Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 48

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Hér bíða ráðstefnugestir eftir að nœsti fyrirlesari hefji upp raust sína í há- tíðarsal Háskólans. Og hér er hann kominn, bandaríski lœknirinn Charles Poser sem eltir víkinga um heiminn. Hann virðist vera kominn til landsins helga efdcema má afglœrunni. Poser fylgdi víkingum víða um heim og allt austur til Kína en næst var röðin komin að forn- leifauppgreftri í bænum Ribe á Jótlandi þar sem fjöldi lækningatækja frá miðöldum hefur fundist. Síðustu fyrirlestrarnir í þessari málstofu fjölluðu um heitar laugar til forna á íslandi en um það efni ritaði Jón Þorsteinsson í júlíhefti Læknablaðsins. Og svo sagði Örn Hrafnkelsson handritafræðing- ur frá íslenskum handritum frá 1600-1800 í eigu Landsbókasafns þar sem fjallað er um læknis- fræði. Reyndar komu íslendingasögurnar víðar við í fyrirlestrum á þessu þingi því margir vitnuðu til þeirra og einn ágætur Norðmaður, Jon Geir Hpyersten, hefur skrifað bók um mannlýsingar íslendingasagna, með sérstakri áherslu á Njálu. í anddyri Háskóla íslands var búið að koma fyrir nokkr- um veggspjöldum með ýmsum fróðleik. Meðal þeirra sem þar sýndu var sœnski lœknirinn Bengt W. Johansson sem var með hugann við sögu hjartagangráðsins. Pað var skemmtilegur fyrirlestur sem ég mun gera frekari skil hér í blaðinu. Meðferð úr fortíðinni Það á reyndar einnig við um fleiri fyrirlestra sem haldnir voru á þinginu. Til dæmis hlýddi ég á þýskan geðlækni, Thomas Miiller, sem greindi frá athyglisverðu meðferðarformi geðsjúkra sem enn tíðkast í nokkrum Evrópulöndum þótt það eigi sér rætur aftur á 12. öld þegar geðsjúkir voru taldir haldnir illum öndum. Thomas taldi þessa meðferð eiga fullt erindi við nútímann og lesendur Læknablaðsins geta dæmt um það sjálfir. Ég verð að gera þá játningu að ég mætti ekki á málstofuna um konur í læknavísindum en lesendur geta hins vegar huggað sig við það að Margrét Georgsdóttir ætlar að birta hér í blaðinu erindi sitt sem fjallaði um þrjár fyrstu konurnar í íslenskri læknastétt sem að vísu störfuðu allar utan land- steinanna. Það blasti líka við þeim sem sóttu þetta þing að viðfangsefnið höfðaði ekki bara til lækna. Þarna mátti sjá fólk úr ýmsum stéttum, ekki síst sagn- fræðinga og áhugamenn um fyrri tíma af mörgum gerðum. Með þeim orðum lýkur þessari samantekt en hér á síðunum birtum við myndir sem teknar voru meðan ráðstefnan stóð yfir. 684 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.