Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 50

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISTÆKNI Rafræn heilbrigðisþjónusta í sjónmáli - Hægt að Ijúka við Heilbrigðisnetið á 3-4 árum, segja Ingimar Einarsson og Benedikt Benediktsson í heilbrigðisráðuneytinu Þröstur Haraldsson Rafræn sjúkraskrá er ekki enn orðin að veru- leika þótt ýmsu hafi þokað áfram. Að flestra mati er þetta eitt brýnasta mál heilbrigðiskerfisins, bæði vegna hagræðis sem af henni hlýst og ekki síður vegna öryggis sjúklinga. I haust svaraði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra fyrirspurn um stöðu málsins og af því mátti ráða að einhver hreyfing er að verða á málinu. Læknablaðið fór því á fund Ingimars Einarssonar skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu og ræddi við hann um rafræna sjúkraskrá. Með honum var Benedikt Benediktsson tölvunarfræðingur sem er verkefnis- stjóri í því sem nefnt hefur verið Heilbrigðisnetið. Þeir Ingimar og Benedikt sögðu að venjan hefði verið að ræða annars vegar um rafræna sjúkraskrá sem á sér stað innan einstakra heilbrigðisstofnana og hins vegar um Heilbrigðisnetið en því var ætlað að tengja stofnanirnar saman þannig að allir hefðu aðgang að öllurn upplýsingum í heilbrigðiskerfinu. „Þessi uppskipting hefur verið að riðlast eins og sést meðal annars á því að á erlendum ráðstefnum þar sem um þessi mál er fjallað eru menn hættir að greina á milli rafrænnar sjúkraskrár, landsneta og þriðja þáttarins sem eru fjarlækningar. Nú heitir þetta einu nafni e-health á ensku sem mætti nefna rafræna heilbrigðisþjónustu,“ segja þeir. Mikið verk að samræma Ingimar segir að vinna við Heilbrigðisnetið hafi byrjað seint á tíunda áratugnum en 1998 var mótuð stefna í uppbyggingu netsins. Síðan hefur verið unnið að ýmsum þróunarverkefnum og nefnir hann sem dæmi rafræna lyfseðla sem reyndir hafa verið á Húsavík og Akureyri. „Nú er það verkefni komið á lokastig og við munum byrja á að innleiða það snemma á árinu 2006. Gangi allt eðlilega ættu rafrænir lyfseðlar að vera komnir í notkun um allt land fyrir lok ársins. Verkefnið hefur sýnt fram á hagkvæmni rafrænna lyfseðla, auk þess sem það gerir læknum auðveldara að velja ódýrari lyf. Þeir fá upp á skjáinn hjá sér nokkra kosti af sambæri- legum lyfjum ásamt verðlista.“ Rafræn sjúkraskrá hefur verið í gangi allt frá árinu 1992 og ýmis fyrirtæki komið nærri þeirri þróun. „Staðan er sú að sjúkraskrárkerfið Saga er komið í fulla notkun á heilsugæslustöðvunum en sjúkrahúsin eru ekki komin eins langt í að inn- leiða sjúkraskrárkerfi. Það hafa verið stigin stór skref í því að bæta tölvukost stofnananna en við höfum aðallega verið í því að samræma verklag við skráningu, velja kóða og koma þeim í notkun. A þessu ári var ráðinn starfsmaður í ráðuneytið til þess að vinna að þessari samræmingu enda mikil- vægt að geta keyrt út samræmdar upplýsingar um heilbrigðiskerfið. Þetta er miklu meira verk en við gerðum ráð fyrir.“ Sjúkraskrárkerfið Saga tilheyrir fyrstu kynslóð skráningarkerfa og segja þeir Ingimar og Benedikt að töluverð vinna hafi verið lögð í að þróa það og uppfæra í takt við breyttar þarfir heilbrigðiskerf- isins. Einn eða tveir milljarðar? Ingimar segir að fyrir tveimur árum hafi menn byrj- að að huga að því að meta kostnað við að koma á heildstæðu tölvukerfi fyrir heilbrigðiskerfið sem stæðist samanburð við það besta sem þekkist í heiminum. „Við fengum ráðgjafa til liðs við okkur, íslenska fyrirtækið ParX ásamt IBM í Danmörku, og niður- staða okkar varð sú að hægt væri að koma á nýju skráningarkerfi og landsneti fyrir tvo milljarða króna ef byggt væri frá grunni. Það þýddi að ýmis kerfi sem nú eru í gangi yrðu tekin úr notkun. Okkur þótti það ekki fýsilegur kostur svo við fórum að reikna aftur og nú gengum við út frá því að nýta þær fjárfestingar sem þegar hefur verið lagt í. Þá sýndist okkur við komast ansi langt þótt við hefðum ekki nema einum milljarð króna úr að spila. Síðarnefnda lausnin byggist á því að samræma þau kerfi sem eru fyrir, tryggja að þau geti talað saman og byggja svo landsnet ofan á þau. Við telj- um að þetta ætti ekki að þurfa að taka nema þrjú til fjögur ár, svo fremi það takist að tryggja nægi- legt fjármagn. Þetta er sú hugmyndafræði sem við vinnum eftir núna og þótt enn vanti dálítið af pen- ingum til framkvæmda er verið að stíga ákveðin skref. Við erum því tiltölulega bjartsýnir á að hægt verði að gera töluvert mikið á árunum 2006-2009. Þessi fjárfesting skilar sér fjárhagslega, meðal ann- ars í minna pappírsmagni, en sérstaklega í auknu öryggi og bættri þjónustu. Við þetta má bæta að það er ekki hægt að reisa 50 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.