Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / MAGABOLSBÓLGA
að með langvinnri sýkingu af H. pylori og bólgu í
kjölfarið verði rýrnun á magaslímhúð með eyðingu
saltsýrufruma. Þannig lækkar sýrustig magans og
hömlun á myndun saltsýruvaka og losun minnkar
með tilheyrandi hækkun á gildi þess í sermi. Það
að fylgni sé á milli aldurs og slímhúðarbreytinga
styður þá hugmynd að þessar breytingar gerist
á löngum tíma. Það hefur verið talið að tengsl
séu milli blóðkornafárs og annarra sjálfsnæmis-
sjúkdóma, svo sem í skjaldkirtli, nýrnahettum og
sykursýki (16). í okkar rannsókn sáust engin tengsl
milli saltsýrufrumumótefnavaka og skjaldkirtils-
mótefnavaka en slíkt hefur einnig sést í öðrum
rannsóknum (2).
Hugsanlega er hægt að nota saltsýruvakagildi
til að segja til um vefjafræðilega stigun á magabols-
bólgu og hverja skal taka til speglunar og jafnvel til
að fylgja eftir árangri að lokinni upprætingarmeð-
ferð og meta hverja þurfi að spegla aftur. Ein rann-
sókn hefur sýnt að sermispróf séu ekki nægilega
góð til að meta árangur upprætingarmeðferðar
og speglun sé betri kosturinn (12). Þar sem hætta
á magakrabbameini er fyrir hendi hjá sjúklingum
með magabolsbólgu auk visnunar er nauðsynlegt
að fylgja þeim eftir. Sýnt hefur verið fram á að
með speglun á tveggja til fjögurra ára fresti, háð
gráðu misvaxtar (dysplasia), sé hægt að greina for-
stigsbreytingar krabbameins (24, 25). Hugsanlega
er hægt að nota sermispróf, svo sem saltsýruvaka,
til að segja til um vefjafræðilega stigun samanber
okkar niðurstöður en slíkt þarf að rannsaka betur.
Áhætta á myndun magakrabbameins hjá sjúk-
lingum með magabolsbólgu //. pylori auk visnunar
magaslímhúðar á íslandi er ekki þekkt en rann-
sóknir erlendis hafa sýnt áhættu (relative risk) frá 5
til 8,7, háð staðsetningu og gráðu visnunar (26-28).
Auk þessa hefur sést hærri tíðni magakrabbameins
hjá fyrstu gráðu ættingjum H. pylorí jákvæðra
sjúklinga með magabolsbólgu (2). Hvort hið sama
er hér á landi er tilefni til frekari rannsóknar.
Þakkir
Ásgeiri Theodórs, meltingarsérfræðingi á St. Jós-
efsspítala eru færðar þakkir fyrir framkvæmd blást-
ursprófa fyrir Helicobacter pylori, Wyeth Lederle
fyrir rannsóknarstyrk og Guðjóni Kristjánssyni
meltingarsérfræðingi á lyflækningadeild FSA fyrir
yfirlestur.
Heimildir
1. Chey WD. Scheinman JM. Peptic ulcer disease. In: Friedman
SL. McQuaid KR. Grendell JH. eds. Current Diagnosis & Treat-
ment in Gastroenterology. 2nd ed. New York: McGraw-Hill
2003:324-6.
2. Annibale B, Marignani M, Azzoni C, D Ambra G, Caruana
P, D Adda T, et al. Atrophic body gastritis: Distinct features
associated vith Helicobacter pylori infection. Helicobacter
1997; 2: 57-64.
3. Valle J, Kekki M, Sipponen P, Ihamaki T, Siurala M. Long-
term course and consequences of Helicobacter pylori gastritis.
Result of a 32 year follow-up study. Scand J Gastroenterology
1996; 31: 546-50.
4. Sakaki N, Kozawa H, Egawa N, Tu Y, Sanaka M. Ten year
prospective follow-up study on the relationship between
Helicobacter pylori infection and progression of atrophic
gastriti, particularly assessed by endoscopic findings. Aliment
Pharmacol Therapeut 2002; 16:198-203.
5. Sipponen P, Harkönen M, Alanko A, Suovaniemi AO. Diag-
nosis of atrophic gastritis from a serum sample. Clin Lab 2002;
48: 505-15.
6. Weinstein WM. Other types of gastritis and gastropathies. In:
Sleisenger MH, Fordtran JS, eds. Gastrointestinal Disease, 6 th
edn. Philadelphia: WB Saunders 1998: 711-32.
