Læknablaðið - 15.09.2005, Side 26
FRÆÐIGREINAR / TUNGURÓTARSKJALDKIRTILL
Mynd 2. Tölvusneiðmynd aftungurót.
stutt og háðu henni ekki rnikið.
Heilsufar: Hefur slæma liðagigt sem er meðhöndl-
uð með prednisólón og infliximab. Sögu um horn-
himnuskipti, gallblöðruaðgerð, speglun á hné og
keisaraskurð.
Skoðun við komu: Við skoðun sáust slímhúðar-
breytingar á tungu og í munnholi sem líktust
sveppasýkingu. Sveigjanleg (fiberlaryngoscopia)
og bein speglun (laryngostroboscopia) á koki og
barkakýli sýndu fyrirferð í miðju tungurótar með
sléttu, æðaríku yfirborði. Fyrirferðin teygði sig
niður í botn speldislágar (vallecula) og lá þétt upp
að barkakýlisloki (epiglottis).
Ratmsóknir: Blóðprufur sýndu eðlileg skjald-
kirtilspróf (TSH 2,85 mU/L, frítt T4 12,8 pmól/L).
Skjaldglóbúlín og skjaldperoxíðasi voru innan
eðlilegra marka. Tölvusneiðmynd af hálsi sýndi
tvíklofna, einsleita fyrirferð í tungurót. Umfang
hvors lappa var um 3 cm og hafði fyrirferðin áber-
andi skuggaefnisupphleðslu. Skjaldkirtill var ekki
til staðar á sínum hefðbunda stað framan á barka.
Greiningin var staðfest með ísótóparannsókn
sem sýndi virkan skjaldkirtil í tungurót. Ekki var
til staðar annar skjaldkirtilsvefur.
Meðferð: Með hliðsjón af vægum einkennum kon-
unnar var ákveðið að meðhöndla einungis með
týroxíni til að hemja frekari vöxt kirtilsins. Byrjað
var með 50 pg á dag en skammti síðan stjórnað
með hliðsjón af skjaldkirtilsprófum (TSH <0,4
mU/L og FT4 >25 pmól/L). Áframhaldandi eftirlit
fyrirhugað á sex mánaða fresti til að byrja með.
Umræða
Hickman lýsti fyrsta tilfellinu af tungurótarskjald-
kirtli árið 1869 hjá nýfæddri stúlku sem dó 16
klukkustunda gömul vegna köfnunar (10). Síðan
þá hefur fleiri en 400 tilfellum verið lýst (13). Þar
sem tungurótarskjaldkirtill er talinn einkennalaus
í flestum tilfellum greinist hann oft aldrei og því
erfitt að áætla algengi hans. Sumir hafa áætlað
algengið kringum 1/100.000 (4-6,11).
Helstu einkenni tungurótarskjaldkirtils eru
aðskotatilfinning í koki, ræskingar, óþægindi við
kyngingu, mæði, hæsi, köfnunartilfinning, sogönd-
un (stridor) hjá nýburum og jafnvel blæðing úr
koki. Um 10% þeirra sem hafa tungurótarskjald-
kirtil hafa vanstarfsemi í kirtlinum en ofstarfsemi
er mjög sjaldgæf (9).
Tungurótarskjaldkirtill sést sjaldan við skoðun
á munnkoki eða munnholi. Nauðsynlegt er að
spegla tungurót beint, með beinu eða sveigjanlegu
speglunartæki, eða óbeint með spegli til að sjá
fyrirferðina. Kirtillinn hefur oftast fölbleikan lit en
getur líka verið mjög æðaríkur og með rauðleitum
blæ. Rannsóknir til frekari staðfestingar og grein-
ingar eru ómskoðun af tungurót, tölvusneiðmynd
eða segulómun. Tecnitium ísótóparannsókn stað-
festir að um skjaldkirtilsvef sé að ræða og kemur
í stað sýnatöku sem er umdeild vegna blæðingar-
hættu.
Mismunagreiningar tungurótarskjaldkirtils eru
skjaldtungublaðra (thyroglossal cyst), skinnlíkis-
blaðra (dermoid cyst), blóðæðaæxli (hemangi-
oma), munnvatnskirtilsblaðra, fituæxli (lipoma),
kirtilæxli (adenoma), eitlastækkun og illkynja
vöxtur. Tíðni illkynja vaxtar í tungurótarskjald-
kirtli er talin vera um 1% og hefur 29 tilfellum
verið lýst (12).
Meðferð tungurótarskjaldkirtils miðast við
stærð fyrirferðar og einkenni, almennt ástand
sjúklings, of- eða vanstarfsemi kirtilvefs, sármynd-
anir, blæðingar og illkynja vöxt. Almennt er talið
að eftirlit sé nægjanlegt á einkennalausum eða
einkennalitlum tungurótarkirtli. Oft er þó beitt
bælandi skjaldkirtilshormónameðferð til að fyrir-
byggja frekari vöxt hins villta skjaldkirtilsvefs. Ef
einkenni eru mikil eða grunur um illkynja vöxt er
kirtillinn fjarlægður með skurðaðgerð. Ýmsum
aðgerðum hefur verið lýst. Hægt er að fara gegn-
um munn og fjarlægja kirtilinn með hníf, leiser-
662
Læknablaðið 2005/91