Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRETTIR / FLOKKUNARKERFI ICF Hugmyndafræði flokkunarkerfis ICF - árangursrík nálgun í endurhæfingu ... og víðar? Inngangur Miklar framfarir hafa orðið í læknisfræði á síð- ustu árum en þær eru nær alltaf hlutlægar og ekki síst tæknilegar. Þrátt fyrir framfarir stöndum við frammi fyrir heilsufarsvandamálum sem ekki er hægt að leysa með tæknilegum lausnum eins og aðgerðum, lyfjagjöf eða frekari rannsóknum. Læknisfræði byggist að miklu leyti á líflækn- isfræðilegu líkani, (biomedical model) (1). Þar er allt kapp lagt á að finna orsakir einkenna, meinsemda eða sjúkdóma. Hugmyndin er sú að ef orsök er fjarlægð verði viðkomandi heilbrigður að nýju. Mjög ríkt er í mannlegu eðli, bæði fagfólks og sjúklinga, að vilja vita ástæðu einkenna sinna. Þrátt fyrir miklar framfarir og þekkingu í læknisfræði er enn daglegt brauð að ekki sé hægt að svara öllum spurningum sjúklinga (2). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að sjúklingar leita til læknis vegna einkenna en ekki vegna skilgreindra „sjúkdóma“ (3). Með öðrum orðum þá finnur sjúklingur fyrir einkennum sem hann veit ekki af hverju stafa. Meðferð felst yfirleitt í tæknilegum inngripum, en oft er ekki hægt að fjarlægja einkenni að fullu eða að „lækna viðkomandi“ (restitutio ad integrum). Akveðin einkenni verða viðvarandi og orsaka færnisskerðingu sem getur varað í mörg ár eða alla ævi. Undanfarin ár hefur meðalaldur hækkað og samfara því verða langvinnir sjúkdómar algengari í hinum vestræna heimi. Endurhæfingarlækningar beinast að sjúklingum með mismunandi einkenni og færniskerðingu sem ekki er hægt að lækna. Þeim eru sýndar bestu leið- irnar til að aðlagast breyttum aðstæðum, einkenn- um eða fötlun og fundnar leiðir til aukinnar færni. Einnig er fengist við langvarandi heilsukvilla með því markmiði að viðkomandi geti að lokum tekið þátt í samfélaginu. Nálgunin felur ekki eingöngu í sér leiðir fram hjá heilsubrestum heldur byggist hún einnig á því að bæta heilsu fólks með meðferð, fræðslu og stuðningi á þeim sviðum þar sem styrk- leikar viðkomanda liggja þrátt fyrir heilsutjón (salutogenese) (4). Aðferð endurhæfingarlækn- inga hefur verið nefnd líf-sál-félagsleg nálgun (bio-psycho-social model). Þessi grein varpar ljósi á nýtt ICF flokk- unarkerfi sem fellur vel að hugmyndafræði end- urhæfingar og gæti að mati höfunda nýst víðar í heilbrigðiskerfinu. Saga Arið 1980 varð til svokallað sjúkdómsafleiðinga- módel sem hét ICIDH (International Classification of Impairments, Disabilities and Handicaps) (5). í 20 ár hafa nefndir á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) unnið að frekari þróun þessa. Eitt aðalmarkmiðið var að búa til greiningarkerfi sem allar þjóðir heims gætu notað, burtséð frá sérstöðu hverrar þjóðar, sem myndi einnig auðvelda samanburð milli þjóða. Þó nokkr- ar breytingar hafa verið gerðar á gamla kerfinu en nýja kerfið var nefnt „International Classification of Functioning, Disability and Health“ skamm- stafað ICF (6). ICF hugtakið byggist á fjórum þáttum sem ein- kenna heilsufarsástand (mynd 1): a) líkamsvirkni og líffærastarfsemi, b) færni í athöfnum daglegs lífs c) þátttöku d) umhverfis- og persónutengdum þáttum (samhengisþættir) Árið 2001 mælti WHO með að ICF yrði notað samhliða kóðunarkerfi ICD, en það er kóð- unarkerfi fyrir sjúkdóma (7). Með þessum tveimur Jan Triebel1 ENDURHÆFINGARLÆKNIR ÓlöfH. Bjarnadóttir2 ENDURHÆFINGAR- OG TAUGALÆKNIR Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands1 Reykjalundur endurhæfing2. jan@hnlfi.is Mynd 1. Lýsing heilsufarsástands samkvœmt ICF. Læknablaðið 2007/93 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.