Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 53

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALINN sé spurt „hvort læknastéttinni sé refsað harðar en öðrum stéttum fyrir óhefðbundna eða nýja sýn á LSH eða heilbrigðiskerfið“? Nýr spítali Stækkun Landspítalans hefur verið á döfinni allan seinni helming síðustu aldar. Fyrir 30 árum var gert samkomulag við Reykjavíkurborg um stækk- un Landspítalalóðarinnar niður fyrir Hringbraut og flutning götunnar. Þá var sett fram Weeks áætlunin svokallaða um nýjar byggingar, rými fyrir sjúklinga, rannsóknarstofur og vinnuað- stöðu starfsmanna. Sem betur fer var ekki byggt samkvæmt þeirri áætlun annað en K-byggingin svokallaða og geðdeildin sem var pínd inn í þessar hugmyndir hinna gamaldags ensku arkitekta. Þó tókst að halda í tveggja manna stofur og nokk- ur eins manns herbergi sem nú þykja sjálfsögð. Aætlað byggingamagn skv. Weeks var í samræmi við einhverja enska staðla sem taldir voru henta Landspítalanum og átti að rúmast sitt hvoru megin gömlu Hringbrautarinnar. Að sjálfsögðu átti þetta að vera hátæknisjúkrahús sem hæfði sem kennslu- og vísindastofnun, enda öllum ljóst að Landspítalinn hafði verið stofnaður sem háskóla- sjúkrahús. En gert var ráð fyrir að hin sjúkrahúsin sem fyrir voru mundu halda áfram starfsemi með nauðsynlegri hátækni og sjá um verulegan hluta af sjúkrahússþjónustu landsins. Þó að þeim sem aka nýju Hringbrautina sé ljóst að lóðarskikinn milli brautanna sé ekki stór hefði hann kannske dugað miðað við þær áætlanir sem uppi voru. En öllum má ljóst vera að það er ger- samlega út í hött að ætla að reyna að troða því byggingamagni sem nú stendur til að reisa þarna og á að verða eina sjúkrahús Reykvíkinga, jafnvel þótt fengnir verði til okkar færustu arkitektar og samstarfsaðilar sem þeir hafa valið sér. Eins og oft vill verða eykst skilningur manna, stjórnmálamanna sem annarra, á þörfum fyrir fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu þegar sjúkdómar hitta þá fyrir, og þeir sjá þá fjármögnunarleiðir til að þoka málum áfram. Nú þegar símagullið fer að renna tala margir um hátæknisjúkrahús og apar hver eftir öðrum án þessa gera sér grein fyrir að allar nútímalækningar byggja á hátækni og sérstak- lega þó á háþekkingu sem allir landsmenn verða að fá að njóta. Forsenda þess að svo megi verða er nauðsynleg samkeppni þar sem færustu læknar fá að njóta sín en ekki aðeins einhverjir handtíndir af misvitrum stjórnendum. Samkeppni milli spítala er enn nauðsynlegri en samkeppni milli háskóla sem nú er rómuð af sumum, að ekki sé talað um sam- keppni milli banka. Læknar taki að sér rekstur Borgarspítala Stjórnunarvandi Landspítalans skapast fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að fram- kvæmdastjórn spítalans telur að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður. Þjónustan hefur að vísu verið góð ef og þegar hún fæst, en gæti verið enn betri með aðhaldi frá samkeppnisaðila. Það er líka almannavarnamál að hafa fleiri en eitt sjúkrahús í Reykjavík, svo að Reykvíkingar verði ekki sjúkrahússlausir komi eitthvað fyrir á þeim eina og þrönga stað þar sem nú er ætlunin að byggja sjúkrahús. Það er of langt að flytja nokkur hundruð manns til Akureyrar eða Skotlands komi eitthvað fyrir Landspítalann. Jafnvel bilanir í tölvu- kerfi eins og komið hafa fyrir að undanförnu geta valdið svo mikilli truflun að spítalinn verði lítt starfhæfur og er þá illt að hafa ekki í önnur hús að venda. Og nú er jafnvel svo komið að heilbrigðis- ráðherra kemur auga á að þörf sé fyrir fleiri spítala og talar um verkaskiptingu milli Landspítala og spítala í nágrannabyggðum. Meginmál er að fleiri sjúkrahús séu rekin í Reykjavík til að tryggja góða þjónustu við alla landsmenn, framfarir og starfsmöguleika lækna. Læknar þurfa því nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við einhverja fjárfesta. Eins og sakir standa væri nærtækt að fá byggingu Borgarspítalans í Fossvogi og stofna þar sjálfstæðan spítala og semja við Tryggingastofnun um að hún kaupi þjón- ustu af honum eins og Landspítalanum. Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG-kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna. Með þessu móti mundi skapast fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna mundi aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingamagni sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut. Með samkomulagi milli lækna spítalanna er auð- velt að koma við nauðsynlegri verkaskiptingu og samvinnu vegna sjaldgæfra sjúkdóma. Heimildir 1. Þröstur Haraldsson. í hverju er stjórnunarvandinn fólginn? Læknablaðið 2005; 91: 538-41. 2. Spítali í spennutreyju. Morgunblaðið 2005; 93:12.-16. júní. 3. Arsskýrslur Landspítalans 2000-2004. www4.landspitali.is/ 4. www.landlaeknir.is/ 5. www.vinnueftirlit.is/ Læknablaðið 2005/91 689

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.