Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 12
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Tafla 1. Dreifing þeirra sem búsettir voru á Islandi og höfðu verið metnir til örorku vegna lífeyristrygginga almannatrygginga þann 1. desember 2005, skipt eftir kyni og örorkustigi. Konur Karlar Samtals Hærra örorkustigiö 7767 (59,6%) 5262 (40,4%) 13.029 (100%) Lægra örorkustigið 619 (66,0%) 319 (34,0%) 938(100%) Baaði örorkustigin samanlögð 8836 (60,0%) 5581 (40,0%) 13.967 (100%) Tafla II. Algengi örorku á íslandi þann 1. desember 2005, skipt eftir kyni og örorkustigi. Konur Karlar Hærra örorkustigiö 8,0% 5,2% Lægra örorkustigið 0,6% 0,3% Bæði örorkustigin samanlögð 8,6% 5,5% Tafla III. Aigengi* örorku á íslandi þann 1. desember 2005, skipt eftir örorkustigi, kyni og búsetu. Bæði örorkustigin samanlögð Hærra örorkustigið Hlutfall kvenna: karla (bæði örorkustigin samanlögö) Búseta Konur Karlar Konur Karlar Höfuðborgarsvæðið** 8,0 5,7 7,5 5,4 1,40 Önnur landssvæöi 9,7 5,3 8,9 4,9 1,83 Vesturland 7,8 4,1 7,3 3,8 1,90 Vestfirðir 7,1 4,3 6,1 4,0 1,65 Norðurland vestra 10,3 6,4 9,3 6,0 1,61 Norðurland eystra 10,3 6,3 9,2 5,9 1,63 Austurland 7,6 3,3 7,0 3,1 2,30 Suðurland 10,6 6,2 9,8 5,9 1,71 Reykjanes 11,5 5,3 10,8 5,0 2,17 Landið í heild 8,6 5,5 8,0 5,2 1,56 * Hundraðshlutfall af fólki á aldrinum 16-66 ára búsettu á landssvæöinu þann 1. desember 2005. ** Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Bessastaóahreppur, Garöabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur, Kjósarhreppur. það einungis á læknisfræðilegum forsendum, sam- kvæmt sérstökum örorkumatsstaðli (2-4). Fjöldi öryrkja á íslandi hefur farið vaxandi á undanförnum árum (5-7). Frá 1996 til 2002 jókst algengi örorku úr 4,8% í 6,2% (5). Astæða var til að skoða hvort þessi aukning hefði haldið áfram. í þessari rannsókn er unnið úr upplýsingum um þá einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat vegna lífeyristrygginga almannatrygginga og voru búsettir á íslandi 1. desember 2005. Skoðað er hvort hlutfallslegur mismunur sé á örorku eftir kyni, aldri og búsetu. Efniviður og aðferðir Unnar voru úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins (TR) upplýsingar um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningu samkvæmt ICD flokkunarskránni (8), hjá þeim einstaklingum sem áttu í gildi örorkumat vegna lífeyristrygginga og voru búsettir á Islandi 1. des- ember 2005. Rúmlega helmingur þeirra sem metn- ir höfðu verið til örorku vegna lífeyristrygginga þann 1. desember 2005 voru metnir samkvæmt eldra lagaákvæðinu (53% kvenna, 55% karla) og tæplega helmingur samkvæmt lagaákvæðinu sem gilti eftir 1. september 1999 (47% kvenna, 45% karla). Aflað var upplýsinga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og aldursdreifingu þeirra eftir kyni og búsetu (9). Þessar upplýsingar voru notaðar til að reikna hundraðshlutfall öryrkja af jafngömlum íslendingum. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðrat marktæknipróf (10). í örorkuskránni sem gögnin voru unnin úr eru upplýsingar um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og sjúkdómsgreiningar, en hvorki nöfn né kennitölur viðkomandi einstaklinga. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (tilkynning nr. S2929/2006) og Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir framkvæmd hennar (VSN 06-044-afg). Niðurstöður Tafla I sýnir fjölda þeirra sem búsettir voru á íslandi og höfðu verið metnir til örorku vegna lífeyristrygginga almannatrygginga þann 1. des- ernber 2005. Örorka var marktækt algengari hjá konum en körlum (p<0,0001), bæði hvað varðar hærra og lægra örorkustigið. í töflu II sést að 8% kvenna á aldrinum 16-66 ára voru með fulla ör- orku (75% eða meira) og 0,6% með hlutaörorku (50-75%) og að hjá körlum voru 5,5% með fulla örorku og 0,3% með hlutaörorku. Tafla III sýnir skiptingu örorku eftir kyni og búsetu. Hjá konum var örorka talsvert algeng- ari á landsbyggðinni (landsbyggðinni í heild) en á höfuðborgarsvæðinu (p<0,0001 fyrir bæði ör- orkustigin samanlögð og einnig fyrir hærra stigið eitt sér). Hjá körlum var örorka hins vegar ívið algengari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni (p=0,012 fyrir bæði örorkustigin samanlögð, p=0,006 fyrir hærra stigið eitt sér). Þegar horft er á einstaka landshluta var algengi örorku hjá konum lægst á Vestfjörðum og Austurlandi en hæst á Reykjanesi, en hjá körlum var algengi ör- orku lægst á Austurlandi og hæst á Norðurlandi og Suðurlandi (þar sem það var nær tvöfalt hærra en á Austurlandi). Munurinn á milli kynjanna var minnstur á höfuðborgarsvæðinu, en mestur á Austurlandi og Reykjanesi, þar sem örorka var meira en tvöfalt algengari hjá konum en körlum. Tafla IV sýnir algengi örorku í einstökum aldurs- hópum, annars vegar vegna beggja örorkustig- anna samanlagðra og hins vegar vegna hærra k 12 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.