Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 61 Eftir morgunmat Hlustað eftir morgunmat Barnalæknir nokkur var algjör snillingur í að ná sambandi við sjúklinga sína. Þegar hann gekk stofugang átti hann til að leggja hlustunarpípuna á kvið barnsins sem hann var að sinna og giska á hvað það hefði borðað í morgunmat. „Mér heyrist þú hafa fengið hafragraut í morg- un,“ sagði læknirinn við fjögurra ára hnátu sem lá í rúmi úti við glugga á stofu 14. Stúlkan ljómaði eins og sól og fannst mikið til um hæfni læknisins koma. Svo leit hann á föður stúlkunnar sem spurði undrandi: „Geturðu í alvöru HEYRT hvað barnið borðaði?" Hvíslað í eyra Læknirinn var á stofugangi á geðdeildinni þegar sjúklingur kom að honum og hvfslaði í eyra hans: „Þú ættir að gera eitthvað fyrir herbergisfélaga minn af því að hann heyrir raddir.“ „Hvernig veistu það?“ spurði læknirinn. „Af því ég heyri þær líka.“ Dýrar töflur Læknirinn spurði sjúklinginn hvaða lyf hann not- aði. „Sko, ég á að taka eina bláa og eina hvíta töflu á hverju kvöldi en þessar bláu eru svo dýrar að ég tek bara tvær hvítar í staðinn." Á stofugangi Unglæknir var á stofugangi ásamt hjúkrunar- fræðingi og nema. Hann kom að rúmi eldri konu sem hafði farið í kviðarholsaðgerð tveimur dögum áður. „Hefið þér leyst vind í morgun, frú mín góð?“ spurði unglæknirinn. „Nei, góði minn, það hlýtur að hafa verið þú sjálfur.“ Sólarhringssöfnun Maður nokkur hringdi áhyggjufullur í rannsókna- stofu á spítala og sagði við meinatækninn: „Konan mín er að safna sólarhringsþvagi til rannsóknar. Hún er búin að halda í sér í 23 klukkustundir og getur ekki meir.“ Hugulsamur sjúklingur Ungur maður var búinn að liggja inni á spítala í rúma viku. Hann var hinn viðkunnanlegasti en það var eitthvað í fari hans sem gerði hann ólíkan öðrum í háttum og tilsvörum. Þegar stutt var í að hann útskrifaðist birtist hann með fulla skál af hnetum inni á vaktinni á deildinni og gaf starfs- fólkinu. Hjúkrunarfræðingur sem sólgin var í hnet- ur skellti slatta af þeim upp í sig og þakkaði mann- inum hugulsemina. „Það var nú svo lítið,“ sagði maðurinn „mér þykja hnetur ekkert sérstakar, en mér fannst súkkulaðið gott sem var utan á þeim.“ Inn og út Hressilegur og ern eldri bóndi kom til héraðslækn- is í gamla daga til almennrar skoðunar. Það amaði ekkert sérstakt að honum nema hvað heyrnin var farin að dofna verulega. Bóndanum þótti hálfvand- ræðalegt að heyra jafn illa og hann gerði og hafði lítinn áhuga á að ræða það frekar. Þegar læknirinn hlustaði lungun og sagði: „Viltu anda djúpt inn og út“ gerðist ekkert. Læknirinn hækkaði róminn og sagði: „Andaðu djúpt inn og út.“ Ekkert gerðist. Þá tók læknirinn hlustunarpípuna úr eyrum sér og setti í eyru gamla mannsins og hrópaði síðan í hinn enda hlustunarpípunnar: „ANDAÐU INN, ANDAÐU ÚT“. Bóndinn leit undrandi á lækninn og hrópaði á móti: „Hvernig í andsk... á ég annars að anda.“ Augndropar Sjúklingur kom til læknis á Læknavaktinni vegna sýkingar í auga. Hann fékk í hendur lyfseðil sem hann fór með í Lyfju. Biðin þar var stutt og að henni lokinni fór sjúklingurinn heim. Tveimur tímum síðar hringdi sjúklingurinn í lyfjafræðing í lyfjabúðinni og sagði: „Það stendur á miðanum á augndropaglasinu: „TVEIR DROPAR í VINSTRA AUGA ÞRISVAR Á DAG.“ „Já,“ sagði lyfjafræðingurinn. Sjúklingurinn var á báðum áttum og spurði: „Er það vinstra augað þegar maður horfir í spegil?" Aðstandandi í símanum Síminn hringdi að morgni dags á hjúkrunarheim- ili og rödd í símanum spurði: „Gætir þú sagt mér hvernig móðir mín hefur það í dag?“ Hjúkrunar- fræðingurinn sem svaraði kveikti hvorki á því hver var í símanum né um hvern var spurt og sagði: „Hver er þetta með leyfi?“ Röddin í símanum varð nokkuð hvefsin: „Nú, dóttir hennar, að sjálf- sögðu.“ Bjarni Jónasson bjarni.jo?iassoti@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2005/91 699
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.