Læknablaðið - 15.02.2009, Side 17
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Hlaupabóla hjá börnum
á Islandi
- faraldsfræði og fylgikvillar
Hildur
Þórarinsdóttir1
Unglæknir
Arthur Löve12
veirufræöingur
Þröstur
Laxdal13
barnalæknir
Þórólfur
Guðnason1’3'4
barnalæknir
Ásgeir
Haraldsson13
barnalæknir
Lykilorð: hlaupabóla, faraldsfræði,
fylgikvillar, börn, bólusetningar.
’Læknadeild HÍ,
2rannsóknarstofu í
veirufræði, Landspítala,
3Barnaspítala
Hringsins, Landspítala,
4sóttvarnarlækni,
landlæknisembættinu.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ásgeir Haraldsson,
Barnaspítala Hringsins,
Landspítala
101 Reykjavík
Sími: 5433050.
asgeir@landspitali. is
Ágrip
Tilgangur: Hlaupabóla er algengur sjúkdómur
og getur haft alvarlegar afleiðingar. Börn fá helst
sjúkdóminn og mynda langvarandi mótefni.
Bóluefni gegn hlaupabólu hefur lítið verið notað
á Islandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta
faraldsfræði hlaupabólu hjá íslenskum börnum og
fylgikvilla hennar. Niðurstöður gætu meðal ann-
ars gagnast við ákvörðunartöku um bólusetningar
gegn hlaupabólu á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftur-
virk, þversniðsrannsókn. Mæld voru mótefni
gegn hlaupabólu í blóðvatnssýnum frá börnum
<18 ára sem safnað hafði verið á árunum 2001-
2002. Fylgikvillar voru kannaðir í sjúkraskrám
barna sem lögð höfðu verið inn á barnadeildir í
Reykjavík á 20 ára tímabili.
Niðurstöður: Fjöldi sýna var 280. Á fyrsta ald-
ursári voru um 65% barna með mótefni gegn
hlaupabólu en um 10% barna á aldrinum 1-2 ára.
Fyrir 10 ára aldur voru nær öll börnin með mót-
efni, samanlagt voru 97,5% (78/80) barna >10 ára
með mótefni.
Börn sem lögð voru inn vegna hlaupabólu eða
fylgikvilla voru 58 eða 3,6 /100.000 börn á ári.
Bakteríusýkingar voru algengasta ástæða innlagn-
ar, einkum húðsýkingar en hnykilslingur, þurrkur
og vannæring voru einnig algeng.
Ályktun: Flest börn á íslandi fá hlaupabólu fyrir
10 ára aldur. Fylgikvillar geta verið alvarlegir.
Mikilvægt er að þekkja sjúkdóminn, viðbrögð
við honum og kanna hvort hefja eigi almenna
bólusetningu gegn honum hér á landi.
Inngangur
Hlaupabóluveiran (VZV), veldur bæði hlaupa-
bólu og ristli. Hlaupabóla er oftast tiltölulega
mildur sjúkdómur en getur þó verið alvarleg.
Bakteríusýkingar samhliða eða í kjölfar veirunnar
geta verið hættulegar auk þess sem hlaupabólan
getur valdið lungnabólgu, miðtaugakerfissýking-
um og jafnvel dauða.1'3 Hlaupabólan getur einnig
valdið alvarlegum fósturskaða og fósturláti,
einkum ef mæður sýkjast í fyrsta sinn snemma á
meðgöngunni.4'5 Þá getur hlaupabóla móður við
fæðingu reynst barninu háskalegur sjúkdómur.6
Hlaupabóluveiran smitast með úða- og snerti-
smiti og er afar smitandi.7'8 Berist hlaupabóla inn
á heimili er talið að yfir 90% þeirra sem næmir
eru smitist og berist hlaupabóla inn í skólastofu
er talið að 10-35% veikist.9 Hlaupabóla gengur
samt ekki í stórum faröldrum eins og margir aðrir
barnasjúkdómar en árstíðabundnar sveiflur eru
þekktar og greinast flest tilfelli um miðjan vetur og
fram á vor.1-3'10 Ýmsar aðferðir til að greina veiruna
eru tiltækar, svo sem mótefnamælingar, ræktanir
og mögnunaraðferðir.
Algengast er að börn fái hlaupabólu á aldr-
inum 1-9 ára9-11-14 og í flestum löndum hafa um
90% unglinga fengið hlaupabólu.15-17 Tilhneiging
til að fá sjúkdóminn fyrr á ævinni hefur sést á
undanförnum árum.14 Dánarhlutfall þeirra sem
fá hlaupabólu (case fatality rate) er talið vera
2-4/100.000 í svokölluðum þróuðum löndum
og er hæst meðal aldraðra og nýbura.3-9' 18-21
Dánarhlutfall eldri barna sem fá hlaupabólu er
lægra eða um l/100.000.3'9'18,19Innlagnir á sjúkra-
hús vegna hlaupabólu eru um 2-6/100.0000 íbúa á
árp,9,i8,20,22,23Og eru flestar hjá bömum.14
Meðferð beinist að einkennum en þó ber að
forðast asetýlsalicýl lyf vegna hugsanlegra tengsla
við Reye syndrome.24 Meðferð gegn veirunni sjálfri
er fyrst og fremst beitt hjá sjúklingum með ónæm-
isbresti og þarf að gefa snemma í sjúkdómsferlinu.
Ónæmisaðgerðir gegn hlaupabólu eru mögulegar
þar sem á markaði er virkt bóluefni.25-26
Faraldsfræði hlaupabólu hjá börnum hér á
landi er ekki þekkt enda er sjúkdómurinn ekki
tilkynningaskyldur. Upplýsingar um faraldsfræði
sjúkdómsins eru þó fróðlegar og gagnlegar, ekki
síst í umræðu um hugsanlegar bólusetningar gegn
hlaupabólu. í þessari rannsókn verður faralds-
fræðin metin eftir algengi mótefna hjá börnum
á mismunandi aldri og alvarlegum fylgikvillum
sýkingarinnar lýst.
LÆKNAblaðið 2009/95 1 1 3