Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 31

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 31
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐILEYFl „Læknadeild hafði til skamms tíma það hlut- verk á hendi að ganga úr skugga um að umsækj- endur um lækningaleyfi væru í raun útskrifaðir frá þeim háskóla sem pappírinn var stimplaður af. Þetta er nauðsynlegt eftirlit í heimi þar sem auðvelt er að falsa alls kyns vottorð og pappíra. Þegar ég var deildarforseti í læknadeild þá gerðist það eitt sinn að við fengum fyrirspurn frá sjúkra- húsi í Bandaríkjunum hvort tiltekinn maður með íslensku nafni hefði lokið námi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla íslands. í ljós kom að umræddur einstaklingur hafði aldrei stundað nám við læknadeildina. Hví skyldi þetta ekki geta gerst á hinn veginn líka? Læknadeild hefur ekki lengur þetta hlutverk á hendi, heldur gengur heilbrigð- isráðuneytið frá þessu sjálft, þó það sé læknadeild- in sem hefur bestu forsendurnar fyrir því að sann- reyna námsupplýsingar.” Löngu úrelt reglugerð Reynir segir að reglugerðin um sérfræðileyfin sé löngu úrelt. „Þetta er gamaldags regluverk með mun vægari kröfum um tímalengd sérnáms í vel- flestum greinum en víðast hvar í Evrópu. Þá eru kröfurnar sem hér eru gerðar einungis um tíma- lengd á viðurkenndum stofnunum, oft þarf að afla óháðra upplýsinga um gæði þeirra stofnana sem umsækjendur hafa starfað á, en engar kröfur eru settar um inntak sérfræðinámsins og viðurkenn- ingu náms í heimalandinu. Upplýsingar um þetta eru oft gloppóttar og fábreyttar. Mesti vandinn varðar þá sem sækja hingað með ófullkomin gögn frá ES eða EES og sleppa hér í gegn og fá íslenska pappíra sem gera þeim kleift að fara inn á vinnu- markað sem ekki vildi veita þeim tilskilið leyfi.” Reynir segir alveg ljóst að í núverandi reglugerð vanti mun ítarlegri skilyrði um sérfræðinámið, inn- tak þess og kröfur sem gera þurfi varðandi náms- staði heima og erlendis. „Þetta varðar íslenska umsækjendur en er sérstakt vandamál varðandi þá mörgu útlendinga sem eru að leita eftir sérfræði- leyfi hér. í mat á námi þessa fólks fer mikil vinna vegna ófullkominna krafna um upplýsingar og gögn. Hún lendir á tveim fastamönnum sem fá litla umbun og vinna þetta í aukavinnu og einum til viðbótar, „ad hoc” úr hverri sérgrein sem á að gera þetta launalaust. Greinilegt er að hingað eru oft að sækja um leyfi erlendir einstaklingar sem komast ekki í gegnum kerfið heimafyrir en hafa frétt af því að hér séu reglurnar vægari. Þetta er ekki orðspor sem við læknar viljum að fylgi íslensku sérfræði- leyfi. Ef þess væri krafist að umsækjendur tækju hluta af sérfræðinámi sínu hér á landi, eins og flest- ir íslendingar gera nú þegar, ef gjald fyrir leyfið væri mun hærra og menn yrðu að mæta sjálfir til að sækja það og framvísa sínum persónuskilríkjum þá yrði strax talsverð breyting til batnaðar, hvað þá ef endurnýjunar leyfisins eftir ákveðinn tíma yrði krafist (revalidation). Stundum er helmingur um- sókna sem læknadeild afgreiðir á deildarráðsfundi frá útlendingum sem aldrei ætla sér að stíga fæti á Frón. Það var reynt að hækka leyfisgjaldið fyrir mörgum árum en það tókst ekki. Eins furðulegt og það er þá þarf að sækja til menntamálaráðuneyt- isins leyfi fyrir hækkun þó heilbrigðisráðuneytið gefi leyfið út. Þannig eru tvö ráðuneyti komin að málinu sem gerir úrlausn ekki auðveldari.” Reynir tekur undir orð annarra viðmælenda Læknablaðsins að löngu sé tímabært að end- urskoða reglugerðina um útgáfu sérfræðileyfa. „í mínum huga væri langeinfaldast að taka dönsku reglugerðina, sem er góð, þýða hana á íslensku og láta síðan sérfræðifélögin fara yfir það sem að þeim snýr og ganga þannig frá málum að kröfurnar séu í samræmi við það strangasta sem tíðkast í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Við þurfum þá líka að halda okkur við þær sérgreinar og und- irsérgreinar sem viðurkenndar eru í ES svæðinu, en getum ekki búið til eitthvað sem á að henta sérstökum hagsmunum fólks hér heima. Við verð- um að fylgja fordæmi landa Evrópusambandsins gegnum aðild okkar að sérgreinasamböndum þess, UEMS, Evrópusamband sérfræðilækna og UPPC, Evrópusamband heimilislækna, og aðild íslands að EES.” Læknablaðið 2007/93 31

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.