Læknablaðið - 15.01.2006, Side 21
FRÆÐIGREINAR / HRINGORMAR
Hringormar berast í fólk á íslandi
við neyslu á lítið elduðum fiski
Ágrip
Karl Skírnisson Greint er frá tveimur tilfellum hringormasmits í
dýrafræðingur fólki hér á landi. Tegundin Pseudoterranova dec-
ipiens fannst í koki tveggja einstaklinga sem neytt
höfðu illa hitaðra rétta úr ferskum steinbít firnm
og sex dögum áður. Priðja stigs lirfur upprunnar úr
fiskholdinu höfðu í báðum tilvikum þroskast upp á
4. stig á þeim tíma sem liðinn var frá smitun. I fyrra
tilvikinu vaknaði ungur karlmaður við að ormur
var að hreyfa sig í koki og í hinu fann ung kona
fyrir ertingu í hálsi. Þegar hún hóstaði barst lirfan
upp í kok. Lirfur hringormanna Pseudoterranova
decipiens og Anisakis simplex eru algengar í fisk-
um við íslandsstrendur. Menn eru ekki náttúru-
legir lokahýslar en hringormar sent koma úr fiski
geta lifað í fólki og valdið sjúkdómi. Erlendis er
Anisakis simplex mun algengari sjúkdómsvaldur
og oftast heldur illskeyttari en Pseudoterranova
decipiens. Hefðbundnar matreiðsluaðferðir hér á
landi sem fela í sér suðu eða eldun á ferskum fiski
upp fyrir 70°C hafa að líkindum að mestu komið
í veg smitun manna. Hætta er þó á að tilfellum
geti fjölgað hér á landi aukist neysla á hráum fiski
og hráum hrognum eða fiskréttum sem ekki hafa
verið hitaðir eða frystir nægjanlega lengi til að
drepa í þeim hringorma.
Inngangur
Tilraunastöð Háskóla íslands
í meinafræði að Keldum, 112
Reykjavík.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Karl Skímisson, Tilraunastöð
HÍ í meinafræði að Keldum,
112 Reykjavík. karlsk@hi.is
Lykilorð: Pseudoterranova
decipiens, fjórða síigs lirfa,
maður, kok, ísland.
Lirfur nokkurra þráðormategunda sem iðulega
sjást í innyflum og í holdi sjávarfiska hér við land
eru nefndir hringormar en fullorðnir lifa þeir
annaðhvorl í maga sela eða tannhvala sem eru
náttúrulegir lokahýslar þessara orma. Einkum
tvær tegundanna; Pseudoterranova decipiens og
Anisakis simplex, eru þekktar af því að geta lifað
í fólki. Sjúkdómurinn sem þær valda er nefndur
anisakidosis en ormarnir ná aldrei fullum þroska í
mönnurn þótt þeir geti stundum lifað í þeim mán-
uðum saman (1-4). Erlendis eru árlega greind fjöl-
mörg tilfelli þar sem fólk hefur fengið í sig lifandi
hringornta úr sjávarfiskunt. Flest tilfellin koma
frá löndum þar sem hefð er fyrir því að borða
hráan eða hálfhráan fisk eins og til dæmis í Japan
þar sem um 1000 tilfelli eru greind á hverju ári. í
langflestum tilvikum eru um að ræða tegundina
Anisakis simplex (5).
ENGLISH SUMMARY
Skírnisson K
Pseudoterranova decipiens (Nematoda,
Anisakidae) iarvae reported from humans in
lceland after consumption of insufficiently
cooked fish
Læknablaðið 2006; 92:21-5
Recently, two human cases of Pseudoterranova
decipiens nematode larvae were confirmed in lceland.
In each case a larva was found in the throat five and
six days after the consumption of insufficiently cooked
filets of the common catfish Anarhicas lupus that were
bought fresh in a fish store. In both cases the larva
had already developed from 3" to the 4,h stage during
the time of infection. In the former case a young male
woke up in the morning as he noticed a larva crawling
around in his throat. In the latter case a young woman
coughed up the larva after intense itching in her throat.
Anisakid larva of Pseudoterranova decipiens and
Anisakis simplex are common in fish around lceland.
Both are known as human pathogens but usually
Anisakis simplex causes more severe symptoms
and is more commonly found in human cases than
Pseudoterranova decipiens. Traditional cooking of
fish in lceland by boiling or thorough frying before
consumption is believed to prevent human anisakidosis
in lceland. However, increased consumption of fresh
or poorly heated fish and fish products might result in
increased anisakidosis cases in lceland.
Key words: Pseudoterranova decipiens, fourth stage larvae,
human infection, throat, lceland.
Correspondence: Karl Skírnisson, karlsk@hi.is
Engar öruggar heimildir eru fyrirliggjandi um
að íslendingar hafi smitast af hringormum. Mark-
mið greinarinnar er að greina frá tveimur nýlegum
hringormatilfellum hér á landi í fólki, gera grein
fyrir lífsferlum og líffræði hringorma og vara við
hættunni sem stafað getur af því að neyta hrárra
eða lítið hitaðra hringormasýktra sjávarafurða.
Um sýkingarform, tegundir og lífsferla hring-
orma
Gerður er greinarmunur á þremum sýkingar-
formum af völdum hringorma í mönnum (1-3):
Læknablaðið 2006/92 21