gildi í langan tíma og undir góðu eftirliti um nokkurt skeið þá eru þrír mánuðir á milli mælinga óásættanlega langur tími. Stjórnir heilbrigðisstofnana í dreifbýli á íslandi Table III. Group results for INR measurements and readings of patients receiving satisfactory INR monitoring. 2001 (n=21) 2003 (n=51) Average time between INR measurements 61.1 days 31.5 days Average daily warfarin dosage 5.3mg 4.9mg Percentage of time within INR target range 61.2 63.1 High risk INR values 2/149 (1.3%) 23/616 (3.7%) Abbreviations: INR, international normalized ratio. þurfa að gera upp við sig hvort heilbrigðisstofnan- irnar eiga sjálfar að stýra warfarín blóðþynningar- meðferð sjúklinga sinna eða láta Landspítala eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sjá um það. Til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir þurfa að liggja fyrir upplýsingar um kostnaðinn sem fylgir því auk þess sem nauðsynlegt er að geta borið sig saman við árangur blóðþynningarstjórnunar á áðurnefndum stöðum. Engar slíkar tölur eru til ef frá er talin rannsókn frá Landspítala árið 1997 þar sem INR sjúklinga lá á bilinu 2,0-3,0 í 37% af með- ferðartímanum (14). Á Húsavík var INR sjúklinga innan markgildis rúmlega 63% meðferðartímans en hafa þarf þó í huga að sömu reikniaðferðir voru ekki notaðar í þessum tveimur rannsóknum. Erlendar rannsóknir sýna að INR er innan mark- gilda 60-75% meðferðartímans (4-6, 8, 9) og sé miðað við það er meðferðarstjórnunin á HÞ undir meðallagi en vel ásættanleg. Það virtist engin áhrif hafa að fjölga mælingum úr að meðaltali sex á ári í 12 sem er í samræmi það sem áður hefur verið sýnt fram á (10), það er að hjá sjúklingum þar sem blóðþynningin hefur verið í lagi fram að þessu er óhætt að auka bilið á milli mælinga í allt að 14 vikur. Eitt tilvik alvarlegs fylgi- kvilla var á hvoru ári fyrir sig sem er svipað því sem mátti búast við. Tíðni alvarlegra fylgikvilla við warfarínmeðferð er lág, alvarlegar blæðingar 2,7/1000 persónuár og blóðsegamyndun 0,7/1000 persónuár (13), og því var ekki búist við að þær niðurstöður yrðu marktækar hér. Engin breyting varð á hlutfalli tíma innan mark- gilda þó svo að læknar hafi að mestu hætt að stýra eftirlitinu og hjúkrunarfræðingur hafi verið fenginn til þess. Þetta er í samræmi við það sem áður hefur Læknablaðið 2005/91 659

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.