Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKAFRÉTT
Islensk heí
brigðissaga komin út
Um miðjan desember rann upp langþráð stund í
sögu Læknafélags Islands en þá kom út ritið Lífog
lœkningar - íslensk heilbrigðissaga sem Jón Olafur
ísberg sagnfræðingur hefur ritað. Formaður LÍ af-
henti Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra fyrsta
eintakið við hátíðlega athöfn sem fram fór í Þjóð-
menningarhúsinu.
Bókin er 312 bls. að stærð í stóru broti og
skiptist í 10 kafla. Kaflaheitin gefa góða mynd af
efni bókarinnar en þau eru: Læknislist fyrri alda,
Upphaf raunlækninga, íslensk læknislist, Upphaf
heilbrigðiskerfis, Heilbrigðis- og tryggingakerfið á
20. öld, Sjúkdómar og sóttir, Sjúkdómar á 20. öld,
Heilbrigt samfélag!, Læknar og heilbrigðismál og
Samtök lækna.
Með útgáfu bókarinnar lýkur verkefni sem
hófst með samþykkt aðalfundar LÍ á Húsavík árið
1994. Þá var Örn Bjarnason kjörinn formaður rit-
nefndar og gegndi hann því embætti fram til ársins
2001 þegar Hafsteinn Sæmundsson tók við og lauk
verkinu. Ýmsir læknar hafa lagt á ráðin en á síð-
asta sprettinum unnu þau Hlíf Steingrímsdóttir og
Lúðvík Ólafsson með Hafsteini.
Samið var við Hið Islenska bókmenntafélag um
útgáfu bókarinnar og er hún til sölu í öllum helstu
bókabúðum.
-ÞH
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tekur við fyrsta ein-
takinu og þakkar Sigurbirni Sveinssyni formanni Llfyrir.
iír________
ui,
LÆKNINGAR
Á kápu bókarinnar er
mynd úr Pórðarrími sem
kom út í Skálholti árið
1692. Á henni eru leiðbein-
ingar um hvar taka eigi
mönnum blóð útfrá stöðu
himintunglanna.
Höfundur bókarinnar þakkar fyrir sig og ráðherra hlakk-
ar til að lesa bókina, nú er jólanóttinni bjargað.
Á efri myndinni til vinstri er höfundur bókarinnar, Jón
Ólafur ísberg, á milliþeirra Sverris Bergmanns og Arnar
Bjarnasonar. Sverrir var formaður LÍþegar ákveðið var
að ráðast í gerð bókarinnar og Örn var fyrsti formaður
ritnefndar.
Á myndinni hér til vinstri er Örn ásamt arftaka sínum,
Hafsteini Sœmundssyni en með þeim eru fulltrúar út-
gefenda, Sverrir Kristinsson og Sigurður Líndal frá Hinu
íslenska bókmenntafélagi.
Læknablaðið 2006/92 47