Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 19

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 19
FRÆÐIGREINAR / ASTMI í innöndun og víkkar í útöndun (1). Þrengslum í efri öndunarvegi má líka skipta í óbreytanlega og breytanlega gerð. Þar er greint á milli eftir því hvaða möguleika öndunarvegurinn hefur á að breytast í vídd eftir þrýstingsbreytingum. Ef vegg- ur öndunarvegar er óbreytanlegur (fastur) kemur fram jafnmikil breyting í innöndun og útöndun vegna þess að breytingar á þverveggjarþrýstingi breyta ekki vídd öndunarvegarins. Ef veggur önd- unarvegarins er hreyfanlegur og breytilegur þar sem þrenging er staðsett munu þrengingar utan brjóstkassa valda meiri breytingu á flæði lofts í innöndun heldur en í útöndun en öfugt þegar þrengingin er innan brjóstkassa (1). Útlit flæðilykkju er þáttur öndunarmælingar sem mjög nauðsynlegt er að skoða til að missa ekki af þrengingu á efri öndunarvegum (4, 5). Það kemur fram tindur í upphafi útöndunarhluta flæðilykkjunnar þegar hámarksútöndunarflæði er mest (sjá mynd 4). I óbreytanlegri þrengingu á efri öndunarvegum verður flæðilykkjan kassalaga útlits, bæði í inn- og útöndunarhluta (sjá mynd 5: A). Dæmi um þetta getur verið krabbamein í barkakýli og skjaldkirtilskeppur. Ef þrengsli eru breytilega mikil í út- og innöndun getur flæðilykkja haft tvenns konar útlit eftir því hvort þrengslin eru utan eða innan brjóstkassa. í breytilegri þreng- ingu utan brjóstkassa verður útöndunarhluti til- tölulega eðlilegur en innöndunarhlutinn kassalaga (sjá mynd 5: B). Dæmi urn þessa gerð er lömun á raddböndum. í breytilegri þrengingu innan brjóstkassa er þessu öfugt farið því innöndunar- hlutinn verður þá tiltölulega eðlilegur en útönd- unarhluti kassalaga (sjá mynd 5: C). Dæmi getur verið æxli neðan raddbanda. Flæðilykkjan getur einnig hjálpað til við greiningu teppusjúkdóma í neðri öndunarvegum (lungum) eins og astma sem er bólgusjúkdómur í smáum berkjugreinunt og langvinnrar lungnateppu sem einkennist af bólgu og eyðileggingu á smæstu berkjupípum og lungnablöðrum(2-5). Astmi er algengur sjúkdómur í öllum aldurs- hópum og getur greinst á hvaða aldri sem er. Talið er að 4-5% fullorðinna þjáist af astma (2). Hægt er að greina astma á ýmsan hátt (2,3). í fyrsta lagi er hægt að greina hann með því að styðjast einungis við sögutöku og klíníska skoðun. Hin dæmigerðu einkenni eru mæði, hósti og surg. Ef saman koma dæmigerð astmaeinkenni sem virðast auk þess vera lotubundin og svara vel hefðbundinni astma- meðfer ð er líklegt að astmi sé á ferð (2). í öðru lagi má bæta öndunarmælingu (spiro- metry) við sögutöku og skoðun í greiningarferlinu. Hún tekur einungis nokkrar mínútur í framkvæmd en er mjög mikilvæg til að greina milli teppu og herpu. Hún getur bæði greint og metið óhlut- Mynd 3. Vefjasýni. Smásjárskoðun leiddi í Ijós marga misstóra Imúta sem samsettir voru úrmisstórum skjaldkirtilsbelgkirtlum (thyroid follicles). Útlitið í heild samrýmdist fjöl- hnúta skjaldkepp (multinodular goiter). Haeði Mynd 4. Rúmmálsflœðilykkja. Á y-ás erflœði öndunar en á x-ás er rúmmál lofts. Pegar einstaklingur hefur að fullu andað inn að fullu er gildið á x-ás 0 og vex við útöndun. Mjög fljótt í útöndun nœst hámarks útöndunarflœði (Peak expiratory flow (PEF)). Útöndunarflœðið fellur svo línulega allt þar til út- öndun er lokið en þá er lungnarýmd (Forced Vital Capacity (FVC)) náð. Mynd 5. Flœðilykkjur í loftvegaþrengingu. Við þrengsli í loftvegum eykst viðnám þeirra. Pá dregur úr flœði vegna þess að flœðið stendur í öfugu hlutfalli við viðnámið. Flœðið minnkar þó á mismunandi hátt eftir staðsetningu og eðli loftvegaþrengslanna. A:í óbreyt- anlegri þrengingu í efri loftvegum verður lykkjan kassalaga (flœðið er minnkað) bœði í inn og útöndun. B: í breytilegri þrengingu utan brjóstkassa verður útöndunarhluti tiltölulega eðlileguren innöndunarhlutinn kassalaga. C: í breytilegri þrengingu innan brjóstkassa er innöndunarhluti tiltölulega eðlilegur en útöndunarhluti kassalaga. Læknablaðið 2007/93 19

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.