Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 24

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 24
FRÆÐIGREINAR / HRINGORMAR lengst af lifað í maganum þar sem þær náðu greini- lega að næra sig það mikið að hamskipti gátu farið fram. Sambærilegum tilfellum hefur verið lýst frá Chile (6) þar sem vitað er um sjö einstaklinga sem allir hóstuðu fjórða stigs lirfu Pseudoterranova decipiens upp í kok. Eins og í hérlendu tilfell- unum voru lirfurnar alltaf einar á ferð. Fyrst á eftir kvörtuðu sumir Chile-búanna um ógleði, kláða- eða hroðatilfinningu í koki og jafnvel kláða í nefi. Lirfur uppgötvuðust í koki þessa fólks 1-7 dögum eftir áætlaða smitun. Einn lýsti ofnæmis- viðbrögðum í koki í vikutíma eftir að ormurinn hafði gengið upp. Áður var vitað um þrjú önnur tilfelli í Iandinu. í einu þeirra var um að ræða mann sem hafði haft verki ofarlega í maga sem líktust stöðugri hungurtilfinningu. Holsjárskoðun leiddi í ljós að lifandi ormur var í slímhimnu magans og var hann fjarlægður án uppskurðar með sérstökum vefjasýnistaka sem þræddur var niður vélindað. Greining sýndi að þarna var á ferðinni fjórða stigs lirfa Pseudoterranova decipiens (12). Sambærilegu tilfelli hefur einnig verið lýst frá Kóreu (13). Sýna þessi tilvik að Pseudoterranova lirfur geta búið um sig í magavegg þótt algengast sé samt að magasmit sé orsakað af Anisakis simplex. Stundum lýsa einkenni eftir smit sér sem ógleði sem enda með uppköstum eftir nokkrar klukkustundir (14). Svipuð viðbrögð eru þekkl hjá öðrum landspendýrum. Þannig sjást oft á minka- slóðum við sjávarsíðuna hér á landi allmargar Pseudoterranova decipiens lirfur í slímkenndum slettum sem minkar hafa ælt upp eftir að hafa verið að éta hringormasmitaðan fisk eins og marhnút. Verði minkur var við hreyfingu hringormalirfa í ntaga ælir hann þeim umsvifalaust til að koma í veg fyrir að lirfurnar taki sér þar bólfestu (15). Smiltíðni í mönnum af völdum þessara hring- ormategunda er mismunandi. í Japan þar sem sýkingar hafa verið hvað algengastar í heiminum undanfarna áratugi kom í ljós við skoðun ríflega 12.000 tilfella að einungis 335 þeirra voru rakin til sýkinga af völdum Pseudoterranova decipiens (2,8%) en í öllum hinum tilvikunum var Anisakis simplex orsakavaldurinn (5). Svipað er uppi á ten- ingnum í Evrópulöndum. Árið 1999, þegar átta anisakidosis tilfelli höfðu verið greind á Spáni, voru sjö rakin til Anisakis simplex en í einu tilviki hafði Pseudoterranova decipiens lirfa búið um sig í magavegg (16). Heimildir frá Norður-Ameríku sýna aftur á móti að þar virðast tilvik af völdum Pseudoterranova algengari (1, 4). Iðulega láta læknar sem fjarlægja hringorma úr mönnum ekki greina tegundina þótt slíkt sé auðvelt náist ormarn- ir lifandi. Mikil umfjöllun varð í fjölmiðlum í Vestur- Evrópu seint á 9. áratug síðustu aldar þegar fjöl- margra sjúkdómstilfella varð vart hjá fólki sem neytt hafði það léttsaltaðra, léttreyktra eða illa marineraðra fiskafurða að hringormar höfðu lifað matvælavinnsluna af. Orsakavaldurinn var Anisakis simplex og smituðust menn fyrst og fremst af því að leggja sér til munns uppsjávarfiska eins og sfld (4). Hefðbundnar aðferðir hér á landi við að mat- búa fisk þar sem þess hefur verið gætt að sjóða eða gegnumsteikja fisk virðast hafa dugað til að koma í veg fyrir að hringormar hafi komist lifandi ofan í menn. Hringormar í fiskholdi drepast við hitun upp fyrir 70°C í eina mínútu eða í 20°C frosti í vikutíma (3, 4). Benzimidazole (albendazol, mebendazol, thia- bendazol) og Ivermectin eru á lista yfir ormalyf sem ætlað er að drepa hringormalirfur í mönnum (3). Mebendazole er skráð hér á landi og notað gegn þráð- og bandormasýkingum í mönnum en Ivermectin er eingöngu skráð hér á landi sem dýra- lyf (17). Nýlega birtist grein þar sem albendazol- gjöf í tvær vikur var talin hafa drepið hringorm í maga sjúklings (18). Síðustu ár og áratugi hefur neysla á hráu eða lítt hituðu sjávarfangi færst í vöxt hér á landi. Af því getur stafað veruleg hætta, einkum þegar um er að ræða uppsjávarfiska sem sýktir eru af lirfum Anisakis simplex eða ránfiska sem hafa safnað þessum lirfum í sig. Dæmi eru um að íslenskir sjó- menn borði hrá loðnuhrogn. Veruleg hætta er á að slíkt geti leitt til Anisakis simplex sýkingar. Sama hætta fylgir neyslu á hráum sfldarhrognum og hráum fiski almennt. Undanfarin ár hefur neysla á hráum fiski í tilbúnum fiskréttum færst í vöxt. Brýnt er að fiskur sem notaður er í slíka rétti hafi áður verið vandlega ormahreinsaður (gegnum- Iýstur á ljósaborði) en öruggara er þó að hráefnið hafi áður verið fryst það lengi að lirfur í því séu örugglega dauðar. Þakkir Árni Kristmundsson, líffræðingur aðstoðaði við greiningu lirfanna og öflun heimilda. Matthías Eydal líffræðingur las handrit og korn með ýmsar gagnlegar ábendingar. Sama gerðu tveir ónefndir ritrýnar. Öllum er þeim þakkað verðmætt liðsinni. Heimildir 1. Beaver PC, Jung RC, Cupp EW. Clinical Parasitology. Lea & Febiger, Philadelphia 1984: 825. 2. Roberts LS. Janovy J. Foundations of Parastiology. MCGraw- Hill Higher Education, Boston, sjötta útgáfa, 2000:670. 3. Aspöck H. Amöben, Bandwiirmer, Zecken - Parasiten und parasitáre Erkrankungen des Menschen in Mitteleuropa. Biologizentrum des OÖ Landesmueums, Linz 2002:600. 24 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.