Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 49

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BERKLAVEIKI Berklafaraldur á Hólum 1959 Þegar ég var héraðslæknir á Hofsósi á sjötta áratugnum kom upp á Bændaskólanum á Hólum sögulegur berklafaraldur á meðal nemenda skól- ans og fleiri á staðnum sem seinna var rakinn til nautgripa á skólabúinu. Það var upphaf þess máls að hinn 1. febrúar 1959 kom til mín á stofuna starfsstúlka frá Hólum og kvartaði um útbrot á fótleggjum. Stúlka þessi var fædd og upp alin á bæ í Oslandshlíð. Við skoð- un sá ég rauðleita þrymla framan á fótleggjum. Þessu svipaði að nokkru til urticaria (ofsakláða) en var aumt viðkomu og enginn kláði í því. Stúlkan var ekki lasin að öðru leyti. Mér datt strax í hug rósahnútar (erythema nod- osum). Ég hafði aldrei séð það fyrirbrigði fyrr, en heyrt því lýst og séð myndir af því. Rósahnútar voru þá fyrst og fremst settir í samband við berkla- smit þó að vitað væri að þeir gætu fylgt öðrum kvillum. Ég setti á hana berklapróf, en þá var almennt notað Pirquet-próf. Hún svaraði jákvætt við prófið og var því augljóslega um berklasmit að ræða. Við almenna skoðun fann ég ekkert frekar. Ekkert sást við gegnumlýsingu á lungum en gegnumlýsinga- tæki voru til í læknisbústaðnum og eins aðstaða til röntgenmyndatöku. Ég sendi stúlkuna því næst á Kristneshæli til nánari greiningar og staðfesti yfirlæknirinn þar greiningu mína og kvaðst sjá ein- kenni um hilus adenitis eða eitlabólgu við lungu. Þegar greiningin hafði verið staðfest lá næst fyrir að kanna hvaðan smitið væri komið. Engin saga var um berkla í heimahögum stúlkunnar nema að móðir hennar hafði umgengist berkla- sjúkling í æsku. Böndin bárust því að Hólum. Hinn 16. febrúar fór ég svo upp að Hólum og setti Pirquet-próf á allt það fólk sem ekki hafði áður verið jákvætt við berklapróf og sömuleiðis á foreldra og systur stúlkunnar. Á heimili hennar reyndist enginn jákvæður nema móðir hennar, en hún hafði eins og áður segir verið samvistum við berklasjúkling í æsku. Á Hólum kom hins vegar í ljós að 11 manns höfðu orðið jákvæðir síðan skóla- skoðun hafði verið framkvæmd um haustið. Þar af voru átta nemendur, ein starfsstúlka og tvö börn. Hinn 20. febrúar gegnumlýsti ég alla sem já- kvæðir höfðu verið og fjölskyldu stúlkunnar en enginn reyndist með einkenni um lungnaberkla. Um þetta leyti bárust mér fregnir af að einn skóla- piltanna, sem átti heima norður í Þingeyjarsýslum, hefði farið heim til sín um jólin en ekki komið til baka. Hefði hann veikst af mislingum og síðan fengið botnlangabólgu og verið skorinn upp á Húsavík. Ég hafði samband við Daníel Daníelsson á Húsavík og tjáði hann mér að þessi piltur hefði verið skorinn vegna gruns um botnlangabólgu en verið með miklar eitlabólgur á ileo-coecal stað og verið grunsamlegur um berkla. Vefjarannsókn staðfesti svo þennan grun. Þar sáust „berklabreyt- ingar með ystingum og Langerhans frumum og í lituðum sneiðum sáust sýrufastir stafir“ svo vitnað sé í greinargerð landlæknis í heilbrigðisskýrslum 1959. Þegar hér er komið sögu var ljóst orðið að útbreitt berklasmit hafði átt sér stað í skólanum en ekki vitað hvaðan það var komið. Enginn þeirra 13 einstaklinga sem jákvæðir höfðu reynst höfðu einkenni um lungnaberkla, þegar frá er talin stúlkan sem fyrst greindist. Læknar Kristneshælis töldu hana með hilus adenitis. Ég tók þá greiningu með fyrirvara þó að ég hefði ekki hátt um það því að mér fannst læknar í þá daga oft vera fljótir að greina hilus adenitis, ef sjúklingurinn var með jákvætt berklapróf, en enginn bólgublettur fannst í lungum og ekki einkenni frá öðrum líffærum. Hinn 22. mars gerði ég Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni viðvart um stöðu mála. Gerði ég honum svo skriflega grein fyrir gangi málanna fram að þeim tíma. Um sama leyti endurtók ég berklaprófin á fólkinu á Hólum og bættust þá fjórir í hóp hinna jákvæðu. Eftir þetta stjórnaði landlæknir rannsókninni. Nú fóru böndin að berast að kúnum á staðnum. Það var athyglisvert að enginn skyldi vera með lungnaberkla af öllum þeim fjölda sem smitast hafði. Þá voru ileo-coecal berklar sjaldgæfir á íslandi og bentu óneitanlega til smits gegnum fæðu. Sigurður Sigurðsson hafði nokkrum árum áður birt ritgerð sína um berkla á íslandi. Hann færði þar rök að því að kúaberklar (tbc.typus bov- inus) væru ekki til á íslandi. Hins vegar voru þeir vel þekktir í Danmörku. Árið áður höfðu danskir menn unnið á Hólum meðal annars við gegningar í fjósi. Vaknaði því spurning um hvort kýrnar hefðu smitast af þessu fólki og síðan smitað frá sér gegn- um mjólkina. Um þessar mundir var héraðsdýralæknir á Sauðárkróki Guðbrandur Hlíðar. Hann hafði numið fræði sín í Danmörku. Ég hafði nú samband Guðmundur Helgi Þórðarson Höfundur er fyrrum héraðslæknir. Læknablaðið 2005/91 685

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.