Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 91

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 91
92 matur & vín Helgin 12.-14. desember 2014 Þ að voru Bretar sem fundu upp portvínið og kom ekki til af góðu því þeir neydd- ust til að versla portúgölsk vín í stað franskra þegar þeir áttu í einu af sínum mörgu stríðum við þá frönsku. Til þess að tryggja gæði vínsins fyrir sjóferðina til Bretlands tóku þeir upp á því að blanda brandí út í vínið og viti menn, vísir að portvíni varð til. Hægt er að njóta drykkjarins allt árið um kring, auðvitað, en það er eitthvað sérstaklega jólalegt við sætt portvín og fátt sem slær út portara og piparkökur á jólalegu síðkveldi. Þrúgur portvíns eru ræktaðar í hæðum Duoro-dalsins austan við hafnarborgina Portó norðar- lega í Portúgal en það er einmitt frá þessari ágætu borg sem vínið dregur nafn sitt. Portvín er í raun rauðvín þar sem vínanda er bætt út í vínsafann. Þá hættir sykurinn að gerjast og þrúgurnar halda eftir náttúrulegum sætleika sínum sem gerir vínið bæði alkóhólríkt eða styrkt og náttúrulega sætt. Ekki er óalgengt að portvín séu í kring- um 20% að styrkleika. Flokka má portvín í nokkrar tegundir. Hægt er að fá hvítt port- vín, jafnvel rósaportvín en fyrst og fremst skiptast þau í tvennt: Ruby og Tawny. Í grunninn eru það sömu vínin en munurinn liggur í því að Ruby fær að eldast í flösk- unni á meðan Tawny fær að dúlla sér í langan, oft heillangan, tíma í trétunnu. Vegna þess hve Ruby fer fljótt á flösku er yfirleitt um að ræða ávaxtarík vín sem virka dálítið eins og sæt rauðvín. Til að flækja málin enn frekar er Ruby flokkað í þrjá undirflokka, þar sem sjálft „Ruby“ er algengast og jafnframt ódýrast og er blanda af mörgum árgöngum en svo er það „Late bottle vintage“ (LBV) sem er af ákveðnum árgangi en ekki endi- lega mjög góðum en geta verið góð kaup, og að lokum „Vintage“ sem er fínasta tegundin og er að- eins framleitt þegar aðstæður hafa verið eins og best gerist. Ruby-stíllinn er ágætis eftirrétt- arvín, sérstaklega með ávaxtakök- um og öðrum ávaxtaríkum eftir- Órjúfanlegur hluti af jólunum Portvín er ekki bara portvín Portvínið er að komast í tísku. Á veitingastaðnum Kol er það nú borið fram kælt í venjulegu vínglasi og parað með alls konar mat. Allt frá hvítum portara með lifrarmús og tvíreyktu hangi- kjöti yfir í rauðan vintage portara með hrefnusteik eða rauðu kjöti. Þetta er vel þess virði að prófa. Portvín Sandeman Founders Reserve Styrkleiki: 20% Verð í vínbúðunum: 5.999 kr. Bragðmikið og þrosk- að. Dökkur ávöxtur með smá kanel, mjúkri fyllingu og þroskuðum tann- ínum. Piparkeimur í löngu og þægilegu eftir- bragði. Cockburn’s Fine Ruby Styrkleiki: 20% Verð í vínbúðunum: 4.099 kr. Kirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, sætt, fersk sýra. Rauð og dökk ber, laufkrydd. Cockburn’s Special Reserve Styrkleiki: 20% Verð í vínbúðunum: 4.499 kr. Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, sætt, mild sýra, mjúk tannín. Dökk ber, sólber, lyng, minta, lakkrís. Cockburn’s 10 ára Tawny Styrkleiki: 20% Verð í vínbúðunum: 3.990 Rafrautt. Mjúk fylling, sætt, mild tannín. Rauð ber, fíkjur, síróp, hnetur. Langt heitt eftirbragð. réttum en þessi stíll passar líka sætunnar vegna ágætlega með fituríkum föstum ostum. Í Tawny-stílnum fær vínið, eins og áður sagði, að eldast og taka sig á tunnum – með tímanum verða þau brúnleit. Tawny hefur líka sína undirflokka sem byggjast á aldri vínsins; 10 ára, 20 ára, 30 ára og jafnvel 40 ára. Þó er ekki átt við að vínin séu nákvæmlega svo gömul heldur er verið að vísa til þess að meðalaldur vínsins sem blandað er saman er nálægt því. 10-20 ára Tawny-vín eru oft góð kaup. Að lokum er svo hægt að fá alvöru árgangsvín sem heitir þá „Colheita“ og þá er ekki talað um aldur vínsins á flöskunni heldur árganginn. Tawny eru fínleg og góð, bæði sem fordrykkur og eftirréttarvín. Þau eru góð með kröftugum ostum eins og gráðosti og stilton-blámyglu- osti. Líka henta þau með súkkulaði og þess konar eftirréttum og eru algerlega ómissandi með rjúkandi heitum piparkökum beint úr ofn- inum. Ekta jólastemning. Síðan má ekki gleyma að prófa sig áfram með að para portvín með aðal máltíðinni t.d. rauðu kjöti. Berðu það þá fram í stóru vínglasi svo lyktin nái að njóta sín og hafðu það kælt, jafnvel niður í 6-8 gráður. Opið portvín má vel geyma. Gott er að setja þau í kælinn og setja tappann í og þá duga Ruby-vín í minnst 2 vikur og Tawny-vín vel í 4 vikur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.