Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 40

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÝÐHEILSUSTÖÐ Forvarnir byggjast á samstarfi margra Lýðheilsustöð heimsótt og rætt við starfsmenn og stjórnendur Anna Elísabet Ólafsdóttir Eftir að Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra forstjóri Lýðheilsustöðvar. tókst í annarri tilraun að skipa forstjóra fyrir Lýðheilsustöð tók stofnunin til starfa haustið 2003. Síðan hefur átt sér stað mikið uppbyggingarstarf og þegar blaðamaður Læknablaðsins kom í heim- sókn í stöðina nú í ágúst varð hann þess áskynja að í hinum fornu heimkynnum heilbrigðisráðu- neytisins við Hlemm er unnið af kappi og áhuga að hvers kyns forvörnum og reynt að ýta við lands- mönnum með öllum tiltækum ráðum svo þeir taki upp heilsusamlegri lífshætti. Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri dregur ekki dul á að það tók nokkuð á að sameina starfsemi fimm ráða og nokkurra sjálfstæðra verkefna undir einum hatti en hún ber sig samt vel. „Þetta hefur gengið vel þótt ekki hafi það verið með öllu átaka- laust,“ segir hún og bætir því við að yfirvinnutímar hennar hafi verið ansi margir fyrsta árið. Stærstur hluti fyrrum starfsmanna kaus að halda áfram að starfa í hinni nýju stofnun en þar starfa nú um 20 manns. „Við höfum eytt mikilli vinnu í stefnumótun og að koma á nýju skipuriti sem gengur þvert á verkefni fyrrum ráða og verkefna. I stað þeirra skiptum við stofnuninni í þrjú svið: Verkefnasvið, Rannsókna- og þróunarsvið og Samskiptasvið. Við stefnumótunarvinnuna þurftum við að byrja á því að átta okkur á hvaða hlutverk okkur er ætlað lögum samkvæmt en samstaða náðist um að orða hlutverkið þannig að Lýðheilsustöð skapi landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs og við settum niður á blað þrjár meginleiðir við þá vinnu sem eru aukin þekking, fræðsla og ráðgjöf. Mesta púðrið fór þó eflaust í að móta stofnuninni fram- tíðarsýn sem er í átta liðum og nær fram til ársins 2008. Nú vinnum við að aðgerðaráætlun til að koma stefnu okkar í framkvæmd en þar er unnið innan málaflokkanna í samvinnu við sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar. Þegar við fórum að ræða hlutverk stofnun- arinnar komumst við að því að við þyrftum að skilgreina fyrir okkur og öðrum hvað felst í hug- takinu lýðheilsa. Við rákumst á að fólk vissi ekki alveg hvað það þýddi. Ég hef til dæmis verið spurð að því hvernig lýðheilsan mín sé! En við komum okkur niður á skilgreiningu sem er á þessa leið: Lýðheilsa snýr að því að viðhalda og bæta heilsu, líðan og aðstæður þjóða og þjóðfélagshópa með almennri heilsuvernd, heilbrigðisþjónustu og samfélagslegri ábyrgð. Lýðheilsustarf byggist á víðtækri samvinnu og þverfaglegri nálgun og snertir meðal annars félagsmál, umhverfismál og efnahagsmál." Heilsuvísar og svið í forvarnarstarfi vaknar alltaf sú spurning hvern- ig hægt sé að mæla árangurinn. Er þjóðin á réttri Þröstur Haraldsson Hlutverk Lýðheilsustöðvar er að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs með því að • efla þekkingu með þátttöku í rannsóknum og kennslu, • fræða, í samstarfi eftir því sem við á, og þannig hafa áhrif á viðhorf og hegðun, • vera stjórnvöldum til ráðgjafar og hafa þannig áhrif til að bæta aðstæður. 676 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.