Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAÞRENGSL Samanburður á mati kransæðaþrengsla með tölvusneiðmyndatækni og hjartaþræðingu Birna Jónsdóttir1 SÉRFRÆÐINGUR í LÆKNISFRÆÐILHGRI MYNDGREININGU Ragnar Danielsen2 SÉRFRÆÐINGUR í ALMENNUM LYFLÆKNINGUM OG HJARTALÆKNINGUM Hagsmunir: Annar höfunda, Birna Jónsdóttir, er einn af eigendum Læknisfræöilegrar myndgreiningar ehf. sem rekur Röntgen Domus. 'Röntgen Domus, 2hjartadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Birna Jónsdóttir, Röntgen Domus, sími 5519330, birna@rd.is Lykilorð: kransœðasjúkdóm- ur, tölvusneiðmynd afkrans- ceðum, hjartaþrœðing. Ágrip Tilgangur rannsóknar: Að kanna notagildi og áreiðanleika tölvusneiðmynda (TS) rannsóknar af kransæðum til að meta æðabreytingar og þrengsli í samanburði við kransæðamyndatöku með hjarta- þræðingu. Efniviður og aðferðir: Metin voru gögn 44 einstak- linga (25 karla, 19 kvenna) (meðalaldur 63 ár, ald- ursbil 34 til 80 ár) sem vísað var í TS-rannsókn og einnig höfðu farið í hjartaþræðingu innan eins árs. Kransæðatrénu var skipt í svæðishluta, breytingar í æðunum stigaðar og niðurstöður beggja aðferða bornar saman. Algengi kalks í kransæðum var einnig sérstaklega kannað hjá 150 einstaklingum sem fóru í TS-rannsókn. Niðurstöður: Við hjartaþræðingu fundust rnark- tæk kransæðaþrengsli (> 50%) í 29 svæðishlutum, 17 þeirra voru yfir 2,0 mm í þvermál og af þeim greindust 14 á TS-rannsókn (83%). Aftur á móti greindi TS-rannsókn fjögur marktæk þrengsli sem ekki sáust við hjartaþræðingu. í TS-rannsóknun- um jókst algengi kalks í kransæðum með aldri og var í hópi 60 ára og eldri 96% hjá körlum og 71% hjá konum (p=0,025). Ályktun: TS-tæknin sýndi í heild gott samræmi við niðurstöður hjartaþræðingar við greiningu mark- tækra kransæðaþrengsla í æðahlutum sem voru yfir 2,0 mm í þvermál. Hjá eldri einstaklingum eru oft miklar kalkbreytingar í kransæðunum sem tor- velda mat þrengsla. TS-rannsókn af kransæðum virðist því hafa mest notagildi hjá yngri einstak- lingum þegar ástæða er til að skoða kransæðarnar til að komast hjá óþarfa hjartaþræðingu. Inngangur Dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma hefur fækkað á íslandi á undanförnum árum og er bættri greiningu og meðferð að þakka að hluta, auk öfl- ugs forvarnarstarfs (1, 2). Enn greinast þó sumir einstaklingar ekki með kransæðasjúkdóm fyrr en í kjölfar skyndidauða (3). Kransæðasjúkdóm má greina á mismunandi hátt: 1) Staðfest saga um kransæðastíflu. 2) Saga urn dæmigerða hjartaöng og jákvætt áreynslupróf. 3) Slagæðafitukalkanir í kransæðavegg nteð myndgreiningarrannsókn (4). Priðja greiningaraðferðin gerir kleift að finna einkennalausa einstaklinga og eftir því sem ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir B, Danielsen R Comparison between coronary angiography with multislice computed tomography and by cardiac catheterisation for assessing atherosclerotic lesions and stenosis Læknablaðið 2006; 92: 27-32 Aim of study: To compare the utility and reliability of coronary angiography with multislice computed tomography (MSCT) and by cardiac catheterisation in assessing atherosclerotic lesions and stenosis. Material and methods: Data were assessed from 44 subjects (25 men, 19 women) (mean age 63 years; range 34-80 years) referred to MSCT who also had undergone invasive coronary angiography within a time frame of one year. Coronary angiograms from both studies were assessed by segmental analysis and the atherosclerotic severity graded. The frequency of coronary calcification on MSCT was separately assessed in 150 subjects. Results: By retrospective evaluation, 29 segments were found to have significant stenosis (> 50%) on the invasive coronary angiogram. Of these 17 had a diameter over 2,0 mm and 14 (83%) thereof were correctly diagnosed by MSCT. On the other hand, MSCT assessed four stenosis to be significant that were not judged so on the invasive angiogram. On MSCT, the frequency of coronary calcifications increased with age and in those 60 years and older it was 96% in males and 71% in females (p=0.025). Conclusion: Good agreement was found between MSCT and invasive coronary angiography in assessing significant stenosis in vessel segments over 2,0 mm. In older subjects coronary calcification on MSCT is frequent and diminishes its accuracy. MSCT seems most useful in relatively young subjects in whom the coronary arteries need to be evaluated to avoid unnecessary cardiac catheterisation. Keywords: coronary artery disease, multislice computed tomography, cardiac catheterisation. Correspondence: Birna Jónsdóttir, birna@rd.is aðgengi að áhættuminni rannsóknaraðferðuni eykst, mun fjölga þeim einstaklingum sem þannig greinast. Kransæðamyndataka með hjartaþræðingu hefur áratugum saman verið nákvæmasta mynd- greiningaraðferðin til að meta kransæðasjúkdóm. Hefðbundin kransæðamyndataka með hjartaþræð- Læknablaðið 2006/92 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.