Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2006, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.01.2006, Qupperneq 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÞAGNARSKYLDA OG MANNRÉTTINDI mannréttindi sjúklings í húfi og þess vegna má segja að sé læknir í vafa þá ber honum að túlka allan vafa sjúklingnum í hag.“ Varasamt að auka undanþágur Gunnar áréttar að ef vafi leiki á hvort víkja skuli frá þagnarskyldunni þá séu það dómstólar einir sem geti knúið lækna til að rjúfa þagnarskylduna. Komi upp ágreiningur milli læknis og lögreglu verði lögreglan að leita eftir úrskurði dómara um það hvort lækninum sé skylt að greina frá því sem hann veit. „Á ráðstefnunni mátti greina að lögreglan gerir kröfu um að fá rýmri heimildir til þess að knýja lækna til sagna en sú krafa snýr að löggjafanum, ekki læknum. Reglurnar í gildandi lögum eru nokkuð skýrar og ljóst hvernig læknirinn á að haga sér. Fyrirspurnir lögreglumanna og tollvarða á ráð- stefnunni gáfu til kynna að sumir þeirra hafi staðið í þeirri trú að heimildir þeirra væru víðtækari og að þeir gætu krafið lækna um svör í ríkara mæli en þeir geta. Það er kannski þess vegna sem lögreglan er að þrýsta á um frekari undanþágur frá þagnar- skyldunni. Ef víkja á frá þagnarskyldunni í ákveðnum afmörkuðum og vel skilgreindum tilvikum vil ég leggja áherslu á að það er mjög vandasamt að ákveða hvaða undanþágur ætti að veita vegna þess hversu mikil áhersla er lögð á mannréttindi einstaklingsins og friðhelgi einkalífsins í stjórnar- skránni. Það þarf að fara mjög varlega í að víkja frá þagnarskyldunni.“ - Finnst þér ákvæði laganna um samskipti lækna og lögreglu vera nægilega skýr? „Já, rnér finnst þau nógu skýr. Mér fyndist það vera áhyggjuefni ef löggjafinn ætlar að draga úr þeirri vernd sem þagnarskyldan veitir. Þá væri verið að stíga skref inn í friðhelgi einstaklingsins og draga úr líkunum á að hann leiti eftir aðstoð heil- brigðiskerfisins, eigi hann það á hættu að sagt verði frá honum. Eg skil mjög vel áhuga lögreglunnar á því að komast yfir þær upplýsingar sem heilbrigð- isstarfsmenn geta búið yfir og gætu nýst í viðleitni hennar til að koma í veg fyrir dreifingu fíkniefna í landinu. En meðan við leggjum svona mikla áherslu á að vernda mannréttindi einstaklingsins þá verðum við að fara afskaplega varlega." Gunnar sagðist vera mjög ánægður með ráð- stefnuna, hún hefði skýrt línurnar og aukið gagnkvæman skilning heilbrigðisstarfsmanna og lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt að heilbrigð- isstarfsmenn setji sig inn í aðstæður lögreglumanna og ekki síður að lögreglan skilji að staða heilbrigð- ismanna er við hlið sjúklinga sem þeim ber að vernda,“ sagði Gunnar Ármannsson héraðsdóms- lögmaður. Ráðstefnan í Norrœna húsinu var vei sótt. Læknablaðið 2006/92 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.