Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 55

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAGSÆLD OG HAMINGJA tíðrætt um þessa hlið velmegunarinnar og látum stundum eins og veraldlegar lystisemdir skyggi á iðkun andans. í fjölmiðlum hafa birst greinar um vaxandi „ómenningu“ á kostnað menningar. íslendingar kunni ekki gott mál, séu hættir að lesa bækur, sækja leikhús og aðra listviðburði. En er það svo? Samkvæmt tölum Hagstofu Islands hefur orðið veruleg aukning í hvers kyns menning- arneyslu íslendinga síðustu 30 ár (20). Er þetta ekki jákvætt og uppörvandi dæmi um hvernig efna- hagsleg velmegun hefur hækkað menningarstig þjóðarinnar? Hagvöxtur er ein meginforsenda hagsældar og víst hefur hagvöxtur verið mikill á Islandi síðustu áratugi (21). En aukinn hagvöxtur hefur sínar dökku hliðar. Hann er streituvaldandi því for- senda hagvaxtar er síaukin framlegð einstakling- anna sem starfa í hagkerfinu. Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins segjast um 60% vinnubærra manna þurfa að vinna mjög hratt og eftir knöppum tímaáætlunum www.agency.osha.eu.int og í breskri skýrslu er bent á að um 20% vinnubærra manna telja starf sitt vera mjög eða afar streituvaldandi www.hse.gov. uk/statistics/causdis/stress. htm Streita er talin vera lykilorsök fyrir fjarvistum frá vinnu og ýmsum langvinnum krankleika (22). Samkvæmt könnun Vinnueftirlits ríkisins leita einstaklingar sem eru undir miklu álagi mun meira til læknis (23). Til viðbótar streitu á vinnustað er óumdeilt að fjarskipta- og upplýsingaöld samtímans hefur margvísleg streituhvetjandi áhrif á daglegt líf. Hamingja íslensku þjóðarinnar. Elsta merking orðsins hamingja er verndarvættur, heilladís, fylgja. Enn eimir eftir af hinni fornu merkingu í orðatiltækjum eins og „það má hamingjan vita“ eða „hamingjan hjálpi mér“! Eitt af meginmarkmiðum okkar í lífinu er að vera hamingjusöm. Að höndla hamingjuna getur hins vegar vafist fyrir okkur, ekki síst vegna þess að óljóst er hvað felst í því að vera hamingjusamur. Er lykillinn að hamingjunni fólginn í hófsemi, jafnvægi í lífinu og að vera sáttur (Aristoteles, Nýja testa- mentið, Dalai Lama), eða í því að halda vellíðan í hámarki og vanlíðan í lágmarki (Epíkúrós)? Hin sanna þýðing hamingjunnar er oft misskilin. Menn rugla stundum hamingju við ánægju, sátt eða hugarró. Munurinn er best útskýrður með því að líkja ánægju við tilfinninguna sem fylgir því þegar allt gengur í haginn, á meðan ham- ingja er tilfinningin sem við upplifum þegar lífið verður skyndilega betra. Á því augnabliki þegar eitthvað undursamlegt gerist í lífi okkar, hríslast um okkur sælutilfinning, við verðum gagntekin af gleði og hrifningu - þá upplifum við augablik sannrar hamingju. Morris D. The nature of happiness. Little Books by Big Names, 2004. Það er mjög einstak- lingsbundið hvaða aug- um menn líta hamingj- una og hvernig þeir upp- lifa hana. Við viljum þó fullyrða að markaðsöfl nútímans vilja gjarnan halda að okkur vellíðun- arskilgreiningu á ham- ingjunni því augljóslega gefur hún betri sóknar- færi í sölumennsku. Á vegum Félagsvís- indastofnunar HÍ hafa verið gerðar skoðana- kannanirárin 1984,1990 og 1999 þar sem rneðal annars er spurt um hamingju þátltakenda. Sam- kvæmt niðurstöðum telja 97% íslendinga sig vera nokkuð eða mjög hamingjusama (24). Slíkt ætti ekki að koma á óvart í ljósi mikillar hagsældar. En samsíða þessari björtu mynd blasir við önnur tals- vert uggvænleg og fær mann til að staldra við og spyrja hvort íslenska þjóðin sé á réttri leið. Hvers vegna fjölgar fóstureyðingum (25) og lögskilnuðum (26)? Er eðlilegt að 6,3% leikskóla- barna þurfi sérstakan stuðning (27), að 20% grunnskólabarna þurfi sérkennslu vegna náms- og hegðunarvandamála og að um 20% barna og ung- linga búi við geðraskanir og taki mörg hver geðlyf? Af hverju hefur lyfjanotkun íslendinga aukist svo mjög (28, 29) sem og notkun nátlúrulyfja (30)? Af hverju nota aldraðir Islendingar í heimaþjónustu svona mikið af geðlyfjum (31)? Af hverju hafa heimsóknum til sjúkraþjálfa (32) og til óhefðbund- inna meðferðaraðila (33) stóraukist? Af hverju hafa komur á bráðamóttöku í Fossvogi vegna sjálfs- vígstilrauna nær þrefaldast á fimm árum (34)? Af hverju fjölgar öryrkjum svo mikið (35)? Snorri Ingimarsson flytur opnunarerindi Lœknadaga 2005. Þessum spurningum er ekki auðsvarað. Hluti skýringarinnar liggur í jákvæðum áhrifum tækni- þróunar og velmegunar vestrænna samfélaga sem gerir okkur kleift að veita vanheilum þarfan stuðn- ing í erfiðleikum sínum. Grunur leikur á að þessar tölulegu staðreyndir birti einnig annan veruleika: Vaxandi tilhneigingu fólks til að kaupa sér nútíma- lausnir við vandamálum daglegs lífs. Virka þessar lausnir? „Sönn hamingja kostar lítið, samt borgum við mikið fyrir eftirlíkingu hennar.“ Hosea Ballou, 1771-1852 Læknablaðið 2006/92 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.