Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 45

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL um bílskúr við sjúkrahúsið. Þarna var alveg príma aðstaða. Svo varð úr þessu eins konar iðjuþjálfun því ég gerði gamlan vinnumann sem kominn var á sjúkrahúsið og talinn elliær og ruglaður að hesta- sveini og sendli fyrir sjúkrahúsið. Hann gekk alveg í endurnýjun lífdaga og gat sleppt öllum geðlyfjum eftir smátíma. Hann átti síðan nokkur ágæt ár sem hesta- og sendisveinn sjúkrahússins.” Og þarna byrjarðu að fara í lengri ferðir á hest- um? „Já, ég fékk strax áhuga á því og við hópuðum okkur saman í héraðinu og riðum á landsmót og fjórðungsmót. Svo fór ég í ferðir um héraðið og skiidi hrossin eftir í nátthaga og hélt svo áfram daginn eftir. Þessar stuttu ferðir á þessum árum kveiktu neista í mér sem hefur bara vaxið síðan og orðið að báli í brjóstinu. Það er alveg ólýsanleg tilfinning að komast í ferð á hesturn, geta skilið allt daglega amstrið eftir, frelsistilfinningin sem fylgir því að ferðast á hestum í íslenskri náttúru. Ég hef alltaf haft almennan áhuga á náttúrunni og umhverfinu og kann best við mig utan þéttbýlisins. Þetta er tvíþætt því annars vegar er ánægjan af því að upplifa náttúruna í svo mikilli nálægð, fuglana, grösin og skordýrin. En hins vegar eru það átökin við náttúruna sem heilla líka. Ég hef lent í því- líkum óveðrum í þessum ferðum að ég get ekki lýst því en þó alltaf fullviss um að allt verði í lagi. Þetta er stórkostleg upplifun. Ég hef lent í slíkum fárviðrum á Kili, Kaldadal og að Fjallabaki að maður hefur verið dauðhræddur um að eitthvað dræpist af hrossunum. En þó hef ég aldrei lent í því að missa hest í þessum ferðum. Sem betur fer. Og er þó búinn að fara í lengri og skemmri ferðir á hverju sumri nánast frá því 1972. Lengsta ferðin stóð 28 daga og sjaldan eða aldrei hafa hrossin mín verið betri en þá. Oft hef ég verið á ferðinni í viku til tíu daga. Erfiðasta ferðin sem ég man eftir var í kringum Hofsjökul og þá á ég við erfið fyrir hrossin því við vorum á hagleysum lengst af og hrossin fengu aðflutt hey og það var svo misjafnt frá einum degi til annars að maður hafði stórar áhyggjur af þeim. Það er eitt sem erfitt er að hafa stjórn á sjálfur, gæðin á heyinu sem maður kaupir óséð og treystir á að sé gott. Stundum er það eins og nýslegið og ilmandi en stundum er það mygl- að og rykugt. Það hefur í tvígang gerst að ég hef frekar svelt hestana mína en gefa þeim myglaðan rudda sem maður hefur keypt í góðri trú.” Það er von að Guðbrandi hitni í hamsi þegar hann minnist á lélegt hey því hann er þekktur fyrir að fóðra hesta sína vel og þjálfa þá vandlega fyrir sumarferðirnar. Er endingu og úthaldi hesta hans viðbrugðið, þeir slá ekki feilspor þó komnir séu hátt á þrítugsaldurinn. „Já, þeir hafa enst vel hest- arnir mínir. Ég hef stundum verið spurður hvar ég nái alltaf í svona duglega hesta. Svarið við því er Guðbrandur og Snilli 26 einfalt. Ég þjálfa þá markvisst til að verða sterkir vetra, sumarið 2006. og duglegir. Þetta er ekkert öðruvísi en ineð mann- fólkið. Þjálfunin og fóðrunin er aðalatriðið.” Fjallabakshringurinn skemmtilegastur Þegar ég bið Guðbrand að Iýsa undirbúningi ferðar segir hann að ferð næsta sumars sé gjarnan ákveðin í ferð sumarsins. „Við erum á ferðinni og þá dettur okkur í hug að gaman væri að fara næst einhverja ákveðna leið. Og svo fer veturinn í und- irbúning því það þarf að hafa góðan fyrirvara með pöntun á gistingu í skálum, fyrir áramót ef maður ætlar að vera öruggur, og síðan pöntun á heyi og öðru sem að ferðinni snýr. Við erum ákveðinn kjarni af köllum sem höfum ferðast saman í mörg ár og í kringum þennan kjarna er síðan talsverður hópur af fjölskyldumeðlimum og vinum og vanda- mönnum sem gjarnan slást í för með okkur hluta af leiðinni um lengri eða skemmri tíma. Þetta er óskaplega skemmtilegt allt saman.” Og áttu þér einhverja uppáhaldsleið? „Já, það er Fjallabakshringurinn. Það er besta og skemmtilegasta reiðleið á íslandi. Menn hafa hælt moldargötum í Þingeyjarsýslunum og þær eru ágætar og reyndar víða annars staðar líka, en Fjallabakshringurinn slær allt út. Maður er alltaf á flennigötu. Mold eða sandi og þá er mikið unnið að vera alltaf á góðri reiðgötu. Og svo bætist landslagið við, þarna sér maður þvílíka fjölbreytni í landslaginu að þó að ég sé búinn að fara þessa leið einum fimm eða sex sinnum þá finnst mér ég alltaf uppgötva eitthvað nýtt í hverri ferð. Ég gæti vel hugsað mér að ríða hringinn um Fjallabak á hverju sumri.” Læknablaðið 2007/93 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.