Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 30
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐARRENGSLI
Mynd 5. Samanburður á heildarstigun eftir frumúrlestur tölvusneiðmynda (TS) rann-
sóknar og hjartaþrœðingar (Pr) fyrir A. Iiœgri kransœð, B. vinstri aðalstofn, C. vinstri
framveggskvísl, D. vinstri umfeðmingskvlsl.
Mynd 6. ilœgri kransœð
mynduð við hjartaþrœð-
ingu. Dreifðar œðabreyt-
ingar og þrengsli í útlæg-
um greinum (örvar).
komin þrívíddarmyndbygging og truflanir höfðu
áhrif í 23 af 150 (15%) rannsóknum sem reyndist
nær tvisvar sinnum algengara en í 12 af 150 (8%)
rannsóknum í vinstri kransæð. Við endurmat og
samanburð TS-rannsókna og hjartaþræðinga var í
tveim tilvikum marktækt vanmat á efri hluta hægri
kransæðar (æðahlutar 1 og 2) við TS-rannsókn.
Einn sjúklingur var þræddur fjórum mánuðum
eftir TS-rannsóknina vegna bráðra kransæðaein-
kenna og reyndist þá vera með lokaða hægri
kransæð. Utlægari æðahlutar eru margir svo smáir
að erfitt getur verið að meta þá með TS-rannsókn,
þrátt fyrir endurmat, en þeir sjást betur við hjarta-
þræðingu (mynd 6).
Vinstri höfuðstofn: Algengara var að TS-rann-
sóknin mæti breytingar á þessu svæði meiri en
hjartaþræðingin, oftast var um eins stig munur milli
aðferðanna. Yfirleitt var skýringin sú að kalkanir
í æðaveggnum voru ekki greindar fullnægjandi við
upphaflegan úrlestur við þræðingu þó þær sæjust
í sumum tilfellum afturvirkt. Þessi æðahluti er oft
víðasti hluti kransæðatrésins og skuggaefnið er
þar þéttast við þræðingu. Veggkalkanir „drukkna“
stundum í röntgenskuggaefni við úrlestur þræð-
ingamynda á meðan þær bjarma upp vegna þéttni
kalksins við TS-rannsókn (mynd 7). Hjá tveim
sjúklingum var um vanmat á þrengslum í aðal-
stofni að ræða við þræðingu. í einu tilfelli þar sem
TS-rannsókn sýndi meiri en 50% þrengsli kom
aftur á móti í ljós við þræðingu skömmu síðar að
slagæðafitukölkun hafði rifnað upp (æðaskellurof)
og valdið mun meiri þrengslum og fór sá sjúkling-
ur í kjölfarið í opna hjáveituaðgerð.
Vinstri framveggskvísl: I samanburði við hjarta-
þræðingu sýndi TS-rannsóknin meiri æðabreyt-
ingar í efsta hluta framveggskvíslar, gott samræmi
fyrir miðhlutann, en vanmat útlægu greinarnar
(mynd 8). Með TS-rannsókninni var sérstaklega
leitast við að finna slagæðafitu í efsta hluta fram-
veggskvíslar og greindust slíkar breytingar hjá
fjórum sjúklingum í sjötta æðahluta. í einu tilfelli
var slagæðafita ranglega greind og reyndist í raun
vera vöðvabrú er umlukti efsta hluta framveggs-
kvíslarinnar. I nokkrum tilfellum við endurmat
á efsta hluta framveggskvíslar var um að ræða
vanmat á þrengslum við upphaflegan úrlestur
hjartaþræðingar. Útlægustu æðagreinarnar þar
sem algengt er að sjá þrengsli við þræðingu eru
hér eins og í hægri kransæðinni gjarna minni en
2,0 mm og erfitt að meta þær með TS-rannsókn.
I einu lilfelli er við hjartaþræðingu lýsl þrengslum
í upptökum 2,0 mm víðrar hliðargreinar en TS-
Mynd 7.A). Tölvusneiðmynda
rannsókn af kransœðum er
sýnir miklar kalkbreytingar í
aðalstofni og ofarlega ífram-
veggskvísl vinstri kransœðar
(ör). B). Þverskurður af vinstri
aðalstofni sem sýnir kalk
þrengja að holrúmi œðarinnar
(örvar).
30 Læknablaðið 2006/92