7. Asaka M, Kato M, Kudo M, Katagiri M, Nishikawa K, Yoshida
J, et al. Relationship between Helicobacter pylori infection,
atrophic gastritis and gastric carcinoma in a Japanese popula-
tion. Eur J Gastroenterol Hepatol 1995; 7 Suppl. 1: S7-10,.
8. Wang J, Chi DS, Kalin GB, Sosinski C, Miller LE, Burja I,
et al. Helicobacter pylori infection and oncogene expression
in gastric carcinoma and its precurson lesions. Digest Dis Sci
2002; 47:107-13.
9. Annibale B, Negrini R, Caruana P, Lahner E, Grossi C, Bordi C,
et al. Two-third of atrophic body gastritis patients have evidence
of Helicobacter pylori infection. Helicobacter 2001; 2:225-33.
10. Kokkola A, Rautelin H, Puolakkainen P, Sipponen P. Farkkila
M, Haapiainen R, et al. Diagnosis of Helicobacter pylori
infection in patients with atrophic gastritis: Comparison of
Histology, C-13- urea breath test and serolog. Scand Uni Press
2000; 2:138-41.
11. Oksanen A, Sipponen P, Karttunen R, Miettinen A, Veijola
L, Sarna S, et al. Atrophic gastritis and Helicobacter pylori
infection in outpatients referred for gastroscopy. Gut 2000;
46:460-3.
12. Lahner E, Bordi C, Di Giulio E, Caruana P, D Ambra G,
Milione M, et al. Role of Helicobacter pylori serology in
atrophic body gastritis after eradication treatment. Aliment
Pharmacol Ther 2002; 16: 507-14.
13. Annibale B, Di Giulio E, Caruana P, Lahner E, Capurso G,
Bordi C, et al. The long-term effects of cure of Helicobacter
pylori infection on patients with atrophic body gastritis.
Aliment Pharmacol Ther 2002; 16; 1723-31.
14. Yamana T, Miwa H, Fujino T, Hirai S, Yokoyama T, Sato N.
Improvement of gastric atrophy after Helicobacter pylori
eradication therapy. J Clin Gastroenterol 2003; 36:405-10.
15. Ito M, Haruma K, Kamada T, Mihara M, Kim S, Kitadai Y, et
al. Helicobacter pylori eradication threapy improves atrophic
gastritis and intestinal metaplasia: a 5 year prospective study of
patients with atrophic gastritis. Aliment Pharmacol Ther 2002;
16:1449-56.
16. Toh BH, van Driel IR, Gleeson PA. Pernicious anemia, review
article. New Engl J Med 1997; 337:1441-8.
17. Negrini R, Lisato L, Zanella I, Cavazzini L, Gullini S, Villanacci
V, et al. Helicobacter pylori infection induces antibodies cross-
reacting with human gastric mucosa. Gastroenterol 1991; 101:
437-45.
18. Ma JY, Borch K, Mardh S. Human gastric H,K-adenosin tri-
phosphatase beta-subunit is a major autoantigen in atrophic
corpus gastritis. Expression of the recombinant human glyco-
protein in insect cells. Scand J Gastroenterol 1994; 29: 790-4.
19. Beil W, Birkholz C, Wagner S, Sewing KF. Interaction of
Helicobacter pylori and its fatty acids with parietal cells and
gastric H+/K(+) -ATPase. Gut 1994; 35:1176-80.
20. Negrini R, Savio A, Poiesi C, Appelmelk BJ, Buffoli F,
Paterlini A, et al. Antigenic mimicry between Helicobacter
pylori and gastric mucosa in the pathogenesis of body atrophic
gastritis. Gastroenterol 1996; 111: 655-65.
21. Bergman MP, Vandenbroucke-Grauls CM, Appelmelk BJ,
D’Elios MM, Amedei A, Azzurri A, et al. The story so far:
Helicobacterpylori and gastric autoimmunity. [Review]. Intern
Rev Immunol 2005; 24: 63-91.
22. Kokkola A, Valle J, Haapiainen P, Sipponen P, Kivilaakso E,
Puolakkainen P. Helicobacter pylori infection in young patients
with gastric carcinoma. Scand J Gastroenterol 1996; 31: 643-7.
23. Haruma K, Komoto K, Kamada, Ito M, Kitadai Y, Yoshihara
M, et al. Helicobacter pylori infection is a major risk factor for
gastric carcinoma in young patients. Scand J Gastroenterol
2000; 35: 255-9.
24. Kokkola A, Haapiainen R, Laxen F, Puolakkainen P,
Kivilaakso E, Virtamo J. et al. Risk of gastric carcinoma in
patients with mucosal dysplasia associated with atrophic gas-
tritis: a follow up stydy. J Clin Pathol 1996; 49: 979-84.
Læknablaðið 2006/92 17