Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 64

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / kerfum eru sjúkdómsgreiningar (ICD) tengdar við færni, þátttöku og samhengisþætti (ICF) (myndl). ICF flokkunarkerfi býður upp á þann mögu- leika að kóða einkenni. Hægt er að flokka um 1500 atriði varðandi líkamsvirkni og líffærastarfsemi, færni í athöfnum daglegs lífs, þátttöku og sam- hengisþætti. Enn sem komið er eru persónutengdir þættir ekki flokkaðir. Það hefur sýnt sig í löndum sem hafa innleitt flokkunar- og kóðunarkerfi ICF (Sviss og Þýskaland) að það er afar tímafrekt í notkun. Þess vegna hafa svokölluð grunnsett (core sett) verið tekin saman fyrir helstu heilsufars- vandamál, til dæmis langvarandi mjóbaksverki, sykursýki, beinþynningu, liðagigt og heilablóð- fall. Þessi grunnsett eru mun aðgengilegri og vel nothæf í klínískri vinnu. Hvernig má nota ICF? Hugmyndafræði endurhæfingar fellur vel að ICF. Þar er heildræn meðferð sniðin að þörfum einstaklingsins og markmið og öll vinna er sem áframhaldandi ferli eins og sjá má að neðan: (mynd 2). a) Þverfaglegt mat, söfnun upplýsinga b) Markmið eru sett á sviði líkamsfærni, athafna daglegs lífs og þátttöku og umhverfis. c) íhlutun fagaðila, til dæmis sjúkraþjálfun, viðtals- meðferð, sjúklingafræðsla og hvatning til lífs- stíls- og hugarfarsbreytinga og skynsamlegrar forgangsröðunar í lífinu. d) ICF gefur möguleika á árangursmælingum í endurhæfingarferlinu. Samkvæmt mannfjöldaspá á Islandi mun fólki 65 ára og eldra fjölga úr 34 þúsundum árið 2005 í tæplega 58 þúsund árið 2025 (8). Fólk með langvinna sjúkdóma lifir lengur ■►Þverfaglegt mat ’ r Árangursmæling Ábending / Markmiðssetning A •íhlutun -♦ Mynd 2. Endurhœfing sem áframhaldandi ferli. sökum bættra læknisfræðilegra meðferðarmögu- leika. Þar með er ljóst að fólki með langvinna sjúkdóma mun fjölga til muna á næstu áratugum. Til þess að viðhalda og auka virkni og bæta lífs- gæði þessa fólks þarf ekki bara hlutlægar framfarir innan tæknifræði læknisfræðinnar, heldur þarf einnig nýta sér hugmyndafræði sem varpar ljósi á alla þætti einstaklingsins. Hugmyndafræði ICF, sem er notuð í vaxandi mæli í endurhæfingu á íslandi og er komin í notkun í öðrum löndum (Þýskalandi, Sviss, Danmörku, Svíþjóð) hefur reynst afar árangursrík í þverfaglegri nálgun (9). Erlendis er ICF einnig notað sem staðall til að meta færnisskerðingu með tilliti til örorku og til að meta endurhæfingarþörf svo og vistunarþörf fyrir aldraða (10). ICF gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að skilgreina árangur meðferðar á líkamlegu, and- legu og félagslegu sviði. Með notkun á ICF er hægt að bera saman árangur í endurhæfingu við aðra heilbrigðisþjónustu ekki bara innanlands heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi (11). Nú eru skilgreind alþjóðleg markmið sem bæta eiga heilsutengd lífsgæði langveiks fólks og ekki síst fólks með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, krabbamein, öndunarfærasjúkdóma og stoðkerfisvandamál (12, 13). Umræða er hafin í Læknablaðinu um hvort breytinga sé þörf í með- ferð á langvinnum sjúkdómum (14). Þar er meðal annars nefnt að heildræna meðferð skorti og að þjónustuna verði að byggja á þörfum sjúklinga. Einnig má nefna mikilvægi þess að virða gildi sjúklingsins og þarfir og veita honum nauðsyn- legan stuðning (15). ICF er ágætt meðferðartæki til að hvetja meðferðaraðila til að skilgreina vanda sjúklinga, forgangsraða réttum meðferðarúrræð- um og leiðbeina þannig sjúklingum til að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu. ICF er og mun verða notað meðal starfsfólks innan heilbrigðiskerfisins og þeirra sem sinna félagslegri þjónustu, réttindamálum, stuðnings- þjónustu og stofnana sem meta gæði þjónustu og stýra meðferðarmöguleikum (16,17). Mikilvægt er að fagfólk innan allra þjónustu- kerfa vinni að sömu markmiðum fyrir sjúklinga. Markmiðin þurfa að vera vel skilgreind af þverfag- legum meðferðarteymum. Þannig næst heildræn sýn og hagkvæmni í meðferð. Dæmi um notkun á ICD 10 og ICF Fimmtugur maður fær heilablóðfall með ýmsum einkennum, svo sem lömun, skynskerðingu, slingri (ataxiu), taltruflun og sjónsviðskerðingu. Samkvæmt sjúkdómsflokkunarkerfi ICD-10 er sjúkdómsgreiningin eftirfarandi: Hjarnafleygdrep vegna blóðreks í hjarnaslagæðum, I 63.4. 64 Læknablaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.