Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 25

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / TUNGURÓTARSKJALDKIRTILL Tungurótarskjaldkirtill (lingual thyroid) - sjúkratilfelli: kona með fyrirferð í tungurót Ágrip Birgir Briem DEILDARLÆKNIR Anna Björk Magnúsdóttir SÉRFRÆÐINGUR í HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNINGUM Tungurótarskjaldkirtill er meðfæddur galli þar sem villtur (ectopic) skjaldkirtilsvefur finnst í tungurót. Skjaldkirtilsfrumur sem myndast í foramen cecum (botnristilsgati) fóstursins stansa nálægt uppruna sínum í tungurótinni í stað þess að halda áfram för sinni niður skjaldtungurásina (thyroglossal duct). Þannig komast þær aldrei á áfangastað sinn framan á barka. Þessar frumur geta einnig endað á öðrum stöðum á leið sinni, svo sem við tungubein- ið, í vélinda, gollurshúsi, miðmæti og þind (1, 2, 3, 4). Villtan skjaldkirtilsvef er algengast að finna í tungurót og endar þar í 90% þeirra tilvika sem ferðalag skjaldkirtilsfrumnanna fer úrskeiðis (3). Ekki er ljóst hvað veldur því að frumurnar villast af leið en líklegar skýringar eru taldar vera sýking- ar móður snemma á meðgöngu, mótefnamyndun gegn skjaldkirtilsfrumum í blóði móður og stökk- breytingar á genum (4, 5). Tungurótarskjaldkirtill er fjórfalt til sjöfalt algengari í konum en körlum og meðalaldur við greiningu er 40,5 ár (3, 4). Einkenna verður helst vart kringum kynþroska, við þungun og á breytingaskeiði. Talið er að hækk- un á skjaldvakakveikja (TSH, thyroid stimulating hormone) á þessum tímabilum hvetji vöxt skjald- kirtilsvefs (6-8). Hægt er að hafa skjaldkirtilsvef á fleiri en einum stað en 75% einstaklinga með tungurótarskjaldkirtil hafa engan annan skjald- kirtilsvef (7,9). ENGLISH SUMMARY Briem B, Magnúsdóttir AB Lingual thyroid - case report: A woman with a tumor at the base of the tongue Læknablaðið 2005; 91:661-3 We report a case of lingual thyroid. A woman presented with a few years history of mild dysphagia, cough and uncomfortable breathing when going to sleep at night. Laryngostroboscopia showed a mass lesion at the base of the tongue. A CT scan and thyroid scanning revealed a bilobar mass of thyroid tissue, compatible with a lingual thyroid. No thyroid gland was found at its usual location. The woman was euthyroid and since her symptoms were mild she was treated with thyroxin and observation. Lingual thyroid is a rare phenomenon caused by abnormal migration of thyroid cells during the first weeks of fetal life. Females are affected more often than males and although this condition is often asymptomatic, symptoms can occur, most often during puberty, pregnancy and menopause. On examination a mass is noted at the base of the tongue and the diagnosis is then confirmed with CT/MRI and thyroid scanning. Treatment can vary from observation to thyroxin medication, radioactive iodine and complicated surgical intervention, depending on the symptoms and the overall health of the patient. Keywords; lingual thyroid, ectopic thyroid. Correspondence: Anna Björk Magnúsdóttir, abmagnus@landspitali.is Tilfelli HNE-deiId Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Anna Björk Magnúsdóttir, HNE-læknir, Landspítala Fossvogi. abmagnus@landspitali.is Saga: 43 ára kona leitaði á göngudeild HNE- deildar Landspítala Fossvogi að ráði gigtlækna með tveggja vikna sögu um sármyndanir í munni og kyngingartruflanir. Hún hafði undanfarin ár fundið fyrir óþægindum í koki sem hún lýsti sem kverkaskít, hóstakjöltri og öndunaróþægindum Lykilorð: tungurótarskjaldkirt- ill, villtur skjaldkirtill. Mynd 1. Bein speglun á koki (laryngostroboscopia). Mynd 1A sýnir tungurótarskjaldkirtil en til samanburðar er eðlileg speglun á koki (mynd 1B). Læknablaðið 2005/91 661

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.