Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 38

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OFNEYSLUVANDINN Nefiid forsœdsráðu- neytisins að störfum í Htíðasmára 8. stjórnin meðal annars ráða hjá Emil L. Sigurðssyni og Guðmundi Þorgeirssyni þegar tillagan var í smíðum. Nefndarmenn lýstu áhuga sínum á málinu en vorið 2003 var kosningavor svo þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa þá. En í vor var tillagan svo samþykkt og var endanleg útgáfa hennar mjög í samræmi við tillögur okkar lækna. Forsætisráðherra skipaði nefndina núna í haust og við ætlum að skila áliti í apríl næstkomandi eins og kveðið er á um í þingsályktuninni.“ Hreyfing er allra meina bót Sigurbjörn segir að læknar telji nrálið mjög brýnt og þess vegna hafi LI boðið fram húsnæði fyrir fundina, auk þess sem framkvæmdastjóri félagsins er ritari nefndarinnar. En um hvað er rætt á fund- unum? „Það er ekki verið að boða neinn splunkunýjan Forsögn forsætisráðherra Eins og fram kernur í viðtalinu við Sigurbjörn er nefndin skipuð í fram- haldi af samþykkt þingsályktunar 11. maí í vor. í frétt frá forsætisráðu- neytinu daginn sem nefndin var skipuð segir að starfshópnum sé falið að greina bæði orsakir og afleiðingar vandans og á hann að hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Við greiningu á orsökum verði horft á marga þætti, svo sem áhrif mataræðis og lífsstíls nútímafjölskyldna, áherslur í hreyfingu og starfi og aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Ennfremur verði hugað að verðlagsmálum, aðstöðu al- mennings til íþrótta, útivistar og hreyfingar, skipulagi byggðar og samgangna og hlutverki starfsmanna skóla og heilbrigðisþjónustu við greiningu á vanda einstaklinga í forvarnarráðgjöf til foreldra og eftirfylgni aðgerða. Við mat á afleiðingum verði meðal annars horft til áhrifa á einstaklinginn, heilbrigði hans og félagslega stöðu, á atvinnulífið og á heilbrigðis- og trygg- ingakerfið. Þá skuli heildarkostnaður samfélagsins af afleiðingum vandans metinn. stórasannleik heldur snýst umræðan um staðreyndir sem læknum hafa verið ijósar um áratuga skeið. Vandamálið er hins vegar orðið það æpandi í vest- rænu nútímasamfélagi að engum dylst það lengur. Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að of- neysla er ekki eini vandinn heldur einnig hreyf- ingarleysið. Mönnum er orðið ljóst að hreyfing er sjálfstæður og jákvæður þáttur í heilsufari fólks sem sést á því að þeir sem eru eins á líkamlega mælikvarða eru misvel settir ef hreyfingin er mis- munandi. Raunar hafa nýjar rannsóknir í Svíþjóð sýnt fram á að það er hægt að mæla áhrif hreyfing- ar á geðslag einstaklinga. Það þarf ekki lengur að reiða sig á upplifun þeirra sjálfra heldur er vitað hvað gerist í heilanum þegar menn stunda hreyf- ingu,“ segir Sigurbjörn. Hann kveðst vongóður um að nefndarstarfið skili áþreifanlegum árangri. „Eg á von á því að hún komi frá sér ábendingum um það á hvaða sviðum er rétt að starl'a áfram. Vandamálið er fjöl- þætt og snertir marga málaflokka og þess vegna er mikilvægt að koma sér niður á þau svið þar sem vænlegast er að verja kröftunum. Ég vona að útkoman verði ekki bara eitthvert skyndiálak og lúðrablástur heldur langtímaárangur með breyttu viðhorfi og skipulagi. Starf nefndarinnar hefur leitt í ljós að víða er verið að gera góða hluti og margar jákvæðar hug- myndir eru uppi um það með hvaða hætti er best að sporna gegn heilsutjóni af völdum ofneyslu og hreyfingarleysis. Slíkt starf krefst hins vegar sam- ræmingar og aðkomu ráðuneyta, embættis- og stjórnmálamanna. Þeir þurfa að fóstra áhuga al- mennings og skapa honum umhverfi sem skilar ár- angri. Þetta snýst nefnilega um almenning en ekki okkur sem sitjum í nefndinni,“ segir Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ. Læknablaðið mun á næstunni fjalla meira um baráttuna gegn offitu og ofþyngd. 38 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.