Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 93

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 93
94 matur & vín Helgin 12.-14. desember 2014 Muga reserva Gerð: Rauðvín Uppruni: Spánn 2010 Styrkleiki: 14% Þrúga: Tempranillo og garnacha Verð í Vínbúðunum: Kr. 3.999 Þetta vín er einn af rollsunum frá Rioja. Sumir árgangar af þessu víni eru á við það besta sem gerist. 2010 árgangurinn bankar á þær dyr en kemst ekki alveg inn. Engu að síður frábært vín og kjarakaup fyrir þá sem vilja gera vel við sig um jólin. Gott jafnvægi, mikill karakter og mýkt. Gott með jólavillibráðinni. Alamos Merlot Gerð: Rauðvín Uppruni: Argentína, 2013 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Merlot Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.248 Ágætis merlot frá Mendoza í Argentínu. Ágætis jafnvægi, örlítið sultað berjabragð og plóma. Þétt vín og í grófari kantinum en kemur vel inn í lokin með eikartónum. Eitt af þessum merlot-vínum sem henta best með grófari mat. Cono Sur Pinot Noir Reserva Especial Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 14% Þrúga: Pinot Noir Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.495 Chilemenn eru hreint ekki svo slæmir í pi- not noir-gerð. Þetta þvengmjóa land virðist geta gefið af sér með sóma ýmsar þrúgur. Í þessu víni hafa þeir hitt á milt, vinalegt og bragðmikið pinot. Gott að bera það fram örlítið kælt og með léttari mat, áramóta- kalkúninum eða ofnbakaða laxinum. Rauðvín eiga að sjálfsögðu við allan ársins hring en það er eitthvað sérstaklega rauðvíns- legt við jólin. Þá leyfum við okkur aðeins meiri lúxus í mat og drykk. Áfengis- neysla á að sjálfsögðu að vera hófleg yfir hátíðarnar en gott vín með jólamatnum getur lyft máltíðinni á allt annað plan. Pörun matar og víns getur verið heilmikill frumskógur og hægt að beita ýmsum aðferðum og ein sú algengasta er að para þrúguna við matinn og þá er gott að vita eitthvað um þrúgurnar og við hvaða mat þær henta. Rauð Jól Cabernet Sauvignon Vín úr þessari þrúgu hafa yfirleitt frekar mikla fyllingu og töluverð tannín. Gott að para með þyngri kjötréttum og flóknari réttum með fituríkara kjöti. Grenache Með vínum úr þessari þrúgu passar vel að hafa matinn grófan og bragðmikinn eins og villibráð eða bragðmikla pottrétti. Pinot Noir Vandmeðfarin þrúga sem passar vel með léttari kjötréttum eins og kjúlla og kal- kúni en líka með laxi. Malbec Nánast samnefnari með argentínskum vínum. Argentínumenn eru líka frægir fyrir nautakjöt og vita hvað þeir syngja því malbec og grilluð nautasteik eru full- komið par. Merlot Fjölhæf þrúga sem í sínum léttari út- gáfum passar vel með grilluðum kjúlla og í tannínríkari útgáfu með meiri fyllingu hentar vel með vetrarlegum pottréttum og jafnvel léttari villibráð. Syrah/Shiraz Þessi þrúga skilar af sér miklum og oft krydduðum vínum. Grillmatur og krydd- aðir réttir, jafnvel sterkir henta vel hér. Tempranillo Uppáhaldsþrúga margra Íslendinga í gegnum Rioja-vínin. Góð með bragð- milklum grænmetisréttum og sunnudags- lambinu. Piccini Memoro Vintage 2010 Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2010 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 3.399 Piccini-vínin virðast fara vel í landann því þau eru ein af mest seldu vínunum í ÁTVR. Þessa útgáfu af Memoro víninu þeirra kalla þeir vintage. Það ber karektereinkenni litla bróður, berjað og með vanillukeim. Þú færð samt heilmikið fyrir verðmismuninn. Það er þyngra og þroskaðra og í frábæru jafnvægi. Flott vín með léttari villibráð sér- staklega ef berjasjósa er með í spilinu. Nottage Hill Cabernet Shiraz Gerð: Rauðvín Uppruni: Ástralía, 2012 Styrkleiki: 14% Þrúga: Cabernet og Shiraz Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.399 Shiraz-vín eru ekki fyrir alla og ágætis hugmynd hjá Hardy’s-mönnum að blanda cabernet og shiraz saman. Útkoman er frekar stórt vín og ágengt með krydduðum tónum og plómu. Þurrt og tannínríkt en í furðulega fínu jafnvægi miðað við þrúgu- blönduna. Hentar með ýmsum mat allt frá léttari kjötmeti yfir í grillsteik og jafnvel smá spæsí bbq. Altos Crianza Gerð: Rauðvín Uppruni: Spánn, 2010 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Tempranillo Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.295 Ef þú ert mikið fyrir Rijo-vín og tempranillo þrúguna skaltu prófa þetta vín. Það hefur allt það besta sem einkennir svæðið. Eikin og vanillan og mýktin er frábær og örlítil sveit sem gerir það áhugavert en það er ekki ágengt og krefjandi bara svona mátulegt. Heilmikið í þessari flösku fyrir peninginn. Spennandi að prófa með osta- bakkanum. Montalto Ammasso Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.999 Sikileyjarvín framleitt með svipuðum hætti og Amarone vín eða frekar eins og Valpolicella Ripasso vín þar sem notast er að hluta við þurrkaðar þrúgur. Það hleypir áfengismagninu og sætunni upp. Þetta vín er líka dálítið sultað en skemmtilega flókið. Það er nauðsynlegt að drekka það aðeins kælt. Albert Bichot Heritage 1831 Pinot Noir Gerð: Rauðvín Uppruni: Frakkland, 2012 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Pinot Noir Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.898 Hér er á ferðinni pinot frá heimkynnum þeirrar ágætu þrúgu í Búrgúndí. Þetta er fágað vín með mildum berjatónum og ferskleika. Þetta er prýðis upphafspunktur fyrir þá sem vilja kynna sér betur Búrgúndí rauðvín. Eflaust ágætis ostavín og eins og flest pinot gengur prýðilega með ljósu keti. sælar daðar Vin van www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Metsölulisti Eymundsson HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ ÆVISÖGUR. VIKA 49 1. f TILNEFNING Metsölulisti Eymundsson HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ ÆVISÖGUR. VIKA 49 2. Fyrsta Orðbr agð s- þáttaröðin fylgir á DVD ! Metsölulisti Eymundsson HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ ÆVISÖGUR. VIKA 49 3.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.