Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 12
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R I R Tafla I. Heildarf/öldi fæöinga, lifun og kynjaskipting fyrirbura meö fæðingarþyngd 500-999 g fæddir á íslandi 1991-95. Skráðar fæöingar 500-999 g 102 (0,5%) Lifandi fædd 67 Andvana fædd 35 Á lífi við fimm ára aldur 35 (52%) Látin fyrir fimm ára aldur 32(48%) Stúlkur 58 (57%) Drengir 44 (43%) Tafla II. Tími andláts fyrirbura meö fæðingarþyngd 500-999 g fæddir á ístandi 1991-95. n (%) Létust á 1. degi 15 (47) Létust á 2.-7. degi 8 (25) Létust á 2.-4. viku 2 (6) Létust á 2.-12. mánuöi 6 (19) Létust á 2.-5. ári 1 (3) Heildarfjöldi 32 (100) Tafla III. Dreifing fæöingarþyngdar fyrirbura meö fæðingarþyngd 500-999 g fæddir á íslandi 1991-95. Látnir Lifandi við fimm ára aldur n (%) n (%) 500-599 g 5 (16) i (3) 600-699 g 6 (19) 3 (9) 700-799 g 3 (9) 6 (17) 800-899 g 9 (28) 18 (51) 900-999 g 9 (28) 7 (20) Heildarfjöldi 32 (100) 35 (100) Rannsóknarhópurinn, börnin sem létust, saman- stóð því af 28 látnum fyrirburum, 13 stúlkum og 15 drengjum. Þrír fyrirburar (einn drengur og tvær stúlkur) voru ekki taldir með í samanburðarhópi lifandi barna, allt tvíburar, sem höfðu átt systkin sem létust, og voru talin með í rannsóknarhópi. Samanburðarhópurinn, börnin sem lifðu, saman- stóð því af 32 af þeim 35 fyrirburum sem voru á lífi við fimm ára aldur, 25 stúlkum og 7 drengjum. Sjúkdómsgreiningar barna voru fengnar frá læknabréfum eftir andlát. Ekki var skráð hvort sterar hefðu verið gefnir til að auka lungnaþroska. Hvað varðar sjúkdómsgreiningar mæðra var bæði farið yfir sjúkraskrár og læknabréf jafnframt sem fylgjusýni 24 látinna bama voru skoðuð. Stuðst var við skilgreiningar WHO varðandi lifandi fæðingu, meðgöngulengd, lítinn fyrirbura (extreme low birth weight) og lága fæðingarþyngd (low birth weight).6 Barn var talið vaxtarskert eða léttburi (small for gestational age, SGA) ef fæð- ingarþyngd var meira en tvö staðalfrávik neðan meðaltals sænskra fyrirbura.7 Sjúkdómsgreiningar voru samkvæmt ICD-10 sjúkdómsflokkunar- kerfinu.8 Við tölfræðilega úrvmnslu var yfirlit yfir mæl- ingar samanburðarhópanna gefið með lýsandi tölfræði. Mann Whitney próf var notað til að bera saman hópa. Samband milli breyta var kannað með fylgniútreikningum Kendals og Pearsons. Kannað var hvaða áhættuþættir tengdust lifun. Tengsl þátta við þessa breytu voru metin með „binary" aðhvarfsgreiningu (multiple logistic regression analysis). Tölvunefnd og Siðanefnd Landspítala veittu leyfi fyrir rannsókninni 27. og 28. febrúar 1996. Niðurstöður Á árunum 1991-95 voru skráðar fæðingar á fslandi alls 22.261, 4452 fæðingar á ári að meðaltali. Af þeim voru 102 fæðingar fyrirbura sem vógu 500- 999 g, 0,5% fæðinga á þessu tímabili. Andvana fædd börn voru alls 35, 16 meybörn og 19 svein- börn. Alls fæddust 67 böm lifandi, 42 stúlkur og 25 drengir. Af þeim voru 35 á lífi við fimm ára aldur en 32 voru látin (tafla I). Flestir fyrirburanna dóu á fyrsta sólarhring eða 15 af 32 (47%), á 2.-7. degi dóu átta fyrirburar (25%) og síðbúin andlát vom níu (28%) (tafla II). í töflu III er sýnd dreifing fæð- ingarþyngdar fyrirburanna. Þegar búið var að taka tillit til þess að hver meðganga og fæðing var talin aðeins einu sinni samanstóð rannsóknarhópurinn, bömin sem lét- ust, af 28 fyrirburum, 13 stúlkum og 15 drengjum. Samanburðarhópurinn, börnin sem vom á lífi við fimm ára aldur, samanstóð af 32 fyrirburum, 25 stúlkum og 7 drengjum. Meðalfæðingarþyngd barnanna í rannsókn- arhópi var 768 g (miðgildi 767 g, spönn 559-999 g) samanborið við meðalfæðingarþyngd 834 g (miðgildi 840 g, spönn 590-990 g) hjá samanburð- arhópi. í rannsóknarhópi voru 14 (50%) léttburar (SGA) og sex (21%) barnanna voru fjölburar, einn þríburi og fimm tvíburar. Fjöldi léttbura í sam- anburðarhópi var 14 (44%) og fjórir (12,5%) voru fjölburar, allir tvíburar og var ekki um marktækan mun að ræða milli hópanna. Meðalaldur mæðra í rannsóknarhópnum var 29 ár (miðgildi 30 ár, spönn 16-43 ár) og með- alaldur í samanburðarhópi var 30 ár (miðgildi 31 ár, spönn 19-39 ár). (Ekki marktækur munur). Meðgöngulengd var miðuð við heilar vikur og var að meðaltali 26 vikur (miðgildi 25 vikur, spönn 22-36 vikur) hjá rannsóknarhópi og 27 vikur (mið- gildi 27 vikur, spönn 24-32 vikur) hjá samanburð- arhópi. (Ekki marktækur munur). Reykingar voru skráðar í mæðraskrá á meðgöngu hjá 36% mæðra í rannsóknarhópi og hjá 44% mæðra í samanburð- arhópi og var ekki um marktækan mun að ræða. Við fyrstu mæðraskoðun er skráð hvort móðir 108 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.