Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2006, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.01.2006, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAMINGJA OG LÍFSSTÍLL ótal leiðum og áhrifin verða væntingar um auð- fengna lífsnautn, um hamingju, sem sé svimandi sæla eða sæluvíma, sér í lagi á kynlífssviðinu, og þegar þessar falsvonir bregðast illa, eins og þær hljóta að gera, brestur tiltrúin til lífsins og lífs- gleðin. Við megum kannski líka hugsa út í það, að þjóð- félagsumræðan hefur um langt skeið miðað að því að vekja væntingar. Og vissulega hefur það leitt mikið gott af sér. En væntingar geta vaxið yfir sig. Og ofvæni getur verið sjúkt. Ef það snýst upp í eða birtist í ofvöxnum kröfum á hendur öðrum, fjölskyldu eða mannfélagi, þá er það orðið illkynjað. Nú er það bersýnilegt að kröfur vaxa sífellt, hver umbót, hver fullnægja kallar á meira eða annað betra. Og vitaskuld ber að muna, að lengi getur gott batnað og aldrei náum við því marki í góðri viðleitni, að ekki verði betur gert. Alltaf er sú hætta, að einhverjir verði útundan, kannski þeir, sem síst skyldi. En hvað getum við gengið langt í tilætlunarsemi og velsæld? Hvað þolir náttúran? Og hvað er til ráða gegn þeim öflum í manninum sjálfum, sem augljóslega geta leikið hann afar illa, hvað sem ytri högum líður? Ég hef tekið eftir því, að menn í grannlöndum okkar, sem hafa varið lífi sínu til að bæta kjör og koma opinberri þjónustu í betra horf, hafa stund- um verið vonsviknir á efri árum, þeir þóttust reka sig á það, að kröfum varð aldrei fullnægt, óánægju með kjör og kosti linnti ekki. Til hvers hafði þá verið barist? Sú reynsla er gömul og gild, að ekkert leikur mann verr en að hafa það meðlæti, sem maður metur ekki, kann ekki að þakka. Það er hægðarleikur að benda á lífsfjandsamleg atriði í mannlífi nútímans. Athyglin hefur um langt skeið beinst að ytri atriðum, að líkamssjúkdóm- um, orsökum þeirra og ráðum til að verjast þeim og lækna þá, svo og vanköntum þjóðfélagsins og ráðum gegn þeim, að umbótum á ytri högum og aðstöðu. Þarna hefur mikið unnist. En maðurinn á sinn innri heim, og það sker úr um allan farnað, hvernig háttar um hann. Það stoð- ar ekki manninn að eignast allan hinn ytri heim, ef hann týnir og fyrirgjörir sálu sinni. Þau orð Jesú verða aldrei ógilt. Það eru komin upp aðvörunarmerki við hrað- braut nútímalífs. Þar fjölgar innri slysförum, þaðan berast neyðaróp, þar blasa við hörmulegar ófarir. Já. En hvað svo? Hverjir heyra og sjá í raun og veru? Taka eftir aðvörunum, taka þær til greina? Mér er minnisstætt viðtal í blaði við ungan mann, sem lenti í hörðum árekstri með bíl, sem hann stýrði, og slasaðist svo illa, að hann er alveg lamaður ævilangt frá öxlum og niður og hendurnar eru nær ónýtar. Hann átti sjálfur sök á árekstrin- um, segir hann, asinn var of mikill, hraðinn, gá- leysið. Hann biður fyrir þau skilaboð í lokin, að hann biðji menn að gæta betur að sér, þegar þeir eru undir stýri. En segir svo: „Þrátt fyrir þessi varn- aðarorð hef ég samt í huga, að engu máli virðist skipta, hvað sagt er við fólk, það hlustar ekki fyrr en það er orðið of seint“. Þetta voru þung orð. En því miður alltof sönn. Það er lítt merkjanlegt, að hörmulegustu umferð- arslys veki til meiri varkárni, slái á asann og ofsann og tillitsleysið, fólk hlustar ekki fyrr en það er orðið of seint. Er það kannski eitt alvarlegasta lífsstflsvanda- málið í svonefndu upplýsingaþjóðfélagi með öllum sínum orðaaustri og bylmingi, að athyglin verður sljó og tilfinningarnar, jafnvel samviskan? Vafa- laust er þetta einn versti vandinn, sem kirkjan á við að stríða. Nú, nú. Því meira sem við er að etja, því meiri er þörfin að láta til sín taka. Læknar vita, að það er til mikils ætlast af þeim og að þeir fá miklu áorkað. Ég samfagna íslenskri samtíð með læknana, sem hún á, og efa ekki, að þeir muni góðu heilli að sínu leyti takast á við mannlífsmein nútímans. Hvað er hamingja? Hamingja er engin meiri og áþreifanlegri en sú að fá að vera einhverjum til góðs. Læknablaðið 2006/92 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.