Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BERKLAVEIKI við hann, skýrði honum frá málavöxtum og bað hann að berklaprófa nautgripina. Hann taldi lítinn vafa á að hér væri um kúaberkla að ræða, hafði enda kynnst slíkum faröldrum í Danmörku. Hann setti svo berklapróf á kýrnar og svöruðu 12 þeirra jákvætt af 66. Við endirtekin próf reyndust fleiri gripir svara jákvætt. Smitaðir gripir voru felldir og í árslok höfðu alls 57 nautgripir verið felldir. Krufning var framkvæmd á öllum gripunum. Fundust óverulegar bólgubreytingar í 26 þeirra. í fjórum gripum fundust „bólgubreytingar í lungum og brjósthimnu, sem líktist mjög berklabólgu“ (Heilbrigðisskýrslur 1959). í flestum tilvikum var þó um að ræða litla bólguhnúta í eitlum. Krufningu á dýrunum annaðist Guðbrandur Hlíðar en Páll A. Pálsson yfirdýralæknir kom norður í eitt skipti og vann við krufningu á nokkrum gripanna. Hinn 23. apríl kom berklayfirlæknir norður til Hofsóss ásamt Jóni Eiríkssyni berklalækni og gegnumlýstu þeir nemendur og starfsfólk á Hólum, en fundu engin einkenni um lungnaberkla. Pá settu þeir Mantoux-próf á alla sem neikvæðir höfðu reynst áður og hafði nú enginn bæst í hóp hinna jákvæðu. Enginn jákvæðra hafði veikst og lauk þessum faraldri svo að einungis tveir veiktust, stúlkan með erythema nodosum og pilturinn með tbc. ileo-coecalis. Hinn 19. nóvember um haustið fór fram skóla- skoðun á Hólum. Þá var sett Pirquet-próf á alla nemendur og starfsmenn, en ekkert nýsmit kom fram. Þau sýni sem tekin voru við krufningu á naut- gripunum voru rannsökuð eins gaumgæfilega og tök voru á. Berklayfirlæknir stóð fyrir þeim rannsóknum. Hann segir meðal annars í skýrslu sinni um málið (Heilbrigðisskýrslur 1959): „Var bæði reynt að rækta sýklana og einnig reynt að sýkja með þeim tilraunadýr, s.s. kanínur, naggrísi og hænuunga, í því skyni að greina þá betur. Voru rannsóknir þessar gerðar á Tilraunastöðinni á Keldum, á Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg og einnig að nokkru leyti á dönsku dýra- læknisstofnuninni í Kaupmannahöfn og samsvar- andi stofnun í Washington DC (Feldmann). Engin þessara stofnana treysti sér til að gefa skýr svör um það hvers konar smit væri hér um að ræða.“ Endanleg niðurstaða varð því sú að sýklar þeir sem valdið höfðu þessum faraldri væru að vísu einhvers konar berklasýklar, en nánar var ekki unnt að skilgreina þá með vissu. Þeir voru kall- aðir atýpískir, „þ.e. trauðla flokkaðir til manna-, nauta- eða fuglaberkla, enda þótt þeir séu vafa- lítið skyldastir nautaberklastofni,“ segir í skýrslu berklayfirlæknis, en síðan er bætl við: „En fjöldi slíkra afbrigðilegra stofna hefur undanfarið verið í örum vexti víðs vegar um heim.“ Lengra varð ekki komist að ráða þessa gátu. Berklayfirlæknir hafði samband við dönsk heil- brigðisyfirvöld og höfðu þau upp á fimm Dönum sem dvalist höfðu á Hólum árið 1958, en allir farið þaðan fyrir áramót. Voru þeir allir rannsakaðir en ekkert fannst hjá þeim athugavert. Þessi rannsókn endaði því þannig að ekki varð fyllilega upplýst hvaða sýkill var hér að verki. Það var ekki hægt að rækta hann eins og áður segir. Það var heldur ekki hægt að negla það niður hvaðan smitið barst í nautgripina. Það liggur ekki fyrir hvort hægt var að ná til allra þeirra manna sem unnið höfðu á Hólum um þessar mundir, en þeir sem til náðist virðast hafa verið heilbrigðir. Hins vegar er hægt að fullyrða að fólkið hafi smitast af kúnum gegnum mjólkina. Þeirri spurningu var ekki svarað hvort hér væri um kúaberkla að ræða eða ekki. Hafi svo verið er það í fyrsta sinn í þúsund ára sögu landsins sem vart hefur orðið við þá bakteríu. 686 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.