Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 56

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGNFRÆÐI Prestbakkakirkja á Siðu. inale. Laufin og ræturnar, bæði fersk og þurrkuð, Vígð á sumardaginn fyrsta eru enn notuð í alþýðulækningum. í vasabók, sem áríð 1859. útgáfufélag þýzkra lyfsala gefur út, segir að rótina og jurtina alla (Taraxaci radix cum herba) megi nota „við truflunum á gallflæði, sem þagræsilyf, við lystarleysi og meltingartruflunum ([því það] eykur gallrennsli úr lifur) [og] við bólgukvillum í þvagfærum” (21). Vitneskja um lækningamátt fífilsins, Taraxacum officinale, hafði örugglega borist hingað til lands á dögum Bjarna landlæknis og síra Jóns, því jurt- in var tekin upp í dönsku lyfjaskrána (22), sem gilti hér á landi frá 1772, enda er þvagræsiáhrif- unum lýst í dönsku jurtabókinni árið 1648 (23) og jurtarinnar er getið í lyfjaforskriftum Bartholins frá 1658 (24). Líkn og lækningar Nítjándu aldar læknirinn Rudolf Virchow, upp- hafsmaður nútímalæknisfræði, beindi sjónum inn í frumuna og sagði að þar væru sjúkdómarnir. Hann var líka róttækur í betra lagi og hann vildi bæta kjör fólksins til þess að tryggja heilbrigði allra. Hann setti fram þá kenningu, að læknisfræðin væri félagsvísindi og stjórnmál væru ekkert annað en læknisfræði í víðustum skilningi. Síra Jón Steingrímsson skildi þetta miklu fyrr og breytti eftir því. Hann vissi sem var að til lítils væri að fást við lækningarnar, ef fólkið svalt og var klæðlítið. Hann var minnugur orðanna: „... því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig, sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín.” (Matt. 25.35-37) I Iok síðari heimsstyrjaldarinnar var sett fram hugmyndin um félagslegt öryggi. Á það var bent að þó hugtakið væri ekki gamalt er sú hugsjón sem á bak við liggur, ein af elztu siðgæðishugsjónum mannkynsins. Hún er spunnin af sama toga og bræðralagshugsjón kristindómsins, hún er reist á sömu rökum og krafa frönsku stjórnbyltingarinnar um jafnrétti og bræðralag, hún á rætur sínar að rekja til þeirra mannúðarhugsjóna, sem ýmsir beztu menn þjóðarinnar og andlegir leiðtogar með ýmislegar skoðanir og trúarbrögð hafa barizt fyrir. Jón Steingrímsson var persónugervingur alls þessa. Þess vegna skulum við minnast hans, þegar farið er að tala um það, að nú eigi fólkið að fá að kaupa sér pláss fremst í biðröðinni í heilbrigð- iskerfinu. Aðlokumþetta: Égleggtil.aðJónSteingrímsson frá Þverá í Blönduhlíð í Hegranesssýslu fái verð- skuldaða umfjöllun næst þegar Læknatalið verður búið til prentunar. Heimildir 1. Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann. Skaftfellingafélagið gaf út. Guðbrandur Jónsson sá um útgáfuna. Helgafell, Reykjavík 1944. Önnur útgáfa 1945. 2. Hjartarson Á, Guðmundsson GJ, Gísladóttir H. Manngerðir hellar á íslandi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1991: 290-1. 3. Der teutschen sprache stammbaum und teutscher sprachschats .. gesammelt von den Spaten. Núrnberg 1691. Stieler, Kasp. ps: Filidor der Dorferer der Spate (1632 - 1707); sjá Deutscher Wörterbuch von Jakob Grimm und Wilhelm Grimm. Quellenverzeichnis. Leipzig von S. Hirzel 1971. Kaspar von Stieler (aðlaður 1705) ritaði fjölda rita um málnotkun og málvísindi. Það rit, sem hér er tilgreint, ber hæst verka hans - “sprachtheoretisch-lexicographish Hauptwerk” - sjá Brockhaus Enzyklopádie in Zwanzig Bánden. Wiesbaden: FA. Brockhaus 1966-1974. 4. BenediktssonJ.GísliMagnússon(Vísi-Gísli).Ævisaga,ritgerðir, bréf. Gefið út af Hinu íslenzka fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Safn fræðafélagsins, XI. bindi. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1939. 5. Hrafnkelsson Ö. Lækningahandrit og prentaðir lækningatextar. Valin dæmi frá 17.-18. öld. Ráðstefnurit I. Annað íslenska söguþingið, Reykjavík 2002:186-92. 6. ísberg JÓ. Líf og lækningar. íslensk heilbrigðissaga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005:51. 7. A Catalogue of Seventeenth Century Printed Books in the National Library of Medicine. Compiled by Peter Kravitsky. U.S. Department of Health and Human Servicis. Public Health Service. National Institutes of Health. Bathesda, Maryland: National Library of Medicine 1989. 8. Blankaart, Steven (1650 - 1702). Praxeos medicinae idea nova. In qua origo omnium morborum ex acido, humanorum incrassatione, atque eorundem obstructione, verissimis & rationi congruentissimis fundamentis esse ostenditur. Amstelodami, Ex officina Johannis ten Hoorn, 1685. Heimild í (6) Þýzk endurútgáfa frá árinu 1700 er til: Neuscheinende Praxis der Medicinae, worinn angewiesen wird, dass alle Krankheiten eine Verdikkungs des Bluts und der Sáffte sind, und bloss von Sauer und Schleim entstehen ... Auffs neue gedrukkt und abgetheilet in drey Theile ... Heimild í (10). 56 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.