Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 59

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAMINGJA OG LÍFSST ILL meira, í bili alltént, eða lætur bjóða sér meira en maginn, en því verri eru viðbrögðin, þegar henni er ofboðið. Hún kann ekki eins vel og meltingar- færin að skila af sér, upp eða niður, óþverra sem hún lætur ofan í sig. Því sálin er við sjálf, persónan, sá ég, sá þú, sem er, og við getum aldrei skilað af okkur né flúið frá, hvorki lifandi né dauð. Asi og ofurkapp valda streitu. Og streita heimt- ar meiri hraða, meiri spennu. Hávaði og ærusta eru bæði orsök og afleiðing streitunnar. Nútíminn er hávær. Skemmtistaðir til að mynda. Gleðin þar, allir gleðivakar verða að vera hástemmdir, óðlátir, yfirspenntir. Og í ljósvakamiðlum svonefndum, sem höfða til vinsælda, þarf allt tal að vera þind- arlaus óðamælgi og önnur tjáning uppskrúfuð, hamslaus. Hávaða þolir engin skepna. Það sýnir sig þegar við hér á íslandi sláum öll met í háværum glossa- gangi. Stundum er skepnan augljóslega vitrari en maðurinn. Það vitum við, sem ólumst upp með ratvísum hestum og hundum, jafnvel sauðum, sem voru yfirnáttúrulega veðurglöggir. Og kúm, sem þótti svo gott, þegar mjaltakonan raulaði eða söng, og seinna þegar útvarpið kom til, uppgötv- uðu bændur, að kýr elska göfuga, hljóðláta músík, Bach, Mozart til dæmis, en hætta að selja eða missa nytina um leið og þær heyra popp og rokk. Það sýndi sig í þeim ósköpum, sem dundu yfir austur í Asíu á 2. í jólum, að dýrin skynja eitthvað í þögninni innra með sér, sem varar þau við yfir- vofandi háska, og þau hlýða þeirri rödd. Mennirnir tóku ekki eftir hegðun dýranna, ekki nema fá- mennur þjóðflokkur á steinaldarstigi, sem bjargaði sér í tíma undan flóðinu, hann tók eftir. Nema hitt sé, að það frumstæða fólk eigi sjálft svo næmt skyn í þögninni innra með sér, að það finni á sér, þegar voði steðjar að. Erurn við komin of langt í því að sigrast á náttúrunni? Tæknin er komin á hátt stig, meðal annars sölu- tæknin. Og hún er ágeng. Frumregla hennar er að vekja ófullnægju, löngun, sem verði sterkari en hin náttúrulega tregða á að láta peninga af hendi. (Þetta las ég fyrir löngu í Burton’s Manager Guide). Auglýsing, sem ég rakst á, situr í mér. Þar sagði: „Sættu þig aðeins við það, sem er betra“. Þetta væri falleg brýning og góð, ef um væri að ræða lífernishugsjón, en þegar verið er að auglýsa vöru eða munað, þá er þetta vond beita. Ætli það geti ekki verið ein af orsökum hraðans, ofurkapps- ins, og skipbrotanna, til dæmis í hjúskaparmálum, að fólk sættir sig ekki við það, sem það hefur, alltaf á að vera betra að fá. Þetta síast inn í dulvitund. Það er einmitt meginregla sölutækninnar að hafa áhrif á dulvitund og vekja þar tilfinningu fyrir vöntun og þar með eftirspurn. Sú innræting að sætta sig aldrei við það, sem maður hefur, heldur láta sig alltaf langa í eitthvað betra og glæsilegra, hvort sem þá er um að ræða bíl eða tölvu, hús eða skemmtiferð, ellegar jafnvel rekkjunaut, það getur ekki leitt til annars en sjúk- legs missættis við lífið. Þunglyndi barna er skelfileg staðreynd. Hvað veldur? Frumnauðsyn, lífsnauðsyn barns er að mæta blíðu, hlýrri snertingu, brosi, heyra sefandi rödd, vakna smám saman til meðvitundar um sjálft sig og sína nýju veröld þannig, að því þyki gott að vera til. Það er leyndarmál okkar allra, þegar við komum inn í þennan heim, að við treystum því, að einhver heyri grátinn okkar, bænina okkar, að einhverjum þyki vænt um okkur. Þetta grunntraust er áskapað og ef það bregst fáum við dulda áverka, sem kunna að verða illkynjuð mein síðar meir. Veldur ríkjandi lífsstíll og lífsstefna því, að eitt- hvað brestur hér? Hvernig þá og af hverju? Þetta eru miklar spurningar, lífsspursmál að leita svara við þeim og taka þau til greina, ef fást. Lífið gerir vissar frumkröfur, sem jafnframt eru frumlægar lífsgjafir, sem opna hamingjulindir, nær- tækar og gjöfular. Þetta gildir um barnið. Það gerir kröfu til móður og föður og gefur ómælt á móti. Barnið er orðið unglingur fyrr en varir. Það er ekki auðvelt að vera unglingur í heimi nútímans. Það hefur aldrei verið allskostar auðvelt. Við göngum öll á völtum fótum út í lífið og jafnvægis- skynið ekki traust á unglingsárum og vaxtarverkir miklir oft. Þá skiptir heimanfylgjan miklu, bernsku- reynslan, já, uppeldið, svo ég leyfi mér að segja það, líklega í trássi við vindstöðuna nú um sinn. Danskur prestur, sem ég hef kynnst nokkuð, kona, kunn fyrir árangursrík sálgæslustörf, skrifaði einu sinni: „Ég var að tala við ungan læknastúdent, sem var fallinn fyrir eiturlyfjum. Ég spurði hann, hvernig hann hefði lent á þessari háskabraut. Hann svaraði: „Af því að faðir minn sagði alltaf já. Ég dó innvortis af því að hann sagði alltaf já við öllu, sem ég tók upp á.““ Kannski eru þessi beisku orð aðeins eitt dæmi af mörgum um þá margreyndu, mannlegu hneigð að kenna öðrum um sjálfskaparvíti. En agaleysi og taumlaust eftirlæti hefur alltaf verið nokkuð svo vís vegur til ófarnaðar. Sá háski var áður fyrri ekki verulegur fyrir allan fjöldann, lífið, lífsbaráttan, setti flestum nægar skorður og vel það. Þetta er breytt og gott er það. En þá kemur enn að þessari sömu, gömlu raunspeki: Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Frelsið er ómetanlega gott. En misskilið og mis- notað frelsi snýst upp í þrældóm af versla tagi. Ég er hræddur um, að margar slysfarir unglinga eigi rætur sínar að rekja til þess, að tilfinninga- og hvatalíf þeirra fær svo sterk og mögnuð áreiti eftir Læknablaðið 2006/92 59

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.