Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 22

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 22
FRÆÐIGREINAR / HRINGORMAR Einfaldasta gerðin er oftast tiltölulega meinlaus sýking í meltingarvegi en í þeim tilvikum ná lirfurnar ekki að bora sig inn í slímhimnu melt- ingarvegar og festa sig þar heldur flakka um melt- ingarveginn. Oft berast lirfurnar rétta boðleið út úr líkamanum en stundum skríða þær upp í kok og orsaka á leiðinni kitlandi tilfinningu sem sumir hafa líka lýst eins og náladofa. Oftast verður lirf- anna ekki vart fyrr en þær eru komnar langleiðina upp í kok. Vitað er um tilvik þar sem slíkt gerð- ist 50 mínútum eftir smitun en lengsti tími sem vitað er að hefur liðið voru tvær vikur (6). I næstu gerð sýkingar taka hringormalirfur sér bólfestu í vegg magans. Slíkum sýkingum fylgir maga- bólga og einkenni sem minna á magasár. Margir þjást ennfremur af ógleði, uppköstum, stöðugri hungurtilfinningu og kviðverkjum. Yfirleitt koma einkennin fram innan 12 klukkustunda frá smit- un. Priðja sýkingargerðin er smil í kviðarholi og er það jafnan talið alvarlegast. I þessum tilvikum hafa lirfurnar annaðhvort búið um sig í þarmavegg eða farið í gegnum þarmana yfir í kviðarhol eða í líffæri, svo sem lifur, gallblöðru eða eitla. Anisakis simplex veldur mun oftar sýkingum í kviðarholi og maga en Pseudolerranova decipiens sem aftur á móti er oftast á ferðinni þegar lirfur skríða upp í kok. Sýkingar eru því yfirleitt alvarlegri þegar fyrrnefnda tegundin á í hlut þótt á því séu stundum undantekningar (1-6). Anisakis simplex, Contracaecum osculatum, Phocascaris cystophorae og Pseudoterranova dec- ipiens eru sníkjuþráðormar (Nematoda) af ættinni Anisakidae sem lifa fullorðnir í maga villtra sjáv- arspendýra hér við land. Allar eru tegundirnar al- gengar (7-9). Fyrstnefnda tegundin nær svo til ein- göngu að verða kynþroska í tannhvölum og er þess vegna oft nefnd hvalormur en ókynþroska lirfur sjást einnig oft í selum. Stundum er hún kölluð síld- arormur vegna þess hversu algengar lirfurnar geta verið í uppsjávarfiskum. Hinar ormategundirnar þrjár lifa aftur á móti fullorðnar í maga landsela og útsela hér við land en finnast einnig í flökkuselum. Ein þeirra; Pseudoterranova decipiens er ýmist kölluð sel- eða þorskormur vegna þess hversu al- geng tegundin er í þessum hýslum hér við land. Hinar hafa ekki hlotið nafn (4, 7-9). Lífsferli hringorma er skipt í fimm stig (1-4). Kynþroska ormar eru á fimmta stigi í maga sjáv- arspendýra og þar verpa þeir eggjum sem berast út í sjóinn með saur lokahýslanna. Eggin eru étin af krabbadýrum sem eru millihýslar í lífsferlinum og við þrenn hamskipti þroskast lirfurnar og stækka. Éti fiskur krabbadýr með þroskaðri þriðja stigs lirfu, sem jafnframt er smithæfa stigið í lífsferlin- um, tekur lirfan sér bólfestu upprúlluð í fiskinum án þess þó að þroskast frekar. Fiskur gegnir því fyrst og fremst dreifingarhlutverki í lífsferlinum og er þess vegna oft nefndur burðarhýsill. A þriðja stigi eru lirfur anisakid orma 2-4 sm langar og komnar með gadda bæði á fram- og afturenda sem auðvelda þeim að rjúfa sér braut á flakki í gegnum vefi. I náttúrulegum lokahýsli sem étið hefur hring- ormasmitaðan fisk þroskast lirfur í maganum yfir á 4. stig á nokkrum dögum og eftir ein hamskipti til viðbótar hafa þær orðið að fullorðnum karl- eða kvenormum. Eftir mökun fara kvendýrin að verpa eggjum og hringrásinni er lokið. Fullorðnir ormar eru með framendann niðurgrafinn í slímhimnu magans og lifa í 3-7 vikur. A þeim tíma fer fram gífurleg eggjaframleiðsla en áætlað hefur verið að hver kvenormur geti daglega verpt um 7500 eggj- um (4, 10,11). Uppsjávarfiskar sem lifa einkum á krabbasvifi eins og ljósátu eða rauðátu sýkjast nær eingöngu af Anisakis simplex en fiskar sem lifa á krabba- dýrum niðri við botn smitast fyrst og fremst af Pseudoterranova decipiens. Þetta ræðst fyrst og fremst af mismunandi eðlisþyngd eggjanna sem ákvarðar hvort þau svífa í sjónum eða falla til botns (10). Þroskatími lirfa í krabbadýrum fer eftir hitastigi og getur tekið allt að fjóra mánuði við 1,7°C en gengur mun hraðar þar sem sjór er hlýr(ll). Mönnum stafar sjaldnast hætta af Contracaecum og Phocascaris lirfum vegna þess að þær taka sér bólfestu í líffærum í líkamsholi fisksins en leita ekki út í fiskholdið eins og Anisakis simplex og Pseudoterranova decipiens lirfurnar gera (4). Eins og við er að búast er algengast að finna Anisakis hringorma í uppsjávarfiskum eins loðnu, síld eða makríl en Pseudoterranova hringormar eru al- gengir í botnfiskum. Ránfiskar eins og þorskur sem bæði lifa á botn- og uppsjávarfiskum safna í sig öllum tegundum hringorma (7-9) því þriðja stigs lirfur úr bráðinni bora sig út úr maga þorsks- ins og enda sumar úti í fiskholdinu. Því fjölgar hringormum í ránfiskum smám saman eftir því sem þeir eldast. Steinbítur er botnfiskur sem lifir þar á hryggleysingjum. Ungir steinbítar smitast af Pseudoterranova decipiens við að éta botnkrabba- dýr en stundum komast steinbítar í uppsjávarfiska eins og loðnu og geta þá einnig smitast af Anisakis simplex. Ysa, einn algengasti matfiskur Islendinga, er oftast laus við hringormasmit af þeirri einföldu ástæðu að hún lifir fyrst og fremst á skeldýrum sem ekki eru millihýslar í lífsferli hringorma. Efniviður og aðferðir Vorið 2004 og haustið 2005 barst sitt hvor þráð- ormurinn til rannsóknar að Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum sem karl og kona höfðu 22 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.